Fleiri listamenn tilkynntir á Iceland Airwaves 2015

Skipuleggjendur Iceland Airwaves tilkynntu í dag fleiri listamenn sem koma fram á hátíðinni í ár en alls verða þeir um 200 talsins.

Iceland Airwaves-hátíðin verður haldin í sautjánda sinn í ár,
dagana 4. til 8. nóvember og er undirbúningur í fullum gangi. Miðasalan er hafin á heimasíðu Iceland Airwaves .

Listamennirnir sem bætast við eru:

Jme (UK)
Mercury Rev (US)
Endless Dark
Herra Hnetusmjör
Jón Ólafsson & Futuregrapher
Lucy Rose (UK)
kimono
Arca dj set (VE)
Markús & The Diversion Sessions
Reykjavíkurdætur
Weval (NL)
Braids (CA)
russian.girls
SOAK (IE)
Saun & Starr (US)
Soffía Björg
Bernard & Edith (UK)
Emilie & Ogden (CA)
Valdimar
Curtis Harding (US)
B-Ruff
Himbrimi
Kælan Mikla
Rozi Plain (UK)
Berndsen
Aurora (NO)
Kiriyama Family
Caterpillarmen
Kontinuum
CeaseTone
NAH (US)
Borko
Toneron
Kippi Kanínus
Sturla Atlas
Beebee and the bluebirds
In the Company of men
Dr Gunni
Trúboðarnir
TUSK
Lára Rúnars
Úlfur Úlfur
Súrefni
Grísalappalísa
Svartidauði
Þeir bætast í hóp fjölda listamanna sem áður hafa verið tilkynntir eins og Björk, John Grant og Sinfóníuhljómsveit Íslands, Mammút, Vök,
Father John Misty (US) Perfume Genius (US), GusGus, Skepta (UK), Júníus Meyvant, Ariel Pink (US), Bubbi og Dimma, Gísli Pálmi, Sleaford Mods (UK), M-Band, Batida (PT), Hinds (ES), Low Roar, Beach House (US),Fufanu, Teitur Magnússon, East India Youth (UK), Young Karin, Pink Street Boys, Mourn (ES), BC Camplight (UK), Asonat, Yagya, Dikta, The OBGM´s (CA), Tonik Ensemble, Ylja, Weaves (CA), Vök og dj flugvél og geimskip and many more.

Björk í Eldborg, Hörpu, laugardaginn 7.nóvember kl 15:00
Miðum á tónleika Bjarkar verður dreift til miðahafa Iceland Airwaves án endurgjalds föstudaginn 6.nóvember kl. 12 í Hörpu eftir „fyrstur kemur, fyrstur fær“ reglunni. Eitt armband = einn miði á Björk.

John Grant og Sinfó, fimmtudaginn 5.nóvember kl 20:00
Miðum á tónleikana verður dreift til miðahafa Iceland Airwaves án endurgjalds fimmtudaginn 5.nóvember kl. 12 í Hörpu eftir „fyrstur kemur, fyrstur fær“ reglunni.

Útgáfutónleikar Ultraorthodox

FALK hópurinn stendur fyrir útgáfutónleikum raftónlistarmannsins Ultraorthodox á Húrra í kvöld. Það er hliðarsjálf Arnars Más Ólafssonar sem áður plokkaði bassa í þungarokkssveitunum I Adapt, Gavin Portland og Celestine en nú hefur hann skipt út bassanum fyrir tölvuforrit og vélbúnað.

 

Frumraun hans í raftónlistinni, hljóðsnældan Vital Organs, er gefin út af FALK hópnum og inniheldur óm af hörðum málmtöktum, lágtíðni bassa og myrkum hljóðgerflum. Hljóðheimurinn er kaldur, vélrænn og drungalegur og minnir um margt á goðsagnakenndu Warp sveitina Autechre í byrjun tíunda áratugsins.

 

Á útgáfutónleikunum mun LV PIER hita upp salinn með biksvörtum trap töktum og ómstríðni, en FALKlimurinn KRAKKKBOT mun opna kvöldið og setja tóninn fyrir tónleikana. Rafsvallið verður eins og áður sagði á Húrra og hefst 21:00 en aðgangseyrir er 1000 krónur.

Straumur 29. júní 2015 – ATP sérþáttur

Straumur kvöldsins er helgaður ATP hátíðinni sem fram fer í Ásbrú um næstu helgi. Fjallað verður um bönd og listamenn á borð við Run The Jewels, Iceage, Mudhoney, Iggy Pop, The Field, The Bug, Belle and Sebastian og fleiri auk þess sem flutt verður viðtal við Michael Gira forsprakka hljómsveitarinnar The Swans. Straumur með Óla Dóra milli ellefu og tólf á X-inu 977!

Straumur 29. júní 2015 – ATP Iceland by Straumur on Mixcloud

1) Blockbuster Night Part 1 – Run The Jewels
2) Run Tee Jewels – Run The Jewels
3) Fight The Power – Public Enemy
4) Play For Today – Belle & Sebastian
5) Love Will Tear Us Apart – Swans
6) Remember – Iceage
7) Urban Guerilla – Mudhoney
8) Loose – Iggy Pop & The Stooges
9) A Paw In My Face – The Field
10) Void – The Bug
11) THe Modern Age – Chelsea Wolfe

Frumsýning á myndbandinu Stelpur með Jóni Þór!

Tónlistarmaðurinn Jón Þór sem áður gerði garðinn frægan í hljómsveitum á borð við Isidor, Lödu Sport og Dynamo Fog sendi fyrr í kvöld frá sér myndband við lagið Stelpur í leikstjórn Helga Péturs Hannessonar. Myndbandið var tekið upp í Barcelona í febrúar á þessu ári og lögðu þeir Helgi Pétur og Jón Þór upp með að fanga eins konar tímaskekkju af borg sem tekið hefur miklum breytingum undanfarna áratugi. Jón gaf út sína fyrstu sólóplötu árið 2012 og fylgir henni hér eftir með þessu lagi. Lagið er eitt af hressari lögum sem Straumur hefur heyrt á þessu ári og er svo sannarlega sterkur kandítat sem sumarlagið 2015.

Tónleikahelgin 26.-27. júní

Föstudagur 26. júní

 

Oyama og Sushi Submarin spila á Bar 11 í tilefni tólf ára afmælis ellefunnar. Leikar hefjast 22:30 og alls konar tilboð verða í gangi á bjórum og skotum. Ókeypis inn.

 

Shogun og Ottoman spila á Dillon. Frítt inn og byrjar 23:00.

 

East of my Youth halda fjáröflunarpartý og tónleika á Loft Hostel frá 18:00 til 20:00. Aðgangseyrir er enginn.

 

Laugardagur 27. júní

 

Skóglápssveitin Oyama spilar á Loft Hostel klukkan 21:00. Ókeypis inn.

 

Það verður reggíkvöld á Bravó og plötusnúðar RVK Soundsystem leika fyrir dansi. Að sjálfsögðu ókeypis inn.

 

Alchemia og Ottoman spila á Bar 11 á afmælistónleikum barsins. Hefst 22:30 og alveg ókeypis inn.

 

Melrakkar spila slagara eftir Metalica og fleiri metalperlur á Gauk á Stöng. Aðgangseyrir er 3000 krónur og húsið opnar 21:00.

Secret Solstice – Evrópsk útihátíð í hjarta Reykjavíkur

Mynd: Óli Dóri

Secret Solstice hátíðin var haldin í annað skipti síðustu helgi og tókst í flesta staði feikivel upp. Þegar ég mætti á föstudagskvöldinu var ástralska sveitin Flight Facilities að hlaupa í gegnum grípandi rafpopp-sett og mannhafið hoppaði og skoppaði í fullkominni harmóníu. Það var strax ljóst að hér var eitthvað einstakt í gangi, andinn á hátíðinni var ólíkur öðru sem ég hef upplifað á Íslandi. Veðrið lék við alla sína fingur og hamslaus gleði og hedónismi lá í loftinu og fólkinu.

 

Ég hélt leið minni áfram á Gimli sviðið þar sem Hermigervill sveiflaði rauða hárinu sínu í takt við hnausþykkt tekknóið sem hann framleiddi. Retro Stefson komu beint í kjölfar hans og héldu áhorfendum uppteknum með mikið af nýju efni en enduðu á vel þekktum slögurum sem komu krádinu á mikla hreyfingu.

 

 Innvortis stuð – Hel frestað

 

Mitt innra stuð var hægt en örugglega að byggjast upp og þegar ég labbaði yfir á Gus Gus gerðist eitthvað og ég varð einn með tónlistinni, fólkinu og samvitundinni. Biggi Veira og Daníel Ágúst voru að taka mitt uppáhalds Gus Gus lag, David, þegar ég dýfði mér í mannhafið og dansaði í áttina að sviðinu. Fljótlega gekk Högni í lið með honum og samsöngur þeirra í Crossfade og Deep In Love var með endemum munúðarfullur.

 

Þá var leiðinni heitið á gömlu bresku kempurnar í Nightmares on Wax. Plöturnar þeirra Carbout Soul og Smokers Delight voru á repeat hjá mér á ákveðnu tímabili lífs míns og ég var ansi spenntur að sjá hvað þeir höfðu upp á að bjóða. Þeir voru með blöndu af DJ og lifandi hljóðfærum og röppuðu yfir mörg sín frægustu lög með góðum árangri. Eftir það kíkti ég aðeins inn í Hel en stoppaði stutt til að spara mig fyrir restina af helginni. En það leit vel út og ég hugsaði I’ll be back þegar ég fór.

 

Dagur 2 – GP > Busta Rhymes

 

Gísli Pálmi er fenamón. Ég veit aldrei hvað mér finnst raunverulega um hann og hvað mér á að finnast um hann eða hvort að aðrir fíli hann af einlægni eða kaldhæðni. Fyrir mér er það hluti af aðdráttaraflinu. En akkúrat þarna þegar djúpsjávarbassinn nuddaði á mér innyflin og GP spígsporaði um sviðið eins og hani á kódeini með sjálfsálitið skrúfað í botn gat ég ekki annað en tekið minn táknræna hatt ofan í lotningu. Myndskreytingar á bak við hann eiga síðan skilið einhvers konar hönnunarverðlaun glæpamanna.

 

Þá var röðin komin að leiðinlegasta leikriti hátíðarinnar; Beðið eftir Busta. Leynigesturinn lét bíða eftir sér í þrjú korter meðan að Tiny og GP skiptust á að setja á Biggie lög úr símunum sínum og öskra með því, frekar vandræðalegt allt saman. Þegar Busta sjálfur mætti tók ekki mikið betra við, athyglisbresturinn var ótæmandi í endalausum medlys eða syrpum. Það er einfaldlega glæpur gegn hip hoppi að spila bara 45 sekúndur af Woo Hah og fara svo í annað. Þá var hann alltaf að hætta í miðju lagi og búast við að áhorfendur gætu þulið restina af textanum úr lagi sem kom út um, eða eftir, megnið af þeim fæddist. Ég sá Busta Rhymes fyrir um fjórum árum og þá var hann í rokna stuði en það verður bara að segjast eins og er; þetta var hundlélegt.

 

 Hercules í helvíti

 

Hercules & Love Affair voru hins vegar þrusu þéttir, hommahouse eins og það gerist allra best. Einn í dragi og restin eins og miklu meira hip og nútímalegri útgáfa af Village People. Söngvararnir báðir fáránlega góðir og dúnmjúkt diskóið ómaði meðan dannsinn dunaði fyrir framan sviðið. Foreign Beggars fluttu dubstep og grime skotið hip hop en breiður var vegurinn sem lá inn í Hel.

10348364_1620402171510969_4756834002203072884_n

Mynd: Sig Vicious

Þarna var ég loksins tilbúinn í djúpu laugina sem að Hel (skautahöllin) var þessa helgi. Niðadimmt myrkur fyrir utan neon geislabaug sem sveif yfir sviðinu fyrir ofan plötusnúðinn. Hrátt, rökkurt, industrial og ofursvalt. Þar sem takturinn fleytir þér burt frá raunveruleikanum og hver bassatromma ber þig lengra og lengra inn í leiðsluástand. Hvert einasta slag eins og sameiginlegur hjartsláttur þúsunda dansandi sála. Engin skil milli líkama og anda og allir jafnir fyrir myrkrinu og taktinum. Þar sem enginn er dæmdur og nautnin er taumlaus. Ég rankaði við mér klukkan 4 þegar ljósin voru kveikt og tími til að fara heim en óskaði þess að vera í Berlín þar sem transinn heldur áfram fram á næsta dag. Þetta var ansi nálægt því.

 

Dagur þrjú – Allt á einu sviði

 

Ég fórnaði „Eru ekki allir sexy“ Helga fyrir reggípartýi í Laugardalslaug þar sem RVK Soundsystem léku fyrir sundi. Mætti svo eiturferskur á gamla sálarhundinn Charles Bradley klukkan fjögur sem voru með betri tónleikum hátíðarinnar. Hann er um sjötugt og röddin og svipurinn eru alltaf eins og hann sé að bresta í grát af ástríðu. Sálartónlist af gamla skólanum um ást, guð og kærleika með pottþéttasta bandi helgarinnar. Hann sjálfur lék á alls oddi í dansi og kastaði míkarafónstadífinum til og frá um sviðið og skipti meirað segja einu sinni um föt.

 

Wailers voru einfaldir en skilvirkir og koveruðu alla helstu slagara Marley heitins af rokna öryggi og ástin var alls staðar og djass-sígarettur mynduðu hamingjuský í himninum. Ég færði mig aðeins frá og dáðist að Mo úr öruggri fjarlægt meðan ég slakaði á og sparkaði í Hackey Sack með vinum mínum. En var mættur galvaskur fremst aftur fyrir listaverkið sem FKA Twigs er. Ég nota orðið gyðja eða díva ekki frjálslega en kemst ekki hjá því hér. Í lillafjólubláum samfesting sveif hún um sviðið með engilfagra rödd og hreyfingar á við sjö íslenska dansflokka samanlagt. Frámunalega framsæknir taktar framreiddir á fágætan hátt. Trip Hip í annarri vídd og tívolí fyrir augun. Keysaraynja raftónlistar nútímans er fædd og nafn hennar er FKA Twigs.

IMG_8854

Mynd: Óli Dóri

Ruckusinn mættur

 

Eina sem var eftir var þá Wu Tang og væntingar höfðu verið trappaðar duglega niður eftir hip hop vonbrigði gærdagsins og ótal spurningamerki um hversu margir klíkumeðlimir myndu mæta. Ég spottaði Ghostface, Raekwon og GZA sem ollu mér alls ekki vonbrigðum. Hvort þeir þrír sem eftir stóðu voru U-God, Cappadonna, Masta Killa eða random hype-menn varðar mig ekkert um en hersingin stóð svo sannarlega fyrir sínu á sviðinu. Þeir keyrðu í gegnum mörg af bestu lögunum á 36 Chambers og GZA var frábær í nokkrum lögum af Liquid Swords, einni af mínum uppáhalds hip hop plötum. Kannski var það afleiðing af effektívri væntingarstjórnun en ég skemmti mér stórvel yfir klíkunni.

 

Þá var það bara að mjólka síðustu dropana úr Hel á yfirdrætti tímans. Ég er ekki frá því að það hafi verið smá tekknó í blóðinu frá því kvöldið áður því það byrjuðu ósjálfráðir kippir í líkamanum um leið og ég steig inn í myrkrið. Ég óskaði þess heitast að helgin myndi aldrei enda í þann mund sem að síðasta bassatromman sló sitt slag og ljós raunveruleikans og vikunnar kviknuðu. Ég vil enda þetta á nokkrum handahófskenndum hugleiðingum um hátíðina í engri sérstakri röð:

 

Þegar sólin byrjar að skína á reggítónleikana: Hamingjan ríkir þar hömlulaus.

 

Að varðveita innra barnið í sér með því að fara í fallturninn. Útsýnið úr honum yfir laugardalinn þegar sólin tindrar hæst á lofti. Þetta tvennt verður ekki metið til fjár.

 

Mér hefur aldrei liði jafn mikið í útlöndum á Íslandi og á þessari hátíð. Þó það séu ekki jafn mikið af stórum nöfnum í gangi þá var andinn og væbið ekki ósvipað hátíðum eins og Hróarskeldu og Primavera.

 

Það var aragrúi djass-sígarettna reyktar út um allt án þess að neinn skipti sér af. Kúdos á lögregluna fyrir að sjá í gegnum fingur sér með það.

 

Það er mikill kraftur í þessari kynslóð. Hún er einu aldursbili fyrir neðan mig og ég þykist ekki skilja hana. En hún smitaði mig af óbeislaðri orku og geipilegu frjálslyndi.

 

Breiður er vegurinn sem liggur í Hel.

 

Davíð Roach Gunnarsson

Straumur 22. júní 2015

Í Straumi í kvöld verður farið yfir nýtt efni frá Chet Faker, Totally Mild,  Keys N Krates, Ducktails, Widowspeak, Sun Kill Moon og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld milli ellefu og tólf á X-inu 977.

Straumur 22. júní 2015 by Straumur on Mixcloud

1) Know Me From – Stormzy
2) Bend – Chet Faker
3) Save Me (ft. Katy B) – Keys N Krates
4) Can’t You See – Skylar Spence
5) L’Esprit de I’Escalier – Domenique Dumont
6) St. Catherine – Ducktails
7) Krumme Lanke – Ducktails
8) When Im tired – Totally Mild
9) Move On – Totally Mild
10) Girls – Widowspeak
11) This Is My First Day And I’m Indian And I Work At A Gas Station – Sun Kil Moon
12) Kicks – FKA Twigs

Tónlistarmarkaður – Bernhöfts Bazaars

Bernhöfts Bazaar er nýr og skemmtilegur fjölþema útimarkaður sem haldinn verður á laugardögum frá 20 júní – 25 júlí á Bernhöftstorfu, horni Bankastrætis og Lækjargötu. Fyrsti markaður sumarsins snýr að tónlist og fer hann fram laugardaginn 20 júní frá klukkan kl 13 – 18.

Tónlistarunnendur, útgáfufyrirtæki og listamenn munu bjóða uppá breitt safn af tónlistartengdum varningi, nýútgefnu efni, vínylplötum, geisladiskum og kassettum fyrir alla aldurshópa. Veitingarstaðurinn Torfan verður á svæðinu og selur svalandi veitingar fyrir fjölskylduna, DJ Óli Dóri þeytir skífum og tónlistarfólk spilar.

https://www.facebook.com/events/578058362331947/

Straumur 15. júní 2015

Í Straumi í kvöld verður flutt nýtt efni frá Beck, Goldlink, Weaves, Daphni, Ezra Furman, The Weeknd og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld milli ellefu á tólf á X-inu 977.

Straumur 15. júní 2015 by Straumur on Mixcloud

1) Tick – Weaves
2) Dreams – Beck
3) Can’t Feel My Face – The Weeknd
4) Dance On Me – Goldlink
5) Beautiful Life (ft. Action Bronson & Joey Bada$ – Statik Selektah
6) Lukey World – SKEPTA
7) Usha – Daphni
8) Hark! to the Moon – Ezra Furman
9) Wobbly – Ezra Furman
10) Ordinary Life – Ezra Furman
11) Truce – jj
12) Kalt – Kælan Mikla
13) La Disco – Giorgio Moroder
14) The Lost Drum Beat – Mikael Seifu

Tónleikahelgin 11.-13. júní

Fimmtudagur 11. júní

 

Sóley fagnar útkomu plötunnar Ask the Deep með útgáfutónleikum í Fríkirkjunni í Reykjavík. Húsið opnar 20:00, tónleikarnir hefjast halftime síðar og aðgangseyrir er 2500 krónur.

 

Magnús Tryggvason Elíassen leiðir hóp slagverksleikara í spunastund í Mengi. Aðgangseyrir er 2000 krónur og byrjar 21:00.

 

Stærðfræði harðkjarnasveitin In The Company Of Men spilar á Dillon. Ókeypis inn og byrjar 22:00.

 

Föstudagur 12. Júní

 

Það verður garðpartý á Hverfisgötu 88. Ojba Rasta og Sturla Atlas koma fram.

 

TV Smith sem var í bresku pönksveitinn Adverts spilar á Dillon og Caterpillarmen hita upp. Ókeypis inn og byrjar 22:00.

 

Hollenska proggsveitin Focus leikur í Bæjarbíói í Hafnarfirði. Tónleikarnir byrja klukkan 22:00 og aðgangseyrir er 8900 krónur.

 

Jo Berger Myhri og Óbó spila í Mengi. Byrja 21:00 og kostar 2000 inn.

 

Laugardagur 13. júní

 

Straumur stendur fyrir sýningu á heimildarmyndinni Finding Fela í Bíó Paradís klukkan 20:00. Myndin fjallar um lífshlaup afróbít frumkvöðulsins Fela Kuti en að sýningu lokinni mun hljómsveitin Bangoura Band leika afróbít fyrir dansi.

 

Snorri Ásmundsson verður með tónleika/gjörningakvöld í Mengi. Byrjar 21:00 og aðgangseyrir 2000.

 

Reggísveitin Barr spilar á Dillon, byrjar 22:00 og ókeypis inn.

 

Breiðholtfestival fer fram í breiðholti yfir daginn frá 13:00-22:00. Það má finna allt um það hér.