Föstudagur 26. júní
Oyama og Sushi Submarin spila á Bar 11 í tilefni tólf ára afmælis ellefunnar. Leikar hefjast 22:30 og alls konar tilboð verða í gangi á bjórum og skotum. Ókeypis inn.
Shogun og Ottoman spila á Dillon. Frítt inn og byrjar 23:00.
East of my Youth halda fjáröflunarpartý og tónleika á Loft Hostel frá 18:00 til 20:00. Aðgangseyrir er enginn.
Laugardagur 27. júní
Skóglápssveitin Oyama spilar á Loft Hostel klukkan 21:00. Ókeypis inn.
Það verður reggíkvöld á Bravó og plötusnúðar RVK Soundsystem leika fyrir dansi. Að sjálfsögðu ókeypis inn.
Alchemia og Ottoman spila á Bar 11 á afmælistónleikum barsins. Hefst 22:30 og alveg ókeypis inn.
Melrakkar spila slagara eftir Metalica og fleiri metalperlur á Gauk á Stöng. Aðgangseyrir er 3000 krónur og húsið opnar 21:00.