Frumsýning á myndbandinu Stelpur með Jóni Þór!

Tónlistarmaðurinn Jón Þór sem áður gerði garðinn frægan í hljómsveitum á borð við Isidor, Lödu Sport og Dynamo Fog sendi fyrr í kvöld frá sér myndband við lagið Stelpur í leikstjórn Helga Péturs Hannessonar. Myndbandið var tekið upp í Barcelona í febrúar á þessu ári og lögðu þeir Helgi Pétur og Jón Þór upp með að fanga eins konar tímaskekkju af borg sem tekið hefur miklum breytingum undanfarna áratugi. Jón gaf út sína fyrstu sólóplötu árið 2012 og fylgir henni hér eftir með þessu lagi. Lagið er eitt af hressari lögum sem Straumur hefur heyrt á þessu ári og er svo sannarlega sterkur kandítat sem sumarlagið 2015.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *