Fyrstu listamennirnir tilkynntir á Airwaves

Iceland Airwaves tónlistarhátíðin tilkynnti fyrr í dag um 15 listamenn sem munu koma fram á hátíðinni dagana 1. til 5. nóvember á þessu ári. Þeir erlendu listamenn sem tilkynntir voru eru; Arab Strap, Benjamin Clementine, Kelly Lee Owens, Be Charlotte, Gurr, og Xylouris White. Hátíðin tilkynnti einnig um níu íslenska listamenn; Ásgeir, RuGl, Auður, GKR, Hugar, Soffíu Björg, Glowie, Emmsje Gauta og Emiliönu Torrini.

Fleiri bætast við á Aldrei fór ég suður

Skipuleggjendur tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður tilkynntu í dag um fleiri listamenn sem koma fram á hátíðinni í ár en hún fer fram á Ísafirði um páskana eins og venja er og stendur því yfir 24. – 27. mars.

Þeir sem bætast við listann í dag eru: Emiliana TorriniGlowieSykur,  GKR og Tonik Ensemble. Áður hefur verið sagt frá því að hljómsveitin Risaeðlan komi fram á hátíðinni, sem hljóta að teljast stórtíðindi að auki sem Úlfur Úlfur, Agent FrescoMamma Hestur og Strigaskór nr. 42 skemmta getum AFÉS í ár.

Bestu íslensku lög ársins 2013

 

30) Before – Vök

29) Maelstrom – Útidúr

 

 

28) Á Hvítum Hesti – Skúli mennski

      1. 07 Á hvítum hesti

 

 

 

 

27) MacGyver og ég – Sveinn Guðmundsson

 

 

26) Hve Ótt ég ber á – VAR

 

 

25) Autumn Skies #2 – Snorri Helgason   
      2. 01 Autumn Skies #2

 

 

 

24) Blóðberg – Mammút

 

 

 

23) All Is Love – M-band

 

 

 

22) Restless (ft. Unnsteinn) – Sisy Ey

 

 

 

21) Again – Good Moon Deer

 

 

 

20) Cheater – Love & Fog

 

 

19) Release Me (ft. DJ YAMAHO) – Intro Beats

 

 

 

18) Harlem Reykjavík – Hermigervill

 

 

 

17) 1922 – Kristján Hrannar

 

 

 

16) Aheybaró – Kött Grá Pjé & Nolem

 

Lög í 15. – 1. sæti

 

 

 

11 Lou Reed ábreiður

 

Lewis Allan Reed kvaddi þennan heim sunnudaginn fyrir viku 71. árs að aldri. Áhrif hans á tónlistarsögu og poppkúltur síðustu aldar verða seint vanmetin. Ritstjórar þessarar síðu hafa ósjaldan  yljað sér við verk Reed í gegnum tíðina. Við minnumst þessa áhrifamikla tónlistarmanns með 11 frábærum ábreiðum af lögum hans sem sýna kannski best þau áhrif sem hann hafði á aðra listamenn á ferli sínum – Satellite’s gone up to the skies!

 

 

Morrisey -Satellite of love

Morrisey hefur aldrei farið leynt með hrifningu sína á Reed. Fyrir tveim árum breiddi hann yfir þetta einstaka lag sem kom út á  Transformer árið 1972, á tónleikum sínum á Glastonbury hátíðinni..

 

 

Cowboy Junkies – Sweet Jane

Lou Reed lagði blessun sína yfir þessa mögnuðu útgáfu kanadísku hljómsveitarinnar Cowboy Junkies af laginu Sweet Jane sem upprunalega kom út á síðustu plötu Velvet Underground, Loaded, árið 1970. Útgáfan vakti mikla athygli árið 1995 í kvikmynd Oliver Stone, Natural Born Killers, í eftirminnilegri senu.

 

David Bowie & The Riot Squat – Waiting For The Man

Útgáfu fyrstu plötu Velvet Underground var seinkað vegna dómsmáls sem snerti umslag plötunnar. David Bowie fékk eintak gefins frá umboðsmanni sínum áður en það gerðist en sá hafði fengið plötuna afhenta í ferð sinni til New York árið 1966. Bowie var svo hrifinn af því sem hann heyrði að hann gaf út lagið Waiting For The Man af plötunni með hljómsveit sinni The Riot Squat áður en Velvet höfðu náð að leysa úr lagaflækju sinni sem gerðist ári seinna.

 

Nirvana – Here She Comes Now

Velvet Underground platan White light/White heat var ein af uppáhalds plötum Kurt Cobain. Árið 1991 gaf hljómsveit hans Nirvana út sameiginlega 7 tommu með Melvins  þar sem þeir breiddu yfir Here She Comes Now af plötunni og Melvins – Venus In Furs.

 

Big Star – Femme Fatale

Hljómsveitin Big Star með Alex Chilton í broddi fylkingar tók lagið Femme Fatale á sinni fyrstu plötu Third/Sister Lovers árið 1978.

 

The Runaways – Rock ‘N Roll

Eitt af þekktari lögum stúlkna bandsins The Runaways var ábreiða þeirra af Velvet Underground laginu Rock ‘N Roll sem þær gerðu svo sannarlega að sínu.

 

The Strokes – Walk On The Wild Side

Áhrif Lou Reed á New York hljómsveitina The Strokes á þeirra fyrstu plötu Is This It? eru augljós. Það kom þvi kannski fáum á óvart þegar að hljómsveitin sýndi fyrirmynd sinni þann heiður að breiða yfir lag hans Walk On The Wild Side á tónleikum árið 2006 með afslöppuðum og skemmtilegum hætti.

 

Twin Shaddow – Perfect Day

Fljótlega eftir að fréttir þess efnis að Lou Reed væri allur tóku að berast fóru tónlistarmenn útum víða veröld að sýna honum virðingu sína með ábreiðum af lögum hans. Twin Shaddow sendi frá sér þessa drungalegu útgáfu af heróín laginu Perfect í byrjun síðustu viku.

 

The Kills – Pale Blue Eyes

Fyrir tveim árum gáfu breska tvíeykið The Kills út þessa frábæru útgáfu af laginu Pale Blue Eyes af samnefndir plötu Velvet Underground frá árinu 1969. 

 

Rainy Day – I’ll Be Your Mirror

Hljómsveitin Rainy Day var einhverskonar stjörnuband meðlima hljómsveita úr Paisley Underground senunni í Kaliforníu um miðjan 9. áratuginn. Hljómsveitin gaf út eina plötu sem var safn laga hljómsveita sem höfu haft áhrif á senuna. Þar á meðal var þessi yndislega útgáfa þeirra af laginu I’ll Be Your Mirror af fyrstu plötu Velvet.

Emiliana Torrini – Stephanie Says

Þessi magnaða útgáfa Emiliönu af Stephanie Says kom út á plötu hennar Merman frá árinu 1996. Þó hún vilji ekki mikið kannast við þessa plötu í dag (hún hefur aldrei endurútgefið hana fyrir erlendan markað) þá er þessi ábreiða nóg til að réttlæta tilveru hennar.

Óli Dóri

Fyrsta kvöldið á Airwaves

Mynd: Rúnar Sigurður Sigurjónsson

Iceland Airwaves hátíðin var sett í gær með pompi og prakt og fréttaritari straums fór á stúfana og reyndi að sjá eins marga tónleika og unnt var. Dagurinn var tekinn snemma og fyrst var haldið í fatabúðina JÖR til að sjá rafpoppsveitina Sykur off-venue. Þau komu fram í nokkurs konar órafmagnaðri útgáfu, eða öllu heldur minna rafmögnuð en þau eru venjulega, einn meðlimur spilaði á gítar, annar á hljómborð og sá þriðji á trommur. Þessi uppsetning var ákaflega skemmtileg og dró fram nýjar víddir í gömlum lögum auk þess sem tilþrifamiklir raddfimleikar söngkonunnar Agnesar nutu sín vel.

 

Þvínæst var haldið á Loft Hostel þar sem skóáhugamennirnir í Oyama voru að koma sér fyrir á sviðinu. Þeir hófu tónleikana á nýju efni sem lofar mjög góðu. Mónótónísk rödd söngkonunnar Júlíu, sem minnir mig nokkuð á söngkonu Stereolab, skar í gegnum ómstríða hávaðaveggi gítarleikaranna eins og steikarhnífur á smjörstykki.

 

Harður, hrár og pönkaður kjarni

 

Ég náði þó einungis þremur lögum því ég var búinn að lofa sjálfum mér að sjá kanadíska bandið Metz og hljóp beinustu leið niður í kjallara á 11-unni. Talsvert suð hefur verið í kringum sveitina en kjarni hennar er harður og pönkaður til hins ýtrasta. Þeir voru þrír á sviðinu í sveittum og skítugum kjallaranum en hljóðstyrkurinn var skrúfaður í botn og þyngslin talin í tonnum. Þrátt fyrir að hafa litla þekkingu á öfgarokki af þessum skóla þá var ekki hægt annað en að hrífast með óbeislaðri spilagleðinni og hráum einfaldleikanum. Fremst við sviðið myndaðist flösuþeytandi pyttur og undir lok tónleikana voru menn farnir að hlaupa upp á svið og krádsörfa villt og galið.

 

Þvínæst hélt ég á Dillon að sjá lo-fi popparana í Nolo. Síðan ég sá þá síðast hafa þeir breyst þó nokkuð, hafa bætt við sig trommara, spila á fleiri hljóðfæri en áður og notast í mörgum lögum við raddbreytandi hljóðeffekta. Það kemur alveg frábærlega út og sum af þeirra bestu lögum, eins og Fondu og Skelin Mín, sem ég hef heyrt ótalmörgum sinnum fengu nýtt líf og aukinn kraft í þessum útsetningum. Alveg stórgóðir tónleikar og fyrsti hápunktur kvöldsins.

 

Skrýtin birta og sálardjúpt tekknó

 

Á þessum tímapunkti var ég búinn að sjá fjóra tónleika en samt var opinber dagskrá hátíðarinnar sjálfrar ekki hafin. Ég hóf hana á nýbylgjusveitinni Grísalappalísu en Gunnar annar söngvari hennar var valhoppandi um allt sviðið í laginu Lóan er komin ég mætti á svæðið. Þeir léku tvö ný lög ásamt því að taka ábreiðu af Megasi, sem óneitanlega virðist mikill áhrifavaldur á sveitina. Þeir voru þrumuþéttir eins og venjulega og léku á alls oddi í lokalaginu Skrýtin Birta. Það eina sem skyggði á performansinn er að lítið af fólki var komið í risastóra rýmið í Hafnarhúsinu svona snemma og sveitin nýtur sín kannski betur í minna rými þar sem hún er í meira návígi við áhorfendur.

 

Ég hafði heyrt góða hluti um raftónlistarmanninn Tonik en honum tókst að fram úr eftirvæntingum á tónleikum sínum á Harlem. Hann kom fram með Herði úr M-Band, sem djöflaðist í tækjum og tólum ásamt því að syngja í nokkrum lögum, auk sellóleikara. Grunnurinn var tekknó, en anguvær söngur Harðar og smekklegt sellóið umbreyttu tónlistinni í einhvers konar melankólískt sálar-tekknó. Það var markviss uppbygging í tónleikunum og engar pásur á milli laga sem einungis jók á draumkennda upplifunina.

 

Hámörkuð gleði

 

Á eftir Tonik kom rafpoppsveitin Love & Fog sér fyrir á sviðinu og framreiddu grípandi rafpopp sem innihélt í það minnsta tvo upprennandi slagara. Hljóðheimurinn þeirra er smekklegur og þungur á botninum og ólíkar raddir Jóns og Axels harmóneruðu vel. Það verður gaman að fylgjast með hvað þau afreka í náinni framtíð.

 

Þegar þarna var komið við sögu voru batteríin nánast ofhlaðin af mikilli tónlistarinntöku og farið að kenna á bakeymslum eftir standslaust tónleikastand frá því fimm um daginn en ég ákvað að enda þetta í Hörpu. Þar sá ég fyrst Retro Stefson í Norðurljósasalnum og það var greinilega engin þreyta í áhorfendunum sem hreinlega átu stemmninguna úr lófa sveitarinnar. Þau tóku nýtt lag sem hljómaði mjög vel og skreyttu önnur lög með alls konar útúrdúrum og bútum úr öðrum lögum til að hámarka gleðina.

 

Emiliana á heimavelli

 

Að lokum fór ég á Emiliönu Torrini en tækifæri til að sjá hana á tónleikum gefst ekki á hverjum degi. Hún tók aðallega efni af sinni nýjustu plötu sem ég hef því miður kynnt mér lítið, en það kom ekki að sök því flutningurinn og lögin voru framúrskarandi. Það er smátt svæði á milli þess að vera óþolandi væminn og einlægt krúttlegur, en Emiliana dansaði alltaf réttu megin línunnar og hún virtist ánægð með að halda tónleika á heimavelli og talaði við salinn á íslensku. Eftir uppklapp tók hún síðan Sunny Road af plötunni Fisherman’s Woman og endaði svo á útjaskaða slagaranum Jungle Drum, sem ég held þó að flestir nema mest harðbrjósta hipsterar fíli smávægis undir niðri.

Allt í allt var fyrsta kvöldið vel heppnað og ég náði að sjá rjómann af íslensku böndunum sem komu fram, þó maður missi alltaf af einhverju. Hápunktarnir í þetta skipti voru Nolo, Tonik og Emiliana Torrini. Í kvöld er það svo Yo La Tenga og heill hellingur af öðru, en fylgist vel með á straum.is því við höldum áfram með daglega umfjöllun um hátíðina næstu daga.

Davíð Roach Gunnarsson

Straumur 9. september 2013

Í Straumi í kvöld kíkjum við á nýtt efni frá Arcade Fire, múm, MGMT, Macinedrum, Holy Ghost!, M.I.A. Emilíönu Torrini, CHVRCHES og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra á slaginu 23:00 í kvöld á X-inu 977!

Straumur 9. september 2013 by Straumur on Mixcloud

1) Candlestick – múm
2) When Girls Collide – múm
3) Reflektor – Arcade Fire
4) Come Walk With Me – M.I.A
5) Introspection – MGMT
6) An Orphan of Fortune – MGMT
7) We Sink – CHVRCHES
8) You Caught The Light – CHVRCHES
9) Caterpillar – Emilíana Torrini
10) Animal Games – Emilíana Torrini
11) Oblivion (Grimes cover) – Franz Ferdinand
12) Ships – September Girls
13) Oxfords and Wingtips – Upset
14) Gunshotta – Machinedrum
15) Center Your Love – Machinedrum
16) Bridge and Tunnel – Holy Ghost
17) In The Red – Holy Ghost
18) Lost it to trying – Son Lux
19) Underwater Snow – múm

Straumur 22. júlí 2013

Í Straumi í kvöld kíkjum við á nýtt efni frá AlunaGeorge, Crystal Stilts, M-band, Disclosure og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld á X-inu 977 á slaginu 23:00!

1) Best Be Believing – AlunaGeorge
2) F For You (Totally Enormous Extinct Dinosaurs remix) – Disclosure
3) Lost & Found – AlunaGeorge
4) Kaleidoscope Love – AlunaGeorge
5) Speed Of Dark – Emilíana Torrini
6) All Is Love – M-band
7) Sinking Stone – Gems
8) Elevate – St. Lucia
9) Rebirth – Yuck
10) Star Crawl – Crystal Stilts
11) An Impression – No Age
12) Recollection – Keep Shelly In Athens
13) Hive (featuring Vince Staples & Casey Veggies) – Earl Sweatshirt
14) The Truth – Dr. Dog
15) Prince’s Prize – Fuck Buttons
16) The Weight Of Gold – Forest Sword

30 atriði tilkynnt á Iceland Airwaves

Iceland Airwaves tónlistarhátíðin tilkynnti fyrr í dag um 30 listamenn og hljómsveitir sem munu koma fram á hátíðinni dagana 30. október til 3. nóvember á þessu ári.  Listamennirnir eru: Midlake (US), Emiliana Torrini, FM Belfast, Girls In Hawaii (BE), Ólöf Arnalds, Retro Stefson, Amiina, Moses Hightower, Sarah MacDougall (CA), Apparat Organ Quartet, Árstíðir, Royal Canoe (CA), Kiriyama Family, Skúli Sverrisson, Hermigervill, Sun Glitters (LU), Captain Fufanu, Sign, Stafrænn Hákon, Tempel (SE), Leaves, Endless Dark, Nóra, 1860, Dimma, Auxpan, Þórir Georg, Emmsjé Gauti, Kjurr og Nini Wilson!