Ný plata frá Ólöfu Arnalds

Íslenska tónlistarkonan Ólöf Arnalds mun gefa út plötuna Palme þann 29. september. Platan fylgir á eftir plötunni Sudden Elevation sem kom út í fyrra. Á Palme nýtur Ólöf stuðnings frá tveimur samstarfsfélögum og vinum: Gunnari Erni Tynes úr múm og Skúla Sverrirsyni sem hefur unnið með tónlistarmönnum á borð við Laurie Anderson, Ryuichi Sakamoto og Blonde Redhead.

Fyrsta smáskífa plötunnar heitir Half Steady og er samin af Skúla og hægt er að hlusta á hana hér fyrir neðan.

 

Tónleikaferðalag Ólafar

 

26. ágúst 2014      Brussels                BE            Feeerieen Festival

30. ágúst 2014      Birmingham         UK           Moseley Folk Festival

31. ágúst 2014     Laois                     IE             Electric Picnic Festival

 

3. september 2014    Aarhus              DK           Aarhus Festival

9. september 2014    Hamburg           DE           Reeperbahn Festival

20. september 2014    Hamburg           DE           Reeperbahn Festival

28september 2014     Brighton           UK           Komedia Studio Bar

29september 2014     London             UK           Oslo

1. október 2014        Bristol                 UK           The Louisiana

2. október 2014        Manchester         UK           Cornerhouse

3. október 2014        Liverpool            UK           Leaf

4. október 2014        York                    UK           Fibbers

5. október 2014        Glasgow              UK           Mono

Tónleikar helgarinnar

 

 

Miðvikudagur 14. ágúst

 

Ólöf Arnalds og Skúli Sverrisson munu leika á tónleikum í Fríkirkjunni í Reykjavík. Kirkjan opnar fyrir gesti kl. 20 og tónleikar hefjast svo á slaginu 20:30. Hljómsveitin Vök mun einnig koma fram, en hún gaf nýverið út sína fyrstu plötu, EP plötuna Tension.

 

 

Fimmtudagur 15. ágúst

 

Markús & The Diversion Sessions halda tónleika í Lucky Records klukkan 17:00

 

Jazz dúettinn Singimar spilar á ókeypis Pikknikk tónleikum 15. ágúst kl. 17:00 í gróðurhúsi Norræna hússins. Singimar er samstarfsverkefni Inga Bjarna Skúlasonar á píanó og Sigmars Þórs Matthíassonar á kontrabassa.

 

Hljómsveitin Markús & The Diversion Sessions efnir til stórtónleika í Gym & Tonic sal Kex Hostel, Tónleikarnir verða kveðjutónleikar fyrir bassaleikara hljómsveitarinnar Georg Kára Hilmarsson en hann heldur út í masters nám í tónsmíðum í lok ágúst. Hljómsveitin The Diversion Sessions tók upp stutt skífu árið 2012 og mun hún vera gefin út í takmörkuðu upplagi á tónleikunum. Um upphitun sjá hljómsveitirnar Hymnalaya og Nini Wilson. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 og kostar 1000kr inn.

 

Tónleikar á Café Flóru með Skúli mennska og fleiri listamönnum.

Tónleikarnir byrja kl 20 og það er ókeypis inn.

 

Two Step Horror og Rafsteinn spila á tónleikaröð Hressingarskálans. Enginn aðgangseyrir og tónleikarnir hefjast klukkan 22:00.

 

Hljómsveitirnar Godchilla og Klikk troða upp á Dillon fimmtudaginn. Það er frítt inn og tónleikarnir hefjast klukkan 22:00.

 

 

Föstudagur 16. ágúst

 

 

BJÚDDARINN 2013, árlegt skemmtikvöld knattspyrnufélagsins Mjöðm Gallerý Knattspyrna (ef.), fer fram á skemmtistaðnum Harlem

 

Prógram:

Kippi Kaninus

Markús & the diversion sessions

DJ Margeir & Högni Egilsson

Mið-Íslands grínistarnir Bergur Ebbi & Jóhann Alfreð

Málverkauppboð

 

Hús opnar 22:00

Miðaverð: 1.000 kr.

 

 

 

 

Laugardagur 17. ágúst

 

Kveðjutónleikar Boogie Trouble á Gamla Gauknum.  Ásamt Boogie verða þarna Bárujárn, Bjór og Babies.

Hús opnar 21:00 – Tónleikar hefjast 22:00 og Aðgangseyrir er 1500 krónur en ágóði rennur óskiptur í að fjármagna væntanlega plötu hljómsveitarinnar sem mun líta dagsins ljós í vetur.

 

 

KVIKSYNÐI #6 í hliðarsal Harlem 

  • – Bjarki – Live set
  • – Hlýnun Jarðar
  • – ULTRAORTHODOX – Live set
  • – Bypass
  • – Captain Fufanu
  • Húsið opnar klukkan 23.00 og það er frítt inn!

 

 

 

 

Sunnudagur 18. ágúst

 

Tónleikar með sjálfum David Byrne og St. Vincent í Háskólabíó klukkan 20:00. Miðar eru til sölu á midi.is og það kostar 8990 í svæði B og 10999 í svæði A. Það þarf vart að kynna David Byrne eða St. Vincent (aka Annie Clark) fyrir tónlistaráhugafólki. Ferill þeirra er mislangur en afar farsæll. Þau leiddu saman hesta sína fyrir nokkrum misserum og tóku upp plötu. Afraksturinn leit dagsins ljós á síðasta ári og platan Love this Giant var af mörgum talin plata ársins 2012.

 

 

30 atriði tilkynnt á Iceland Airwaves

Iceland Airwaves tónlistarhátíðin tilkynnti fyrr í dag um 30 listamenn og hljómsveitir sem munu koma fram á hátíðinni dagana 30. október til 3. nóvember á þessu ári.  Listamennirnir eru: Midlake (US), Emiliana Torrini, FM Belfast, Girls In Hawaii (BE), Ólöf Arnalds, Retro Stefson, Amiina, Moses Hightower, Sarah MacDougall (CA), Apparat Organ Quartet, Árstíðir, Royal Canoe (CA), Kiriyama Family, Skúli Sverrisson, Hermigervill, Sun Glitters (LU), Captain Fufanu, Sign, Stafrænn Hákon, Tempel (SE), Leaves, Endless Dark, Nóra, 1860, Dimma, Auxpan, Þórir Georg, Emmsjé Gauti, Kjurr og Nini Wilson!

Fyrstu tónlistarverðlaun Reykjavík Grapevine

Í nýjasta hefti tímaritsins Reykjavík Grapevine er kunngert um fyrstu titilhafa nýtilkominna tónlistarverðlauna blaðsins, en hugmyndin með þeim er að hvetja og styðja við íslenska tónlistarmenn sem þykja bera af um þessar mundir. Dómnefnd á vegum blaðsins, sem samanstóð af útvarpsmanninum Andra Frey Viðarssyni, Kamillu Ingibergsdóttir frá Iceland Airwaves hátíðinni og fulltrúa tónlistarskríbenta blaðsins, Robert Cluness, valdi verðlaunahafa í sex flokkum í kjölfar stífra fundarhalda sem áttu sér stað við lok desembermánaðar, en einu fyrirmæli sem dómnefndin hlaut var að vera samkvæm sannfæringu sinni og úttala málin almennilega áður en komist væri að niðurstöðu.

Var það einróma dómur nefndarinnar að Hjaltalín hafi átt íslenska plötu ársins með Enter 4, sem kölluð er „framúrskarandi meistaraverk“ í rökstuðningi hennar. Lag ársins 2012 var hið sívinsæla Háa C með Moses Hightower, en þar þykir bæði textagerð, taktur og hljómagangur koma saman og mynda nær fullkomna heild sem seint verður þreytt í spilun.

Rafsveitin langlífa GusGus taldist vera besta tónleikasveit landsins, en þrátt fyrir að hún eigi öfluga keppinauta um þessar mundir og hafi ekki spilað mikið árið 2012 þótti dómnefnd ótækt annað en að sæma hana titlinum í þetta fyrsta skipti sem hann er veittur, enda hafa sporgöngusveitir á borð við Retro Stefson lært mikið af goðsögnunum sjálfum.

Skúli Sverrisson og Óskar Guðjónsson þóttu eiga eina vanmetnustu plötu ársins með samstarfsverkefninu The Box Tree, en þeim titli er ætlað að varpa ljósi og vekja athygli á tónlist sem fór ef til vill undir radarinn á liðnu ári en á þó fullt erindi við hlustendur. Af eilítið ólíkum toga er titillinn „Hljómsveit til að muna“ sem hin sívinsæla sveit Botnleðja hlaut að þessu sinni, en þar er ætlunin að hvetja lesendur blaðsins til þess að kynna sér sveitir eða tónlistarmenn sem hafa skarað fram úr á liðnum árum og sett mark sitt með svo óyggjandi hætti að tónlistarlandslag dagsins í dag væri vart hið sama hefði þeirra ekki notið við. Verður ekki annað sagt en að Hafnfirðingarnir knáu séu vel að titlinum komnir.

Það voru svo rokk æringjarnir í Muck sem dómnefndin taldi ástæðu til að verðlauna sem „Hljómsveit til að fylgjast með á komandi ári!“, en þessi háværa rokksveit þykir hafa vaxið úr öllu valdi undanfarin misseri og bíða spekúlantar þess nú spenntir að hún springi í loft upp og hrífi hinn almenna hlustenda með æsispennandi hörkukjarnamúsík sinni.

Í litlu partýi sem haldið var til að fagna verðlaununum á skemmmtistaðnum Dolly sl. föstudag tóku verðlaunahafar við verðlaunapeningum og viðurkenningaskjölum frá dómnefndarfulltrúa, auk þess sem Hjaltalín og rapparinn Gísli Pálmi tóku lagið. „Hugmyndin með þessari verðlaunaafhendingu allri er að gefa fólki klapp á bakið sem á það vonandi skilið,“ segir Haukur S. Magnússon, yfirritstjóri Reykjavík Grapevine. “Við vildum ekki vera með neinn íburð eða neitt, bara búa til litla dómnefnd með kláru fólki og halda svo smá partý með bjór og næs sem fyrst og fremst var ætlað tónlistarmönnunum sjálfum, þar sem þeir gætu boðið vinum og vandamönnum að eiga með sér notalega kvöldstund.”

 

Auk verðlaunapeninga og viðurkenningaskjala hljóta sveitirnar einnig límmiða til að skreyta plötur sínar með, svo þær geti selt á túristamarkaðnum, en handhafar plötu ársins fengu einnig gistingu á Hótel Búðum og flytjendum lags ársins er boðið út að borða á Tapas Barnum. “Ákaflega margir viðriðnir útgáfu Reykjavík Grapevine hafa jafnframt staðið í tónlistarstússi og við vildum þessvegna reyna að gera þetta bara svona eins og við hefðum sjálf fílað ef við myndum vinna einhver verðlaun. Engar tilnefningar eða stress, bara medalíur og bjór og svona dót sem er vonandi gagnlegt, eins og þessir límmiðar,” segir Haukur.” Eins og allir vita byggjum við á Grapevine afkomu okkar á því að skrifa fyrir ferðalanga og enskumælandi Íslendinga og framlag íslenskra tónlistarmanna til þess að gera landið eftirsóknarvert til heimsókna og jafnvel langdvala verður seint ofmetið. Við reynum að fylgjast glöggt með þessum músíköntum allt árið um kring og umfjallanir um þá eru með vinsælasta efni blaðsins. Því er ekkert eðlilegra en að við reynum að þakka einhvernvegin fyrir okkur og ég held að svona verðlaunanæs sé alveg fín leið til þess.”

Nánari rökstuðning fyrir valinu í hverjum flokki fyrir sig, auk útskýringa á dómnefndarferlinu öllu má finna í nýju hefti Reykjavík Grapevine, sem kom á göturnar og á netið sl. föstudag og er að vanda stútfullt af allskyns kræsingum (meðal annars ótrúlega lofsamlegum dómi um Hjaltalín plötuna).