Sin Fang, Sóley and Örvar Smárason úr hljómsveitinni múm munu gefa út lag saman í lok hvers mánaðar á árinu 2017. Fyrsta lagið heitir Random Haiku Generator og kom út í dag. Um er að ræða power-ballöðu með raftónlistar áhrifum.
Tag: múm
Ný plata frá Ólöfu Arnalds
Íslenska tónlistarkonan Ólöf Arnalds mun gefa út plötuna Palme þann 29. september. Platan fylgir á eftir plötunni Sudden Elevation sem kom út í fyrra. Á Palme nýtur Ólöf stuðnings frá tveimur samstarfsfélögum og vinum: Gunnari Erni Tynes úr múm og Skúla Sverrirsyni sem hefur unnið með tónlistarmönnum á borð við Laurie Anderson, Ryuichi Sakamoto og Blonde Redhead.
Fyrsta smáskífa plötunnar heitir Half Steady og er samin af Skúla og hægt er að hlusta á hana hér fyrir neðan.
Tónleikaferðalag Ólafar
26. ágúst 2014 Brussels BE Feeerieen Festival
30. ágúst 2014 Birmingham UK Moseley Folk Festival
31. ágúst 2014 Laois IE Electric Picnic Festival
3. september 2014 Aarhus DK Aarhus Festival
9. september 2014 Hamburg DE Reeperbahn Festival
20. september 2014 Hamburg DE Reeperbahn Festival
28. september 2014 Brighton UK Komedia Studio Bar
29. september 2014 London UK Oslo
1. október 2014 Bristol UK The Louisiana
2. október 2014 Manchester UK Cornerhouse
3. október 2014 Liverpool UK Leaf
4. október 2014 York UK Fibbers
5. október 2014 Glasgow UK Mono
Bestu íslensku lög ársins 2013
30) Before – Vök
29) Maelstrom – Útidúr
28) Á Hvítum Hesti – Skúli mennski
27) MacGyver og ég – Sveinn Guðmundsson
26) Hve Ótt ég ber á – VAR
25) Autumn Skies #2 – Snorri Helgason 2. 01 Autumn Skies #2
24) Blóðberg – Mammút
23) All Is Love – M-band
22) Restless (ft. Unnsteinn) – Sisy Ey
21) Again – Good Moon Deer
20) Cheater – Love & Fog
19) Release Me (ft. DJ YAMAHO) – Intro Beats
18) Harlem Reykjavík – Hermigervill
17) 1922 – Kristján Hrannar
16) Aheybaró – Kött Grá Pjé & Nolem
Lög í 15. – 1. sæti
Bestu íslensku plötur ársins 2013
20) Þórir Georg – Ælulykt
19) Tilbury – Northern Comfort
18) Útidúr – Detour
17) Oyama – I Wanna
16) Ojba Rasta – Friður
15) Nolo – Human
14) Sigur Rós – Kveikur
13) Emiliana Torrini – Tookah
12) Ólöf Arnalds – Sudden Elevation
11) Per: Segulsvið – Tónlist fyrir Hana
Gasvinur:
10) Tonmo – 1
Hinn 19 ára gamli reykvíkingur Tómas Davíð sem gengur undir listamannsnafninu Tonmo gaf út sína fyrstu ep plötu á árinu. Platan sem nefnist 1 er 8 laga raftónlistarplata undir áhrifum hip-hop og chillwave sem rennur ljúft í gegn. Tómas samdi og tók upp plötuna þegar hann bjó í Huntington Beach í Kaliforníu fyrr á árinu.
9) Cell7 – Cellf
Tónlistarkonan Ragna Kjartansdóttir úr hinni sálugu hip-hop hljómsveit Subterranean snéri til baka á árinu með sína fyrstu sólóplötu, Cellf. Á plötunni nýtur Ragna aðstoðar þeirra Introbeats og Earmax við taktsmíðar á frábærri hip hop plötu sem inniheldur jafnt grípandi partýslagara og pólitískar bollaleggingar. Ragna hefur engu gleymt í rappinu þrátt fyrir langa pásu og flæðir eins og jökulá í leysingum.
8) Snorri Helgason – Autumn Skies
Þriðja plata Snorra Helgasonar, Autumn Skies, gefur fyrri verkum Snorra ekkert eftir og minnir á köflum talsvert á Dylan á Nashville Skyline. Kántrískotið þjóðlagapoppið umvefur mann eins mjúkt teppi og er tilvalið til að orna sér við á köldum vetrarnóttum. Án efa notalegasta plata ársins.
7) Jóhann Kristinsson – Headphones
Þriðja plata Jóhanns Kristinssonar, Headphones, er heilsteypt og persónulegt verk þar sem tónlistarmaðurinn sýnir mikil þroskamerki í lagasmíðum. Upptökur og hljómur eru fádæma fullorðins og þó lítið hafi farið fyrir plötunni er hún ákaflega stór í sniðum. Jóhann klífur í hæstu hæðir mikilfengleika og dramatíkur í mörgum epískum lögum og framkallar gæsahúðir á gæsahúðir ofan.
6) Mammút – Komdu til mín svarta systir
Þriðja plata Mammút var lengi í smíðum en fimm ár eru liðin frá því að sveitin sendi frá sér plötuna Karkari. Útkoman er þyngri hljómur og þéttari lagasmíðar án þess að tapa neinu af ungæðislegum kraftinum sem einkenndi fyrri verk sveitarinnar.
5) Ruxpin – This Time We Go Together
Það fer ekki mikið fyrir Ruxpin í íslenskri tónlistarsenu en hann lætur verkin tala. Platan This Time We Go Together er feikilega áferðarfalleg og hugvitssamleg raftónlistarplata, sem minnir um margt á Boards of Canada og aðgengilegri hliðar Aphex Twin og Autechre.
4) Just Another Snake Cult – Cupid Makes A Fool of Me
Lo-Fi skrýtipoppsveitin Just Another Snake Cult er einstaklingsverkefni Þóris Heydal en hann gaf út hina frábæru og fjölbreyttu plötu Dionysian Season árið 2010. Í haust gaf Þórir út plötuna Cupid Makes A Fool of Me sem hefur að geyma draumkennt hljóðgerflapopp að bestu gerð. Það eru fleiri hugmyndir í einu lagi á Cupid en finnast á breiðskífum flestra tónlistarmanna og mikið um vinstri beygjur og óvæntar stefnubreytingar. Það mætti segja að platan sé losaraleg í besta skilningi þess orðs, alls konar mismunandi hugmyndir sem hanga rétt svo saman, en samt á akkúrat réttan hátt. Plata sem hljómar ekki eins og neitt annað í íslenskri tónlistarsenu.
3) Múm – Smilewound
Hljómsveitin múm gaf út sína sjöttu breiðskífu fyrr á þessu ári. Plötunnar sem ber nafnið Smilewound hafði verið beðið með mikilli eftirvæntingu en hún markaði endurkomu Gyðu Valtýsdóttur, söngkonu og sellóleikara, sem hætti í sveitinni fyrir meira en áratug síðan. Útkoman er aðgengilegasta plata hljómsveitarinnar til þessa.
2) Grísalappalísa – Ali
Hljómsveitin Grísalappalísa var stofnuð árið 2012 af Gunnari Ragnarssyni og Sigurði Möller Sívertsen úr hinni sálugu Jakobínurínu, Bergi Thomas Anderson úr Oyama, Alberti Finnbogasyni og Tuma Árnasyni úr The Heavy Experience ásamt Baldri Baldurssyni. Platan Ali er einn sterkasti frumburður íslenskrar rokksveitar sem litið hefur ljós í langan tíma. Á henni blandast groddaleg nýbylgja við súrkálsrokk og sækadelíu með íslenskum textum sem eiga meira skylt við framsækna ljóðlist en hefðbundna rokktexta.
1) Sin Fang – Flowers
Sindri Már Sigfússon er einn afkastamesti tónlistarmaður landsins um þessar mundir en gæðastandarinn á efninu er þó alltaf jafn hár. Hann er stöðugt að þróast sem lagasmiður og Young Boys og What’s wrong with your eyes eru með allra bestu lögum ársins. Platan er tekin upp af Alex Somers sem galdrar fram ævintýralega hljóm þar sem fyllt er upp í hverja einustu glufu með áhugaverðum hljóðum án þess þó að verða nokkurn tímann ofhlaðinn.
Straumur 9. september 2013
Í Straumi í kvöld kíkjum við á nýtt efni frá Arcade Fire, múm, MGMT, Macinedrum, Holy Ghost!, M.I.A. Emilíönu Torrini, CHVRCHES og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra á slaginu 23:00 í kvöld á X-inu 977!
Straumur 9. september 2013 by Straumur on Mixcloud
1) Candlestick – múm
2) When Girls Collide – múm
3) Reflektor – Arcade Fire
4) Come Walk With Me – M.I.A
5) Introspection – MGMT
6) An Orphan of Fortune – MGMT
7) We Sink – CHVRCHES
8) You Caught The Light – CHVRCHES
9) Caterpillar – Emilíana Torrini
10) Animal Games – Emilíana Torrini
11) Oblivion (Grimes cover) – Franz Ferdinand
12) Ships – September Girls
13) Oxfords and Wingtips – Upset
14) Gunshotta – Machinedrum
15) Center Your Love – Machinedrum
16) Bridge and Tunnel – Holy Ghost
17) In The Red – Holy Ghost
18) Lost it to trying – Son Lux
19) Underwater Snow – múm
Nýjustu plötu múm streymt
Hljómsveitin múm gerði rétt í þessu sína sjöttu breiðskífu aðgengilega til streymis í gegnum tónlistarvefritið Pitchfork. Plötunnar, sem ber nafnið Smilewound, hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu en hún markar endurkomu Gyðu Valtýsdóttur, söngkonu og sellóleikara, sem hætti í sveitinni fyrir meira en áratug síðan. Síðasta hljóðversplata sveitarinnar kom út árið 2009 en í fyrra kom út safnplatan Early Birds með óútgefnu og sjaldgæfu efni frá bandinu. Hlustið á streymið af plötunni á hér.
Einstakt partý í Ásbrú – Fyrsta kvöld ATP
Fyrsta All Tomorrow’s Parties tónlistarhátíðin hér á landi er merkilegur viðburður í íslensku tónlistarlífi en hátíðin er þekkt fyrir einstakt andrúmsloft og metnaðarfulla dagskrá með áherslu á óháða tónlistarmenn. Stemmningin var vinaleg þegar ég mætti á svæðið eylítið seint og inni í Atlantic Studios skemmunni var Mugison að rokka úr sér lungun í lokalaginu. Veðrið skartaði blíðu og á planinu fyrir utan var hægt að kaupa sér mat og góð tónlist ómaði úr hátalarakerfinu.
Velkomin aftur
Múm voru næst að koma sér fyrir á sviðinu en tónleikar með þeim hér á landi eru fágæti sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Það kom mér skemmtilega á óvart að Gyða Valtýsdóttir, sem hætti í sveitinni fyrir meira en 10 árum síðan, var með þeim á sviðinu og söng við hlið Mr. Sillu ásamt því að spila á selló. Þá muldraði og kyrjaði Örvar í gegnum skrýtinn míkrafón og raddirnar þrjár hlupu hringi í kringum hvor aðra. Þau tóku meðal annars nýtt lag sem var drungalegt rafpopp í anda Bat For Lashes þar sem Gyða fór náttúruhamförum á sellóinu.
Á ‘etta og má’etta
Næstur á svið var aldraði nýbylgjufauskurinn Mark E. Smith, leiðtogi og einræðisherra hljómsveitarinnar The Fall. Þetta var með skrýtnari tónleikaupplifunum sem undirritaður hefur upplifað en skoðanir áhorfenda skiptust í andstæða póla um ágæti hennar. Smith ráfaði rallhálfur um sviðið og tuggði tyggjó af miklum móð milli þess sem hann spýtti textunum slefmæltur og drafandi út úr sér með óskiljanlegum Cockney hreim. Hljómsveitin hans var eins og vel smurð cadilac vél og dúndraði út groddaralegu póstpönki en Smith gerði hins vegar allt sem í hans valdi stóð til að angra þau.
Hann sparkaði niður trommumækum, glamraði á hljómborð, hækkaði og lækkaði í hljóðfærum á víxl og stundum bara ýtti hann við greyi hljóðfæraleikurunum. Hann virðist fara með hljómsveitina eftir „Ég á’etta, ég má’etta“ hugmyndafræði. Svo ekki sé minnst á að hann lítur út eins og Gollum og lét á köflum eins og sauðdrukkinn predikari. Hljómsveitin virtist gera sér fyllilega grein fyrir stöðu sinni í bandinu sem þrælar og voru ótrúlega þolinmóð gagnvart þessari fautalegu framkomu. Ég er kannski svona illa innrættur en ég hafði bara nokkuð gaman að sjónarspilinu. Þetta var allavega eitthvað sem maður sér ekki á hverjum degi.
Leðjan langt frá botninum
Botnleðja hafa engu gleymt og rokkuðu af sér punginn fyrir nostalgíuþyrsta áhorfendur í skemmunni. Þeir renndu í gegnum marga af sínum helstu slögurum ásamt nokkrum nýjum lögum, meðal annars því seinasta, sem hljómaði eins og handboltasigursöngur þar sem þeir nutu aðstoðar kórs. Áhorfendur tóku hins vegar best við sér í lögunum af Drullumalli og ætluðu þá bókstaflega að ærast. Í einu laginu kom síðan plötusnúðurinn og fyrrum meðlimurinn Kristinn Gunnar Blöndal og refsaði hljóðgervlinum sínum eins og rauðhærðu stjúpbarni, og hreinlega nýddist á pitchbend hjólinu af fádæma krafti.
Sýrulegnir byssumenn frá San Fransisco
The Oh Sees er sérkennilegur kvartett frá San Fransisco sem spila afar hressilega blöndu af sækadelic og garage rokki. Leiðtogi hennar, John Dwyer, lítur út eins og „surfer dude“ og hefur mjög sérstakan stíl á gítarnum, heldur honum hátt uppi á brjóstkassanum og mundar hann eins og riffill. Oft brast á með villtum spunaköflum þar sem mörgum gítarstrengjum var misþyrmt í ofsafengnu sýrusulli. Dwyer var hinn reffilegasti á sviðinu og hrækti á gólfið meðan trommuleikarinn var sem andsetinn í tryllingslegum sólóum. Þetta var svo sannarlega skynörvandi reynsla og bestu tónleikarnir þetta kvöldið.
Stórskotahríð á hljóðhimnur
Ég var svo eftir mig eftir Oh Sees að Ham bliknuðu nokkuð í samanburðinum en skiluðu þó sínu á skilvirkan og harðnákvæman hátt eins og þeirra er von og vísa. Það var nokkuð farið að fækka í skemmunni þegar annar borgarfulltrúi kvöldsins, Einar Örn, steig á svið ásamt Ghostigital flokknum. Óhljóðadrifið tekknó-ið sem þeir framleiða er ekki allra en ég kann vel að meta svona árás á hljóðhimnurnar. Abstrakt ljóð Einars Arnars hafa verið áhugaverð síðan hann var í Purrkinum en línur eins og „Ég er með hugmynd. Hún er svo stór að mig verkjar í heilann,“ gætu þó líst tilfinningum þeirra sem minnstar mætur hafa á hljómsveitinni.
Fyrsta kvöld hátíðarinnar var í flestalla staði stórvel heppnað; hljómsveitirnar voru góðar, sándið frábært og andrúmsloftið inni og úti alveg einstaklega afslappað og ólíkt öðrum tónlistarhátíðum sem undirritaður hefur sótt. Það var ekki vesen eða leiðindi á nokkrum manni, en þeim mun meira um bros og almennilegheit og gæslan hafði greinilega ekki mikið að gera. Atlantic Studios hentar greinilega einstaklega vel til tónleikahalds og það er vonandi að hún verði nýtt betur til slíks í framtíðinni. Fylgist vel á með á straum.is því umfjöllun um seinna kvöld hátíðarinnar er væntanleg á morgun.
Davíð Roach Gunnarsson
Nick Cave and the Bad Seeds aðalnúmerið á All tomorrow’s parties
Nick Cave mun verða aðalnúmerið á tónlistarhátíðinni All Tomorrows Parties sem verður haldin á varnarliðssvæðinu í Reykjanesbæ þann 28. og 29. júní næstkomandi. Nick Cave spilaði síðast á Íslandi árið 2006 en hljómsveitin hans, The Bad Seeds, kom síðast fram á Íslandi árið 1986 þegar Nick Cave heimsótti Ísland í fyrsta sinn.
Tónlistardagskrá hátíðarinnar verður ekki af verri endanum en auk Nick Cave & The Bad Seeds munu eftirtaldar hljómsveitir koma fram:
THE FALL
THE NOTWIST
THEE OH SEES
DEERHOOF
MÚM
HAM
DEAD SKELETONS
MUGISON
SQÜRL (með leikstjórann Jim Jarmusch fremstan í flokki)
AMIINA
VALGEIR SIGURÐSSON
GHOSTIGITAL
PUZZLE MUTESON
ÆLA
KIMONO
APPARAT ORGAN QUARTET
HJALTALÍN
SNORRI HELGASON
Auk tónlistardagskrár verður í boði kvikmyndadagskrá í Andrews Theather sem Jim Jarmusch mun meðal annarra sjá um og Popppunktur í boði Dr. Gunna.
Hátíðin var fyrst haldin árið 2000 í Bretlandi en hefur síðan fært út í kvíarnar undanfarin ár og meðal annars átt útibú á Spáni, Ástralíu, Japan og Bandaríkjunum og ávallt lagt áherslu á óháða og framsækna tónlistarmenn. Íslenska hátíðin mun fara fram í fyrrum herstöð Bandaríkjamanna, Ásbrú, en þar verða tvö svið þar sem hljómsveitir koma fram og eitt kvikmyndahús sem mun sýna tónlistartengdar myndir meðan á hátíðinni stendur. Nánari upplýsingar og miðasölu má finna á heimasíðu hátíðarinnar.
Fleiri listamenn bætast við Iceland Airwaves
Iceland Airwaves tónlistarhátíðin tilkynnti fyrr í dag um 8 listamenn sem munu koma fram á hátíðinni dagana 30. október til 3. nóvember á þessu ári. Þeir listamenn sem tilkynntir voru eru; Múm, Sin Fang, danska söngkonan MØ, Bloodgroup, Metz frá Kanada, Young Dreams frá Noregi, Oyama og Sumie Nagano frá Svíþjóð.
Lag með múm og Kylie Minogue
Samstarfsverkefni íslensku hjómsveitarinnar múm og söngkonunnar Kylie Minogue leit dagsins ljós í dag. Lagið Whistle var unnið með Árna Rúnari úr FM Belfast og var notað í kvikmyndinni Jack & Diane. Hljómsveitin stefnir á útgáfu á nýrri plötu næsta haust og er líklegt að lagið verði þar að finna.