Fleiri listamenn bætast við Iceland Airwaves

Iceland Airwaves tónlistarhátíðin tilkynnti fyrr í dag um 8 listamenn sem munu koma fram á hátíðinni dagana 30. október til 3. nóvember á þessu ári. Þeir listamenn sem tilkynntir voru eru; Múm, Sin Fang, danska söngkonan  MØ, Bloodgroup, Metz frá Kanada,  Young Dreams  frá Noregi,  Oyama og Sumie Nagano frá Svíþjóð.