Bestu íslensku plötur ársins 2019

20) Kuldaboli – Stilleben 053

19) sideproject  – sandinista release party / ætla fara godmode

18) Sad Party – Sin Fang

17) Ásta Pjétursdóttir – Sykurbað

16) TSS – Rhino

15) kef LAVÍK – Blautt heitt langt vont sumar

14) Korter í flog – Anna & Bernhard Blume (drepa alla fasista)

13) Andy Svarthol – Mörur

12) Konsulat – …og rósir

11) Rauður – Semilunar

10) Markús – Counting Sad Songs

9) Gróa – Í glimmerheimi

8) Felix Leifur – Brot 1

7) Sykur – Já takk!

6) Skoffín – Skoffín bjargar heiminum

5) Pink Street Boys – Heiglar

4) Bjarki – Happy earthday

3) Sunna Margrét – Art Of History

2) K.óla – Allt Verður alltílæ

1) Grísalappalísa – Týnda rásin

Bestu íslensku lög ársins 2019

25) Heyri Ekki (ft. Don Tox) – Daði Freyr

24) Silki – Ari Árelíus

23) No Summer – Sin Fang

22) Oculi Cordis – Andy Svarthol

21) Brot 5 – Felix Leifur

20) Art Of History – Sunna Margrét

19) Rússíbani – Kraftgalli

18)Love From 99 (Hermigervill remix) – Hjaltalín

17) Eitt Krækiber Í Helvíti – kef LAVÍK

16) Glamra á minn gítar – Pink Street Boys

15) deux – ROKKY

14) Skoffín flytur í borgina – Skoffín 

13) Taking a Part of Me – JFDR

12) Semilunar – Rauður

11) Smoking – TSS

10) The Mandarin – Wanton Boys Club

9) Enn að læra – GKR

8) Svefneyjar – Sykur

7) Bungee Gum (ft. GRÓA) – Korter í flog

6) Súsí Lizt  – Jón Þór

5)Plastprinsessan vaknar – K.óla

4)Þrjúhundruðsextíuogfimmdagablús (sjáðu hjónin) – Grísalappalísa

3) Falskar Ástir – Floni

2) Hollustufjarki – Konsulat

1) Er ekki á leið – Markús

Listi á Spotify með öllum lögunum:

Straumur 4. nóvember 2019

Í Straumi í kvöld kíkir Gunnar Ragnarsson söngvari Grísalappalísu í heimsókn og segir okkur frá Týndu rásinni, auk þess sem farið verður yfir nýtt efni frá FKA twigs, Einar Indra, Frank Ocean og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra á X-inu 977 á slaginu 23:00

1) Þjúhundruðsextíuogfimmdagablús (sjáðu hjónin) – Grísalappalísa

2) Sad Day – FKA twigs

3) mirrored heart – FKA twigs

4) Týnda rásin I – Grísalappalísa

5) Undir sterku flúorljósi – Grísalappalísa

6) Canto! – Cate Le Bon & Bradford Cox

7) In My Room – Frank Ocean

8) Way Chill – Bella Boo

9) Shells – Teebs

10) Smash My Head – CocoRosie

11) Mostrami Come – KOKO

12) Dóttir – Einar Indra

Straumur 28. október

Í Straumi í kvöld kíkir Sindri Már Sigfússon úr Sin Fang og Seabear í heimsókn, auk þess sem farið verður yfir nýtt efni frá Grísalappalísu, Sykur, Kanye West, Teebs, Sassy 009 og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra á X-inu 977 á slaginu 23:00

1) Selah – Kanye West

2) Use This Gospel – Kanye West

3) Þurz2 – Grísalappalísa

4) I Might Be Time – Tame Impala

5) Constellations – Sin Fang

6) Waterphone – Seabear

7) Happiness – Sin Fang

8) Maybe In The Summer – Sassy 009

9) Svefneyjar – Sykur

10) Kókídós – Sykur

11) Something Awaits – Árni Vil & Teitur Magnússon

12) Atoms Song (ft. Thomas Stankiewicz) – Teebs

Nýtt lag og myndband frá Grísalappalísu

Hljómsveitin Grísalappalísa sleppti nýju lagi og myndbandi frá sér fyrr í dag sem nefnist Kvæðaþjófurinn en þetta er það fyrsta sem heyrist frá bandinu í nokkurn tíma og heldur bandið sína fyrstu tónleika í rúmt ár næstkomandi laugardagskvöld á Sæmundi í sparifötunum á KEX Hostel.  Hljómsveitin sem skipuð er þeim Albert Finnbogasyni, Baldri Baldurssyni, Bergi Thomas Anderson, Gunnari Ragnarssyni,  Rúnari Erni Marinóssyni, Sigurði Möller Sívertssen og Tuma Árnasyni. Grísalappalísa vinnur nú að sinni þriðju breiðskífu sem mun líta dagsins ljós á næstu mánuðum.

 

Purumenn – Fyrir jól

Jólasveitin Purumenn sendi í dag frá sér ábreiðu af laginu Fyrir Jól með þeim feðginum Björgvini Halldórssyni og Svölu Björgvins sem í raun er ábreiða af ítalska laginu Voulez Vous Danser með Ricchi e Pover sem hefur ekkert með jólin að gera. Purumenn samanstendur af þeim Gunnari Ragnarssyni og Tuma Árnasyni úr Grísalappalísu og Steinunni Harðardóttur öðru nafni dj flugvél og geimskip en þau gerðu myndbandið ásamt Andra Eyjólfssyni. Bókanir á jólaskemmtanir fara fram í gegnum purumenn@gmail.com

 

Lokatónleikar á Lunga laugardaginn 18. júlí

SYKUR, Grísalappalísa, Gangly, Reykjavíkurdætur, Sturla Atlas og dj. flugvél og geimskip koma fram á lokatónleikum Lunga sem fara fram á  laugardaginn. LungA fagnar 15 ára afmæli sínu í sumar og munu þessir stórtónleikar setja lokapunktinn á þessa frábæru hátíð. Tónleikasvæðið við gömlu fiskvinnsluna verður ævintýraleg upplifun í sjálfu sér og á sérsmíðuðu sviði LungA munu hljómsveitirnar koma fram

Athugið að miðinn kostar 5.900 kr á tix.is til miðnættis 17. júlí. Eftir að miðasölu lokar á netinu verður einungis hægt að versla miða við hurð á tónleikdardaginn, kostar þá miðinn 6.900 kr.

 

Bestu íslensku lög ársins 2014

30. Hossa Hossa – Amaba Dama

 

29. Svínin þagna – Úlfur Kolka

 

28. The Music – Worm Is Green

 

27. Specters – kimono

 

26. FM Acid Lover – Futuregrapher

 

25. 100 kg – Pretty Please

 

24. I’m Leaving – Low Roar

 

23. Quiet Storm – Asonat

 

22. Circus Life – Fufanu

 

21. Held – Kiasmos

 

20. Special Place – Muted

 

19. Old Snow – Oyama

 

18. Brewed In Belgium – Hermigervill

 

17. Until We Meet Again (Applescal Remix) – Tonik Ensemble

 

16. Cut – russian.girls

 

15. Mánadans – Kælan Mikla

 

14. Vinur vina minna – Teitur Magnússon

 

13. Absolute Garbage – Singapore Sling

 

12. Strange Loop – Sykur

 

11. Venter (Evian Christ remix) – Ben Frost

 

10. Steinunn – Boogie Trouble

Diskóið er eins og rottur og kakkalakkar, það mun aldrei deyja út, en þegar erfðaefnið er eins gott og Boogie Trouble eru allar líkur á því að það auki við kyn sitt. Eftirvæntingin eftir fyrstu breiðskífu Boogie Trouble er orðin umtalsverð og ekki minnkaði hún í vor þegar lagið Steinunn kom út. Fyrstu bassanóturnar framkalla strax kippi í líkamanum sem aukast þegar wah-wah gítarinn bætist við og í viðlaginu ætti allur líkaminn að vera kominn á mikla hreyfingu. Steinunn beyglar munninn því hún er að fara beinustu leið á ball.

9. Expanding – Páll Ivan frá Eiðum

Páll Ívan frá Eiðum stimplaði sig rækilega inn á árinu með þeim drungalega rafgjörningi sem lagið Expanding er. Hikstandi bassi, stafrænir skruðningar og draugaleg röddin er uppistaðan í þessari rafrænu hryllingsvögguvísu, og myndbandið er eitt það besta sem kom á árinu.

8. Distant Lover – Myndra

Firnasterkt indípopp með óaðfinnanlegum hljómi, grípandi viðlagi, singalong-kafla og óvenjulegum ryðma.


7. Evel Knievel – Pink Street Boys

Evel Knievel er eins og tónlistarlegt ígildi ryðgaðs hnífs sem er stungið í síðuna á þér og snúið og juggað í hringi og fram og til baka. Ekki tónlist til að slást við heldur tónlist sem slæst við þig. Rokk sem veður inn á skítugum strigaskónum og sparkar í rassa, punga, píkur og bara allt sem verður á vegi þess. Ekki ferskur andblær heldur sterk andremma sem fyllir upp í vit smáborgaralegrar fagurfræði og skilur eftir sig slóð eyðileggingar, tómra ódýrra bjórdósa og sígarettustubba.

6. The End – Fm Belfast

Gleðisveit landsins kemur með enn einn elektró-smellinn sem gætti brætt hjörtu allra hörðustu bölsýnismanna. Því FM Belfast eru vinir þeirra líka.

5. Ever Ending Never – M-band

Jon Hopkins hittir Gus Gus á bar í Berlín, þeir skella sér á Berghain og enda svo í eftirpartýi hjá Caribou snemma morguns þar sem sólin skín í gegnum gluggatjöldin. Svona kvöld sem þú vildir óska að myndi aldrei enda. Fljótandi tekknó sem seytlar jafnt inn í undirmeðvitundina og blóðrásina.

4. Flýja – Grísalappalísa

Á síðari plötu Grísalappalísu, Rökréttu Framhaldi, stækkuðu þeir út hljóðheim sinn og hvergi heyrðist það betur en í því stórbrotna ferðalagi sem lagið Flýja er. Hyldjúp ballaða sem hljómar á köflum eins og Lou Reed, Bob Dylan eða Serge Gainsbourg með epískri strengjaútsetningu sem á í samtali við lagið frekar en bara að fylgja því.

3. Crossfade – Gusgus

Crossfade er það sterkt lag að við mundum eftir því eftir tónleika á Sónar í febrúar 2013, alveg þangað til það kom loksins út rúmlega ári síðar í apríl á þessu ári. En biðin var vel þess virði, hljómurinn vélrænn en samt þokkafullur og textinn ljúfsár óður til upphafsára danstónlistarinnar í bland við kynferðislega undirtóna. Dökk og kynþokkafull rödd Daníels Ágúst bergmálar út í eilífðina í versunum og bjartur barítónn Högna í viðlaginu er fullkomið mótvægi.

2. Fuck With Someone Else – Gangly

Íslenskt svar við FKA Twigs, framúrstefnulegt Trip Hop með bragðaref af stafrænum, hliðrænum og lífrænum hljóðum og röddum sem eru skældar og teigðar í ótal áttir. Algjör andstæða við fyrsta sætið á listanum, frámunalega móðins, kosmópólítan og erlendis þar sem kúlið er meitlað í stein.

1. París Norðursins – Prins Póló

Það kom aldrei neitt annað til greina. Grófur synþabassinn, dúndrandi bassatromman og textinn eins og Hrafns Gunnlaugs-leg greining á stemmningu og helstu persónum í erkitýpísku íslensku sjávarþorpi. Knappt, hnyttið, beint í mjaðmirnar og ör í hjarta þjóðarsálar. Hljómar eins og diskókúla í síldarbrennslu eða reif í frystihúsi, eins íslenskt og það gerist. Meira að segja ofspilunin hefur ekki bitið á því. Prins Póló á Bessastaði!

Bestu íslensku plötur ársins 2014

10. Asonat – Connection

Rafpoppsveitin Asonat gaf út sína aðra plötu, Connection, þann 30. september. Platan er ákaflega heilsteypt og eru hápunktar hennar gullfallega opnunarlagið Quiet Storm, hið draumkennda Rather Interesting, Before it Was og lokalagið This Is The End.

 

9. Gus Gus – Mexico

Á plötunni Mexico halda Gusgus-liðar áfram að fullkomna melódíska tekknóið sem þeir eru þekktastir fyrir með góðum árangri. Það sem stendur helst upp úr er hinar frábæru strengjaútsetningar sem binda plötuna saman.

8. Ben Frost – Aurora

A U R O R A er án efa aðgengilegasta og sterkasta verk Ben Frost hingað til. Á plötunni nær Frost að skapa einstakan hljóðheim með mögnuðu samspili hávaða og þagna.

 

7. Fm Belfast – Brighter Days

Á sinni þriðju plötu, Brighter Days, tekst FM Belfast að viðhalda þeirri gleði sem hefur einkennt þeirra fyrri verk ásamt því að sýna þroska í lagasmíðum og söngútsetningum.

6. Börn – Börn

Vandað íslenskt post-punk með skemmtilega hráum hljóðheimi og grípandi lögum.

 

 

5. Oyama – Coolboy

Fyrsta plata Oyama Cool boy er full af draumkenndu skóglápi með hljómi af bestu sort.

4. Grísalappalísa – Rökrétt framhald

Önnur plata Grísalappalísu, Rökrétt Framhald, er ekki eins rökrétt framhald og mætti skilja af titlinum. Munurinn liggur í að platan er ekki eins mikil eining og þeirra fyrsta plata. Hljómsveitin  blandar saman allskonar áhrifum án tillits til heildar og útkoman er sú að nokkur af sterkustu lögum ársins er að finna á einni og sömu plötunni.

3. Óbó – Innhverfi

Með plötunni Innhverfi hefur Ólafur Björn Ólafsson eða Óbó gefið út eina af fegurstu plötum sem komið hafa út á Íslandi síðustu ár. Platan er þó alveg laus við þær klisjur sem oft einkenna slíkar plötur og rennur látlaust í gegn. Ljúf og nær áreynslulaus túlkun Óbó er til fyrirmyndar.

 

2. Pink Street Boys – Trash from the boys

Trash From The Boys með hljómsveitinni Pink Street Boys er ein sú hressasta rokkplata sem komið hefur út á Íslandi á í langan tíma. Platan var unnið upp úr aukalögum frá bandinu og sett saman af plötufyrirtækinu Lady Boy Records sem gáfu hana svo út á kassettu. Innihaldi plötunnar mætti líkja við kalda vatnsgusu í andlitið og er hún mjög lýsandi fyrir tónleika sveitarinnar.

 

1. M-Band – Haust

Á sinni fyrstu stóru plötu, Haust, messar Hörður Már Bjarnason yfir hlustendum með drungalegu sálartekknói, sem stundum minnir á blöndu af hinum breska Jon Hopkins og Gusgus. Hápunktur plötunnar er hið stórbrotna Ever Ending Never sem er leitt áfram af hoppandi endurteknum hljóðgervli.

Grísalappalísa breiða yfir Stuðmenn

Reykvíska hljómsveitin Grísalappalísa gefur út nýja sjötommu fyrir jól sem nefnist Grísalappalísa syngur Stuðmenn. Hljómsveitin naut aðstoðar dj. flugvél og geimskip á plötunni sem fylgir á eftir eftirminnilegri sjötommu frá seinasta ári þar sem sveitin lék lög eftir Megas.

Fyrsta lagið til að heyrast af væntanlegri smáskífu er  lagið Strax í Dag eftir Stuðmenn sem var sungið af Steinku Bjarna á sínum tíma.

ljósmynd: Daníel Starrason