Purumenn – Fyrir jól

Jólasveitin Purumenn sendi í dag frá sér ábreiðu af laginu Fyrir Jól með þeim feðginum Björgvini Halldórssyni og Svölu Björgvins sem í raun er ábreiða af ítalska laginu Voulez Vous Danser með Ricchi e Pover sem hefur ekkert með jólin að gera. Purumenn samanstendur af þeim Gunnari Ragnarssyni og Tuma Árnasyni úr Grísalappalísu og Steinunni Harðardóttur öðru nafni dj flugvél og geimskip en þau gerðu myndbandið ásamt Andra Eyjólfssyni. Bókanir á jólaskemmtanir fara fram í gegnum purumenn@gmail.com

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *