Nýtt lag og myndband frá Grísalappalísu

Hljómsveitin Grísalappalísa sleppti nýju lagi og myndbandi frá sér fyrr í dag sem nefnist Kvæðaþjófurinn en þetta er það fyrsta sem heyrist frá bandinu í nokkurn tíma og heldur bandið sína fyrstu tónleika í rúmt ár næstkomandi laugardagskvöld á Sæmundi í sparifötunum á KEX Hostel.  Hljómsveitin sem skipuð er þeim Albert Finnbogasyni, Baldri Baldurssyni, Bergi Thomas Anderson, Gunnari Ragnarssyni,  Rúnari Erni Marinóssyni, Sigurði Möller Sívertssen og Tuma Árnasyni. Grísalappalísa vinnur nú að sinni þriðju breiðskífu sem mun líta dagsins ljós á næstu mánuðum.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *