Það verður sannkölluð jólastemming í Straumi í kvöld – Þar sem áhersla verður lögð á jólalög sem eru ný eða nýleg! Við heyrum jólalög með Skoffín, Teiti Magnýssyni, Ella Grill, Trentemøller, Mac DeMarco, The Raveonettes, Andrew Bird, Phoebe Bridgers, Sharon Van Etten og mörgum öðrum! Jólastraumur með Óla Dóra frá 23:00 í kvöld á X-inu 977.
Í Straumi í kvöld kíkir hljómsveitin Skoffín í heimsókn og flutt verða lög af væntanlegri plötu þeirra Skoffín hentar íslenskum aðstæðum sem kemur út 22. maí. Einnig verða flutt ný lög frá Connan Mockasin, LA Priest, Caribou, Brynju, Babeheaven og fleirum. Straumur með Óla Dóra á slaginu 23:00 á X-inu 977!
1) Never Come Back (Four Tet Remix) – Caribou
2) So We Won’t Forget – Khruangbin
3) I Want Troll With You (Andrew VanWyngarden of MGMT Remix) – Connan Mockasin
4) Maður lifandi – Skoffín
5) Skoffín fær vinnu sem tæknifræðingur hjá borginni – Skoffín
6) Er það samt eitthvað – Skoffín
7) Lýsi í tunnunni – Skoffín
8) Think About Things (Hot Chip remix) – Daði Freyr
Í Straumi í kvöld kíkir Skoffín í heimsókn, auk þess sem við heyrum nýtt efni frá Jacques Greene, Das Body, Fufanu og fleirum. Þátturinn er í umsjón Óla Dóra og hefst á slaginu 23:00 á X-inu 977!
Skoffín sem er hugarfóstur Jóhannesar Bjarka Bjarkasonar Thelion sendi frá sér smáskífuna BÍNA BÍNA / LÍSA LÍSAá vegum Post-dreifingar í dag. Um er að ræða tvö ærslafull, heiðarleg og vel samin rokklög með sterkum og skemmtilegum texta. Skoffín kemur fram ásamt ásamt Julian civilian og Jóni þór næstkomandi miðvikudag á gauknum. Smáskífuna má nálgast á spotify en hún er forsmekkur af breiðskífu sem er væntanleg bráðlega.