Bestu erlendu plötur ársins 2016

30. La Femme – Mystère

29. Japanese Breakfast – Psychopomp

28. Soft Hair – Soft Hair

27. Diana – Familiar Touch

26. Okkervil River – Away

25. Machinedrum – Human Energy

24. Santigold – 99¢

23. Com Truise – Silicon Tare

22. Beyoncé – Lemonade

21. David Bowie – Blackstar

20. Nite Jewel – Liquid Cool

19. Porches – Pool

18. Hinds – Leave Me Alone

17. D∆WN – Redemption

16. Michael Mayer – &

15. Tycho – Epoch

14. Frankie Cosmos – Next Thing

13. Romare – Love Songs: Part Two

12. DIIV – Is The Is Are

11. Metronomy – Summer 08

10. A Tribe Called Quest – We got it from Here… Thank You 4 Your service

9. Hamilton Leithauser + Rostam – I Had a Dream That You Were Mine

8. Kanye West – The Life Of Pablo

7. Angel Olsen – My Woman 

6. Kornél Kovács – The Bells

5. Jessy Lanza – Oh No

Kanadíska tónlistarkonan Jessy Lanza fylgir vel á eftir fyrstu plötu sinni Pull My Hair frá árinu 2013 á Oh No en báðar plöturnar voru tilnefndar til Polaris tónlistarverðlauna. Hápunktur plöturnar er hið taktfasta It Means I Love You sem byggir á lagi Suður Afríska tónlistarmannsins Foster Manganyi – Ndzi Teke Riendzo

4. Chance The Rapper – Coloring Book

Chicago rapparinn Chance The Rapper blandar saman hip-hop og gospel-tónlist á framúrstefnulegan máta á sínu þriðja mixtape-i. Með fjölda gesta sér við hlið (Kanye West, Young Thug, Francis and the Lights, Justin Bieber, Ty Dolla Sign, Kirk Franklin og Barnakór Chicago) tekst Chance á Coloring Book að gefa út eina litríkustu plötu ársins.

3. Car Seat Headrest – Teens Of Denial

Á Teens Of Denial blandar Will Toledo forsprakki Car Seat Headrest saman áhrifavöldum sínum (sjá: Velvet Underground, The Strokes, Beck og Pavement) og útkoman er óvenju fersk. Ein sterkasta indie-rokk plata síðari ára.

2. Frank Ocean – Blonde

Það eru fáar plötur sem beðið hefur verið eftir með eins mikilli eftirvæntingu og annarri plötu tónlistarmannsins Frank Ocean. Upphaflega nefnd Boys Don’t Cry með settan útgáfudag í júlí 2015, var plötunni frestað aftur og aftur og kom hún svo út óvænt seint í ágúst. Á Blonde leitar Ocean meira innra með sér en á hinni grípandi Channel Orange frá árinu 2012 og þarfnast hún fleiri hlustana áður en hún hittir í mark. Líkt og hans fyrri plata vermir Blonde sæti númer 2 á lista Straums yfir bestu plötur ársins. 

Frank Ocean – ‘Nikes’ from DoBeDo Productions on Vimeo.

1. Kaytranada – 99.9%

Hinn 24 ára gamli Louis Kevin Celestin frá Montreal sem gengur undir listamannsnafninu Kaytranada gaf út sína fyrstu stóru plötu 99.9% 6. maí á þessu ári. Platan sem er að mati Straums besta plata þessa árs er uppfull af metnaðarfullri danstónlist með áhrifum frá hip-hop, fönki og R&B. Einstaklega grípandi lagasmíðar sem henta bæði á dansgólfinu og heima í stofu.

Óli Dóri 

Lög ársins 2013

50) Love Is Lost (Hello Steve Reich Mix by James Murphy for the DFA) – David Bowie

 

 

49) Bipp – Sophie

 

 

 

48) Blurred Lines (ft. T.I. & Pharrell) – Robin Thicke

 

 

 

 

47) She Will – Savages

 

 

 

 

46) Hive (ft. Vince Staples and Casey Veggies) – Earl Sweatshirt

 

 

 

 

45) Introspection – MGMT

 

 

 

44) RIse – Du Tonc

 

 

 

 

43) Royals – Lorde

 

 

 

 

42) Sacrilege – Yeah Yeah Yeahs

 

 

 

41) Lariat – Stephen Malkmus & The Jicks

 

 Lög í 40.-31. sæti

 

11 Lou Reed ábreiður

 

Lewis Allan Reed kvaddi þennan heim sunnudaginn fyrir viku 71. árs að aldri. Áhrif hans á tónlistarsögu og poppkúltur síðustu aldar verða seint vanmetin. Ritstjórar þessarar síðu hafa ósjaldan  yljað sér við verk Reed í gegnum tíðina. Við minnumst þessa áhrifamikla tónlistarmanns með 11 frábærum ábreiðum af lögum hans sem sýna kannski best þau áhrif sem hann hafði á aðra listamenn á ferli sínum – Satellite’s gone up to the skies!

 

 

Morrisey -Satellite of love

Morrisey hefur aldrei farið leynt með hrifningu sína á Reed. Fyrir tveim árum breiddi hann yfir þetta einstaka lag sem kom út á  Transformer árið 1972, á tónleikum sínum á Glastonbury hátíðinni..

 

 

Cowboy Junkies – Sweet Jane

Lou Reed lagði blessun sína yfir þessa mögnuðu útgáfu kanadísku hljómsveitarinnar Cowboy Junkies af laginu Sweet Jane sem upprunalega kom út á síðustu plötu Velvet Underground, Loaded, árið 1970. Útgáfan vakti mikla athygli árið 1995 í kvikmynd Oliver Stone, Natural Born Killers, í eftirminnilegri senu.

 

David Bowie & The Riot Squat – Waiting For The Man

Útgáfu fyrstu plötu Velvet Underground var seinkað vegna dómsmáls sem snerti umslag plötunnar. David Bowie fékk eintak gefins frá umboðsmanni sínum áður en það gerðist en sá hafði fengið plötuna afhenta í ferð sinni til New York árið 1966. Bowie var svo hrifinn af því sem hann heyrði að hann gaf út lagið Waiting For The Man af plötunni með hljómsveit sinni The Riot Squat áður en Velvet höfðu náð að leysa úr lagaflækju sinni sem gerðist ári seinna.

 

Nirvana – Here She Comes Now

Velvet Underground platan White light/White heat var ein af uppáhalds plötum Kurt Cobain. Árið 1991 gaf hljómsveit hans Nirvana út sameiginlega 7 tommu með Melvins  þar sem þeir breiddu yfir Here She Comes Now af plötunni og Melvins – Venus In Furs.

 

Big Star – Femme Fatale

Hljómsveitin Big Star með Alex Chilton í broddi fylkingar tók lagið Femme Fatale á sinni fyrstu plötu Third/Sister Lovers árið 1978.

 

The Runaways – Rock ‘N Roll

Eitt af þekktari lögum stúlkna bandsins The Runaways var ábreiða þeirra af Velvet Underground laginu Rock ‘N Roll sem þær gerðu svo sannarlega að sínu.

 

The Strokes – Walk On The Wild Side

Áhrif Lou Reed á New York hljómsveitina The Strokes á þeirra fyrstu plötu Is This It? eru augljós. Það kom þvi kannski fáum á óvart þegar að hljómsveitin sýndi fyrirmynd sinni þann heiður að breiða yfir lag hans Walk On The Wild Side á tónleikum árið 2006 með afslöppuðum og skemmtilegum hætti.

 

Twin Shaddow – Perfect Day

Fljótlega eftir að fréttir þess efnis að Lou Reed væri allur tóku að berast fóru tónlistarmenn útum víða veröld að sýna honum virðingu sína með ábreiðum af lögum hans. Twin Shaddow sendi frá sér þessa drungalegu útgáfu af heróín laginu Perfect í byrjun síðustu viku.

 

The Kills – Pale Blue Eyes

Fyrir tveim árum gáfu breska tvíeykið The Kills út þessa frábæru útgáfu af laginu Pale Blue Eyes af samnefndir plötu Velvet Underground frá árinu 1969. 

 

Rainy Day – I’ll Be Your Mirror

Hljómsveitin Rainy Day var einhverskonar stjörnuband meðlima hljómsveita úr Paisley Underground senunni í Kaliforníu um miðjan 9. áratuginn. Hljómsveitin gaf út eina plötu sem var safn laga hljómsveita sem höfu haft áhrif á senuna. Þar á meðal var þessi yndislega útgáfa þeirra af laginu I’ll Be Your Mirror af fyrstu plötu Velvet.

Emiliana Torrini – Stephanie Says

Þessi magnaða útgáfa Emiliönu af Stephanie Says kom út á plötu hennar Merman frá árinu 1996. Þó hún vilji ekki mikið kannast við þessa plötu í dag (hún hefur aldrei endurútgefið hana fyrir erlendan markað) þá er þessi ábreiða nóg til að réttlæta tilveru hennar.

Óli Dóri

James Murphy Rímixar Bowie

James Murphy, fyrrum forsprakki LCD Soundsystem, hefur nú endurhljóðblandað Love is Lost, lag aldraða kamelljónsins Davið Bowie. Lagið er af endurkomuplötu Bowie, The Next Day, sem kom út í febrúar á þessu ári og endurhljóðblöndunina verður að finna á viðhafnarútgáfu plötunnar sem kemur út 5. nóvember. Þeir kumpánar unnu síðast saman að gerð lagsins Reflektor með Arcade Fire með afar góðum árangri. Í meðförum Murphy verður Love is Lost að tíu mínútna melankólískum diskósmelli sem heldur blúsuðu píanói upprunalegu útgáfunnar en bætir við ofsafengnum klapptakti og speisuðuem hljóðgervlum ásamt fleiru. Hlustið á lagið hér fyrir neðan.

Straumur 4. mars 2013

Í Straumi í kvöld heyrum við nýtt efni með Glass Candy, Tame Impala, Azealia Banks, Suuns og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld frá 23:00 á X-inu 977!

Straumur 4. mars 2012 by Olidori on Mixcloud

 

1) Attracting Files – AlunaGeorge
2) Barely Legal – Azealia Banks
3) The Possessed (Runway edit) – Glass Candy
4) Slasherr – Rustie
5) Dancing Out In Space – David Bowie
6) 2020 – Suuns
7) Bambi – Suuns
8) Nothing Is Easy – Marnie Stern
9) Mind Mischief (ducktails remix) – Tame Impala
10) One Kiss Ends It All – Saturday Looks Good To Me
11) Only You Can Show Me – Goldroom
12) Around You – Roosevelt
13) Black Shore – Úlfur
14) I’m Not Sayin’ – The Replacements

Bowie sendir frá sér myndband við nýtt lag

Goðsögnin David Bowie sendi  frá sér annað myndbandið fyrir lag af væntanlegri plötu sinni The Next Day í gærkvöldi. Myndbandið er við lagið The Stars (Are Out Tonight)  og leikur Bowie í því sjálfur ásamt leikkonunni Tilda Swinton.

Bowie hefur látið lítið fara fyrir sér undanfarin ár en þetta verður fyrsta breiðskífa hans frá því Reality kom út árið 2003. Upptökum á plötunni stjórnaði Tony Visconti sem hefur áður unnið með Bowie, meðal annars á plötunum Young Americans, Low og Heroes. Hægt er að horfa á myndbandið við lagið, The Stars (Are Out Tonight), hér fyrir neðan en söguþráður þess er sá að venjulegt par (leikið af Bowie og Swinton) er elt uppi af öðru pari öllu frægara.

Beck endurtúlkar Sound And Vision

Í tilefni af því að 26 ár eru síðan smellurinn Sound and Vision með David Bowie kom út hefur hinn vísindakirkjurækni Beck í samstarfi við hljómsveit á stærð við her smáríkis tekið upp sína eigin túlkun af laginu. Hún er níu mínútna löng og á köflum hádramatísk og gæsahúðarvaldandi. Herlegheitin voru svo tekin upp með nýrri 360º myndbandstækni og hægt á að vera að upplifa flutninginn úr hvaða sæti sem er í salnum með því að velja mismunandi sjónarhorn á síðunni helloagain á næstu dögum. Þangað til það verður geta lesendur horft á hefðbundna upptöku hér fyrir neðan sem er þó ein og sér alveg stórbrotin upplifun.

Bowie 66 ára í dag – gefur út nýtt lag

Kameljónið David Bowie er 66 ára í dag og hann notaði það tilefni til að gefa frá sér nýtt lag og myndband, og það sem meira er, ný plata er væntanleg frá kappanum í byrjun mars. Bowie hefur látið lítið fara fyrir sér undanfarin ár en þetta verður fyrsta breiðskífa hans frá því Reality kom út árið 2003. Upptökum á plötunni stjórnaði Tony Visconti sem hefur áður unnið með Bowie, meðal annars á plötunum Young Americans, Low og Heroes. Hægt er að horfa á myndbandið við lagið, Where are we now, hér fyrir neðan en það vísar sterkt í dvöl Bowie í Berlín á ofanverðum áttunda áratugnum.