Fyrstu listamennirnir tilkynntir á Airwaves

Iceland Airwaves tónlistarhátíðin tilkynnti fyrr í dag um 15 listamenn sem munu koma fram á hátíðinni dagana 1. til 5. nóvember á þessu ári. Þeir erlendu listamenn sem tilkynntir voru eru; Arab Strap, Benjamin Clementine, Kelly Lee Owens, Be Charlotte, Gurr, og Xylouris White. Hátíðin tilkynnti einnig um níu íslenska listamenn; Ásgeir, RuGl, Auður, GKR, Hugar, Soffíu Björg, Glowie, Emmsje Gauta og Emiliönu Torrini.

Fleiri bætast við á Aldrei fór ég suður

Skipuleggjendur tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður tilkynntu í dag um fleiri listamenn sem koma fram á hátíðinni í ár en hún fer fram á Ísafirði um páskana eins og venja er og stendur því yfir 24. – 27. mars.

Þeir sem bætast við listann í dag eru: Emiliana TorriniGlowieSykur,  GKR og Tonik Ensemble. Áður hefur verið sagt frá því að hljómsveitin Risaeðlan komi fram á hátíðinni, sem hljóta að teljast stórtíðindi að auki sem Úlfur Úlfur, Agent FrescoMamma Hestur og Strigaskór nr. 42 skemmta getum AFÉS í ár.