Reykvíska shoegaze hljómsveitin Oyama fékk áskorun í gegnum Twitter frá Birni Teitssyni upplýsingafulltrúa Rauða krossins síðasta gamlársdag um að gera ábreiðu af laginu Vinur vina minna.
Hugmynd: @oyamaband koverar Vinur vina minna e. Teit Magnússon í shoegaze útgáfu. Heyri þetta í höfðinu nú þegar 🙂
— Björn Teitsson (@bjornteits) December 31, 2014
Hljómsveitin tók áskorun Björns og hafa nú gefið út lagið með sínu nefi. Þess má geta að þetta er í fyrsta skipti sem hljómsveitin syngur á íslensku.
Mynd: Sigga Ella