27) Titus Andronicus – The Most Lamentable Tragedy
26) Seven Davis Jr. – Universes
25) Earl Sweatshirt – I Don’t Like Shit, I Don’t Go Outside
24) Jessica Pratt – On Your Own Love Again
23) Thundercat – The Beyond / Where the Giants Roam
22) D.R.A.M. – Gahdamn!
21) Ezra Furman – Perpetual Motion People
20) Roisin Murphy – Hairless Toys
19) Blur – The Magic Whip
18) Empress Of – Me
17) Grimes – Art Angels
16) Deerhunter – Fading Frontier
15) Hudson Mohawke – Lantern
14) Waxahatchee – Ivy Tripp
13) Tobias Jesso Jr. – Goon
12) Sufjan Stevens – Carrie & Lowell
11) Jamie xx – In Colour
10) SOPHIE – PRODUCT
PC- music prinsinn og ólíkindatólið Sophie sendi þessa vöru sína í hillur plötubúða í lok síðasta mánaðar. Á plötunni Product má heyra átta smáskífur frá Sophie sem eru hver annarri hressari.
9) Fred Thomas – All Are Saved
All Saved er níunda sólóplata indie-kempunar Fred Thomas frá Michigan sem einnig er meðlimur í lo-fi bandinu Saturday Looks Good to Me. Platan er hans metnaðarfyllsta verk til þessa og það fyrsta til að fá drefingu á alþjóðavísu.
8) Unknown Mortal Orchestra – Multi-Love
Þriðja plata Unknown Mortal Orchestra byggir ofan á þéttan grunn af bítlalegu og léttsíkadelísku fönkrokki en bætir við nokkrum litum í hljómpalettuna. Útkoman er fjölbreyttari verk en áður, bæði þegar kemur að hljóðheim og uppbyggingum laga.
7) Kurt Vile – believe i’m going down…
Það gerist ekki afslappaðra og huggulegra gítarpoppið en hjá Kurt Vile, en samt er alltaf kaldhæðinn broddur í textagerðinni. believe i’m going down… er gríðarlega heilsteypt og góð plata þó hún nái ekki alveg sömu hæðum og hans síðasta, Walking on a pretty daze.
6) Courtney Barnett – Sometimes I Sit And Think, And Sometimes I Just Sit
Hin ástralska Courtney Barnett nær hér á undraverðan hátt að blása lífi í glóðir slakkerrokks 10. áratugarins. Á þessari plötu sem ber besta titil ársins syngur Barnett algjörlega áreynslulaust um tilgangsleysi hversdagslífsins á svo næman hátt að það er ekki hægt annað en að heillast með. Svo eru feikisterkar lagasmíðar alls ekki að skemma fyrir. Frábær plata.
5) Kelela – Hallucinogen
Tónlistarkonan Kelela fylgdi á eftir mixtape-inu Cut 4 Me frá árinu 2013 með þessari silkimjúku ep plötu sem nær hápunkti sínum í laginu Rewind. Á plötunni naut hún meðal annars aðstoðar upptökustjórans Arca sem gefur henni skemmtilegan framtíðarblæ.
4) Kendrick Lamar – To Pimp A Butterfly
Kendrick Lamar tókst að standa undir nánast óbærilegum væntingum sem skapast höfðu eftir good kid m.A.A.d. city, með hinni óheyrilega metnaðarfullu og fjölbreyttu To Pimp A Butterfly. Á skífunni úir og grúir af frábærum pródúsöntum og heyra má áhrif frá jassi, slamljóðum og G og P-fönki. En yfir öllu því gnæfir rödd Kendrick og flæðir yfir alla bakka eins og Amazon. To Pimp A Butterfly er nýkomin út en manni finnst hún strax vera orðin hluti af kanónunni í vesturstrandarrappi.
3) D.K. – Love On Delivery
Love Delivery erseyðandi og stöðug stuttskífa frá franska tónlistarmanninum D.K. Fullkomin á ströndina.
2) Rival Consoles – Howl
Breski raftónlistarmaðurinn Ryan Lee West, sem gefur út tónlist undir nafninu Rival Consoles, sendi frá sér lifandi raftóna í október á plötunni Howl sem minna á köflum á bestu verk tónlistarmanna á borð við Jon Hopkins og Aphex Twin.
1) Tame Impala – Currents
Hinn stjarnfræðilega hæfileikaríki Kevin Parker virðist ófær um að stíga feilspor og Tame Impala er á góðri leið með að verða Flaming Lips sinnar kynslóðar. Tame Impala taka 60’s síkadelíuna sína alvarlega og andi og fagurfræði hennar skín í gegn í öllum verkum sveitarinnar, ekki síst í stórkostlegum myndböndum og myndefni. Á þessari þriðju og jafnframt bestu plötu sveitarinnar fer minna fyrir gíturum en þeim mun meira er um útúrspeisaða hljóðgervla og trommuheila. Opnunarlagið Let It Happen er eitt allra sterkasta lag ársins og platan sem á eftir fer er löðrandi í grípandi viðlögum en en á sama tíma sprúðlandi í hugvíkkandi tilraunastarfsemi. Straumarnir á þessari plötu eru þungir og eiga eftir að fleyta Tame Impala langt. Bravó.
Í Straumi í kvöld mun heyrast nýtt efni frá Jamie xx, Memory Tapes, Hudson Mohawke, Torres, Waters, Ezra Furman og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra á slaginu 23:00 á X-inu 977.
1) Restless Year – Ezra Furman
2) What’s Reel – Waters
3) Loud Places – Jamie xx
4) Gosh – Jamie xx
5) xt – Mu-ziq
6) Fallout – Memory Tapes
7) House on fire – Memory Tapes
8) Zenith – Ben Khan
9) Roulette – SBTRKT
10) Very First Breath – Hudson Mohawke
11) All The Rage Back Home (Panda Bear Remix) – Interpol
12) Only the Stars Above Welcome Me Home – James Murphy
13) All the Rays – Grumbling Fur
14) Invisible Ways – Tanlines
15) Sprinter – Torres
Breski tónlistarmaðurinn Jamie xx sendi í dag frá sér lagið Loud Places ásamt söngkonu the xx Romy Madley-Croft. Lagið heitir Loud Places og verður á plötunni In Colour sem kemur út 1. júní. Myndband við lagið kom einnig út í dag.
Dagskráin fyrir tónlistarhátíðina Sónar Reykjavík er nú tilbúin. Hægt er að skoða hana í heild sinni hér. Alls munu 64 atriði vera á dagskrá á hátíðinni sem fram fer 12. – 14. febrúar í Hörpu. Meðal þeirra eru: Skrillex, Paul Kalkbrenner, SBTRKT, Jamie xx, Todd Terje, TV On the Radio, Kindness, Nina Kraviz, Jimmy Edgar, Elliphant, Ryan Hemsworth, Sophie, Samaris, Mugison, Prins Póló og Sin Fang.
Meðal þeirra sem bætt var við dagskrána í dag eru: Tonik Ensemble, M-Band, Thor, Valgeir Sigurðsson, DJ Flugvél og Geimskip, Lily the Kid, Lord Pusswhip og Hekla Magnúsdóttir.
Tónlistarmennirnir Jamie xx, Jimmy Edgar og Ryan Hemsworth voru tilkynntir fyrr í dag á Sónar hátíðina í Reykjavík. Auk þeirra var tilkynnt að Jón Ólafsson & Futuregrapher, Emmsjé Gauti, Páll Ivan frá Eiðum, Kött Grá Pé, AMFJ og Bjarki koma fram á hátíðinni. Sónar Reykjavik fer fram á 5 sviðum dagana 12, 13 og 14. febrúar í Hörpu.
Í Straumi í kvöld fáum við M-band í heimsókn til að ræða væntanlega plötu, við kíkjum auk þess á nýtt efni frá Jamie xx, Grísalappalísu, The Shins, Zola Jesus, Ballet School, Ármanni, Total Control og fleirum. Straumur með Óla Dóra í kvöld á slaginu 23:00 á X-inu 977.
1) Cherish – Ballet School
2) All Under One Roof Raving – Jamie xx
3) Dangerous Days – Zola Jesus
4) Nýlendugata-Pálsbæjarvör-Grótta – Grísalappalísa
5) Þurz – Grísalappalísa
6) Flýja – Grísalappalísa
7) Fraction- M-band
8) All Is Love (Asonat remix) – M-band
9) Ever Ending Never – M-band
10) Plymouth – Strands Of Oaks
11) Mountain King – Ármann
12) Hunter – Total Control
13) Safety Net – Total Control
14) Girls – Slow Magic
15) So Now What – The Shins
Í Straumi í kvöld heyrum við nýtt efni frá jamie XX, Diplo, Evian Christ, Disclosure og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld á slaginu 23:00 á X-inu 977!
1) El Rito – Destroyer
2) With Me – Cashmere Cat
3) Drop The Game – Flume & Chet Faker
4) What About Us – Flume & Chet Faker
5) No Eyes ft. Jaw (Gamper & Dadoni remix) – Claptone
6) Untitled – Jamie xx
7) Salt Carousel – Evian Christ
8) Voices (Wookie remix) – Disclosure
9) Will Calls (Diplo remix) – Grizzly Bear
10) Timeaway (Darkstar remix) – Darkstar
11) Better in the Dark (Tiger & Woods remix) – Say Lou Lou
12) Come Save Me (Andrew Weatherall remix) – Jagwar Ma
13) The Way (Blood Orange mix) – Friends
14) Never Run Away (String Synth) – Kurt Vile