Aldrei fór ég suður 2019 listi

Aldrei fór ég suður fer fram á Ísafirði dagana 19. og 20. apríl næstkomandi. Umstillingarnefnd hátíðarinnar tilkynnti fyrr í dag þau 16 atriði sem koma fram í ár.

Auðn

aYia

Bagdad Brothers

Berndsen

Gosi

Herra Hnetusmjör

Hórmónar

Jói Pjé X Króli

Jónas Sig

Mammút

Salóme Katrín

Svala

Sigurvegarar músíktilrauna 2019

Teitur Magnússon og Æðisgengið

Todmobile

Þormóður Eiríkssson

Straumur 4. febrúar 2019

Í Straumi í kvöld kíkir Markús Bjarnason í heimsókn með ný lög í farteskinu, auk þess sem nýtt efni frá Theophilus London, Kaytranada, Octo Octa, Bagdad Brothers, Jackie Mendoza og mörgum öðrum verður spilað. Þátturinn er í umsjón Óla Dóra og hefst á slaginu 23:00 á X-inu 977!

1) Whiplash (feat. Tame Impala)  – Theophilus London

2) Well I Bet Ya – Kaytranada

3) Fast Lovers – Lemaitre

4) Það Varst Ekki Þú – Bagdad Brothers

5) De Lejos – Jackie Mendoza

6) Foam – Divino Niño

7) Let Me Down Easy – Markús

8) Er Ekki á Leið – Markús

9) Falskar Ástir – Floni

10) I Need You – Octo Octa

11) Jack Come Back – Joe Goddard

12) Got To Keep On – The Chemical Brothers

13) Beats – Begonia

14) Trouble – Omar Apollo

Bestu íslensku lög ársins 2018

30) Bíóbabb – Russian Girls & Kraftgalli

29) Í átt að tunglinu – JóiPé og Króli

28) Tvöfalt glas – Yung Nigo Drippin

27) Liar – Brynja

26) Forever Love – Kristín Anna

25) Ég er kominn og farinn – Jón Þór

24) Stimpla mig út – Valdimar

23) Skiptir ekki máli – Daði Freyr

22) Önnur tilfinning – Rari Boys

21) Líf ertu ekki að grínast – Prins Póló

20) Labels – Fufanu

19) Amma – Sunna

18) ( . )_( . ) – Bjarki

17) Ellismellur – Moses Hightower

16) Skuggadans – Kælan Mikla

15) Sometimes – TSS

14) Heimskur og breyskur (ft. Birnir) – Auður

13) Undir Trjánum – K.óla

12) Fánablár himinn – Andi

11) My Lips – Rokky

10) Vegkantur 2 (ft. Salka Valsdóttir) – Johnny Blaze & Hakki Brakes

9) Bína Bína – Soffín

8) New Moon – aYia

7) Sublime – Munstur

6) Disco Borealis – Hermigervill

5) Lífspeki (ft. dj flugvél og geimskip) – Teitur Magnússon

4) Loving None – Sykur

3) Seinasta tegundin – Markús og Alkemistarnir

2) Malar í kassanum – Bagdad Brothers

1) Dúfan Mín (ft. Birnir) – Logi Pedro

Bestu íslensku plötur ársins 2018

20) Prins Póló – Þriðja Kryddið

19) JóiPé, Króli – Afsakið Hlé

18) asdfhg. – Örvæntið ekki

17) Yagya – Fifth force ep

16) Ingibjörg Turchi – Wood/work

15) Johnny Blaze & Hakki Brakes – Vroom Vroom Vroom

14) Hórmónar – Nanananabúbú

13) Örvar Smárason – Light Is Liquid

12) Sideproject – isis emoji

11) Fufanu – The Dialogue Series

10) Muted – Empire

9) Kælan Mikla – Nótt eftir Nótt

8) Birnir – Matador

7) AAIIEENN – Spaces

6) TSS – Moods

5) Teitur Magnússon – Orna

4) Auður – Afsakanir

3) Bagdad Brothers – JÆJA

2) aYia – LP

1) Andi – Allt í einu

Annað kvöldið á Airwaves

Mynd: Alexandra Howard

Mætti í Lucky Records klukkan 17:30 þar sem Tonik Ensemble var nýbyrjaður.  Tonik spilaði í rúmar 30 mínútur rifið, tætt og kraumandi teknó í hæsta gæðaflokki.


View this post on Instagram

Tonik Ensemble #i#icelandairwaves

A post shared by Straumur (@straumurr) on

Hermigervill var næstur á svið í Lucky. Eftir nokkur lög baðst hann afsökunar á því hversu hörð tónlistin væri, ástæðan væri sú að hann væri búinn að vera mikið á klúbbnum. Hermigervill þurfti ekki að afsaka neitt. Hann náði öllum í búðinni sem var stútfull á sitt band og spilaði mest nýtt efni.

 

 

View this post on Instagram

 

@hermigervill #icelandairwaves A post shared by Straumur (@straumurr) on

 Hljóp á Húrra þar sem Bagdad Brothers voru að byrja. Ánægjulegt að sjá að það er ennþá líf í íslensku indí-rokki. Hljómsveitin skilaði sínu og rúmlega það.

View this post on Instagram

@bagdadbrothers #icelandairwaves

A post shared by Straumur (@straumurr) on

Tommy Cash náði mér ekki alveg. Fannst þetta heldur mikið Die Antwoord fátæka mannsins. Hin finnska Alma olli einnig vonbrigðum.  Haiku Hands voru í miklu stuði í Silfursalnum og Snail Mail ekki jafn hress í Iðnó.


View this post on Instagram

@haikuhands #icelandairwaves

A post shared by Straumur (@straumurr) on

Superorganism áttu annað kvöldið á Airwaves. Gleðisprengja sem náði hápunkti sínum í síðustu tveim lögunum Everybody wants to be famous og Something for your m.i.n.d. sem kveiktu vel í Listasafni Reykjavíkur.

 

 

 

View this post on Instagram

 

@sprorgnsm #icelandairwaves   A post shared by Straumur (@straumurr) on

Injury Reserve komu skemmtilega á óvart með grjóthörðu hip-hoppi og “mosh pit” sem fylgdi Jimothy Lacoste kláraði svo kvöldið á Húrra með silkimjúku svefnherbergis-poppi.

 

 

 

View this post on Instagram

 

  @jimothylacoste #icelandairwaves   A post shared by Straumur (@straumurr) on

Fyrsti í Airwaves

Mynd: Rúnar Sigurður Sigurjónsson

Byrjaði kvöldið á lokatónum hinnar frábæru indí-sveitar Bagdad Brothers á KEXP Off Venue Spectacle á Kex Hostel. Spilamennskan og stemmingin til fyrirmyndar og stórgott að hefja Iceland Airwaves á jafn skemmtilegu og léttleikandi bandi og bræðrunum þrátt fyrir að ná bara þeirra síðasta lagi. Mun svo sannarlega ná fleirum á Húrra í kvöld. Næst lá leiðin á Kiriyama Family í Gamla Bíó sem spiluðu fagmannlega í þrusugóðu sándi og slógu hvergi feilnótu.

Countess Malaise er kröftugur „performer“ sem á auðvelt með að fá áhorfendur með sér sem hún sýndi með öflugu setti í Silfursalnum. Greyfynjan er með feikna gott flæði og fór með rímur sem fjölluðu um allt frá mótlæti yfir í Kalla kanínu undir taktföstu og drungalegu bíti.


View this post on Instagram

@countessmalaise #icelandairwaves

A post shared by Straumur (@straumurr) on

Það var unun að sjá Auður syngja á íslensku á einkar persónlegum og sterkum tónleikum í Listasafni Reykjavíkur þar sem hann flutti efni af plötunni Afsakanir sem kom út fyrir stuttu. Auðunn var öruggur á sviðinu bakkaður upp af gospel-skotnum bakröddum, grúví bassaleik og hljómborði. Ánægulegt að sjá hann taka í gítarinn í sumum lögum. Kíkti við á Sólveigu Matthildi á Gauknum þar sem hún reiddi fram kuldarokk með áhrifum frá gamalli íslenskri dægurtónlist. 

 

 

 

View this post on Instagram

 

@auduraudur #icelandairwaves A post shared by Straumur (@straumurr) on

 

 

Special-K var án efa einn af hápunktum kvöldsins.  Hún flutti hvern indí-poppslagarann á fætur öðrum í stútfullum sal Iðnó með hljómsveit sem innhélt meðal annars Sóleyju Stefánsdóttur og  Margréti Arnarsdóttur harmonikuleikara. Hún kallaði Daða Freyr á svið í laginu I Thought I’d Be More Famous by Now sem gaf laginu dansvænan blæ. Special-K minnir á nýleg indí-bönd á borð við Frankie Cosmos og Alvvays og ætti hún svo sannarlega að vera orðin þekktari á heimsvísu.

Eftir Special-K hljóp ég aftur á Kexið til að sjá Skáta sem lokuðu dagskrá KEXP. Þetta voru hálfgerðir heimkomutónleikar fyrir þær sakir að gítarleikari hljómsveitarinnar Benedikt Reynisson hefur síðustu ár verið þeim KEXP mönnum innan handar við skipulagningu á dagskrá á Kexinu yfir Airwaves auk þess sem Skátar spiluðu oft á hátíðinni á síðasta áratug. Hljómsveitin með tvo nýja meðlimi innanborðs olli engum vonbrigðum með pönkuðu setti sem minnti á gamla tíma, líkt og maður hefði stigið inn í tímavél til ársins 2005.

 

View this post on Instagram

Skátar #icelandairwaves

A post shared by Straumur (@straumurr) on


asdfhg. spiluðu lágstemmt og drungalegt krúttpopp á fullum Hressingarskála við góðar undirtektir áhorfenda. Allenheimer eða Atli Bollason var næstur á svið en það mátti gletta í hann á bak við tjald sem varpað var á allskyns sýru með hálfgerðum VHS filter. Einkar vel útfærð og sýrð raftónlist hjá Bollasyni. Kláraði svo kvöldið á síðustu lögum Valdimars í Gamla Bíó. Þeirra frábæru lagasmíðum var vel tekið og eiginlega ekki hægt að biðja um betri endir á sterku fyrsta kvöldi Iceland Airwaves í ár.

 

Ólafur Halldór Ólafsson

Nýtt lag frá Bagdad Brothers

Íslenska indie sveitin Bagdad Brothers sendi í dag frá sér nýtt lag á Spotify sem nefnist Brian Eno says: quit your job. Hljómsveitin blæs svo til frumsýningar á myndbandi við lagið á skemmtistaðnum Bravó klukkan 20:00 í kvöld. En myndbandið er eftir þær Álfrúnu Laufeyjardóttur og Arínu Völu, í samstarfi við post-dreifingu.