Bestu íslensku plötur ársins 2018

20) Prins Póló – Þriðja Kryddið

19) JóiPé, Króli – Afsakið Hlé

18) asdfhg. – Örvæntið ekki

17) Yagya – Fifth force ep

16) Ingibjörg Turchi – Wood/work

15) Johnny Blaze & Hakki Brakes – Vroom Vroom Vroom

14) Hórmónar – Nanananabúbú

13) Örvar Smárason – Light Is Liquid

12) Sideproject – isis emoji

11) Fufanu – The Dialogue Series

10) Muted – Empire

9) Kælan Mikla – Nótt eftir Nótt

8) Birnir – Matador

7) AAIIEENN – Spaces

6) TSS – Moods

5) Teitur Magnússon – Orna

4) Auður – Afsakanir

3) Bagdad Brothers – JÆJA

2) aYia – LP

1) Andi – Allt í einu

Fyrsti í Airwaves

Mynd: Rúnar Sigurður Sigurjónsson

Byrjaði kvöldið á lokatónum hinnar frábæru indí-sveitar Bagdad Brothers á KEXP Off Venue Spectacle á Kex Hostel. Spilamennskan og stemmingin til fyrirmyndar og stórgott að hefja Iceland Airwaves á jafn skemmtilegu og léttleikandi bandi og bræðrunum þrátt fyrir að ná bara þeirra síðasta lagi. Mun svo sannarlega ná fleirum á Húrra í kvöld. Næst lá leiðin á Kiriyama Family í Gamla Bíó sem spiluðu fagmannlega í þrusugóðu sándi og slógu hvergi feilnótu.

Countess Malaise er kröftugur „performer“ sem á auðvelt með að fá áhorfendur með sér sem hún sýndi með öflugu setti í Silfursalnum. Greyfynjan er með feikna gott flæði og fór með rímur sem fjölluðu um allt frá mótlæti yfir í Kalla kanínu undir taktföstu og drungalegu bíti.


View this post on Instagram

@countessmalaise #icelandairwaves

A post shared by Straumur (@straumurr) on

Það var unun að sjá Auður syngja á íslensku á einkar persónlegum og sterkum tónleikum í Listasafni Reykjavíkur þar sem hann flutti efni af plötunni Afsakanir sem kom út fyrir stuttu. Auðunn var öruggur á sviðinu bakkaður upp af gospel-skotnum bakröddum, grúví bassaleik og hljómborði. Ánægulegt að sjá hann taka í gítarinn í sumum lögum. Kíkti við á Sólveigu Matthildi á Gauknum þar sem hún reiddi fram kuldarokk með áhrifum frá gamalli íslenskri dægurtónlist. 

 

 

 

View this post on Instagram

 

@auduraudur #icelandairwaves A post shared by Straumur (@straumurr) on

 

 

Special-K var án efa einn af hápunktum kvöldsins.  Hún flutti hvern indí-poppslagarann á fætur öðrum í stútfullum sal Iðnó með hljómsveit sem innhélt meðal annars Sóleyju Stefánsdóttur og  Margréti Arnarsdóttur harmonikuleikara. Hún kallaði Daða Freyr á svið í laginu I Thought I’d Be More Famous by Now sem gaf laginu dansvænan blæ. Special-K minnir á nýleg indí-bönd á borð við Frankie Cosmos og Alvvays og ætti hún svo sannarlega að vera orðin þekktari á heimsvísu.

Eftir Special-K hljóp ég aftur á Kexið til að sjá Skáta sem lokuðu dagskrá KEXP. Þetta voru hálfgerðir heimkomutónleikar fyrir þær sakir að gítarleikari hljómsveitarinnar Benedikt Reynisson hefur síðustu ár verið þeim KEXP mönnum innan handar við skipulagningu á dagskrá á Kexinu yfir Airwaves auk þess sem Skátar spiluðu oft á hátíðinni á síðasta áratug. Hljómsveitin með tvo nýja meðlimi innanborðs olli engum vonbrigðum með pönkuðu setti sem minnti á gamla tíma, líkt og maður hefði stigið inn í tímavél til ársins 2005.

 

View this post on Instagram

Skátar #icelandairwaves

A post shared by Straumur (@straumurr) on


asdfhg. spiluðu lágstemmt og drungalegt krúttpopp á fullum Hressingarskála við góðar undirtektir áhorfenda. Allenheimer eða Atli Bollason var næstur á svið en það mátti gletta í hann á bak við tjald sem varpað var á allskyns sýru með hálfgerðum VHS filter. Einkar vel útfærð og sýrð raftónlist hjá Bollasyni. Kláraði svo kvöldið á síðustu lögum Valdimars í Gamla Bíó. Þeirra frábæru lagasmíðum var vel tekið og eiginlega ekki hægt að biðja um betri endir á sterku fyrsta kvöldi Iceland Airwaves í ár.

 

Ólafur Halldór Ólafsson

Bestu íslensku lög ársins 2016

30. Morning – Hexagon Eye

29. Malbik – asdfhg

28. Feeling – Vaginaboys

27. Place Your Bets – Knife Fights

26. Dream Is Sometimes The Right Thing To Do – Ruxpin

25. FucktUP – Alvia Islandia

24. Oddaflug – Julian Civilian

23. Dreamcat – Indriði

22. Sound Asleep – Halldór Eldjárn

21. Water Plant – aYia

20. It’s All Round – TSS

19. Tipzy King – Mugison

18. Still Easy – Stroff

17. 53 – Pascal Pinon

16. Taktu Lyf – Páll Ivan frá Eiðum

15. Tónlist fyrir ála – Sindri7000

14. Engar Myndir – Smjörvi, Hrnnr

13. Moods – Davíð & Hjalti

12. Vittu til – Snorri Helgason

11. Wanted 2 Say – Samaris

10. Læda slæda – Prins Póló

9. Á Flótta – Suð

8. Við notum Eiturlyf – kef LAVÍK

7. Enginn Mórall – Aron Can

6. Írena Sírena – Andy Svarthol

 

5. Frúin í Hamborg – Jón Þór

Grallaralegt indie-rokk að hætti Pavement. „Er á meðan á meðan er“ er ein skemmtilegasta lína þessa árs

4. Erfitt – GKR

Erfitt hljómar ekki eins og neitt einasta hip-hop lag sem komið hefur út á íslensku. Í laginu syngur GKR með sterkri tilfinningu og er erfitt að tengja ekki við það.

3. You – Spítali

Tónlistarmennirnir Halldór Ragnarsson og Sindri Már Sigfússon, sem áður voru saman í hljómsveitinni Seabear komu nýju verkefni á laggirnar fyrr á þessu ári þegar þeir gáfu út lagið You undir nafninu Spítali. Einstaklega vandað húslag með rómantískum blæ.

2. Góðkynja – Andi

Plata Anda er léttleikandi og full af stórskemmtilegu rafpoppi með sterkum italo-disco áhrifum og er Góðkynja hápunktur hennar. Bjart og ótrúlega grípandi.

1. Sports – Fufanu

Reykvíska hljómsveitin Fufanu gaf okkur forsmekkinn af plötu númer tvö með laginu Sports núna í haust. Stórbrotið lag með sterkum krautrock-áhrifum. Sports kom út ásamt myndbandi sem er í senn glæsilegt og frumlegt.

Bestu íslensku plötur ársins 2016

25. Cyber – Cyber is Crap

24. Indriði – Makril

23. EVA808 – Psycho Sushi

22. Ruxpin – We Became Ravens

21. Kef LAVÍK – Vesæl í kuldanum

20. Stroff – Stroff

19. Wesen – Wall Of Pain

18. asdfhg – Kliður

17. Pascal Pinon – Sundur

16. Sindri 7000 – Tónlist fyrir kafara

15.  Hexagon Eye – Virtual

14. Alvia Islandia- Bubblegum Bitch

13. Mugison – Enjoy

12. Suð – Meira Suð

11. Davíð & Hjalti – RVK Moods EP

10. Amiina – Fantomas

9. TSS – Glimpse Of Everything

8. Snorri Helgason – Vittu Til

7. Jón Þór – Frúin í Hamborg 

6. Páll Ivan frá Eiðum – This Is My Shit

5. Black Lights – Samaris

Á sinni þriðju og bestu plötu tekst Samaris að skila af sér beinskeyttu og hnitmiðuðu verki sem heldur manni frá fyrstu nótu.   

4. Aron Can – Þekkir Stráginn

Hinn 16 ára gamli Aron Can kom eins og stormsveipur inn í íslenskt tónlistarlíf með sinni fyrstu ep plötu í vor. Hægt er að þekkja stráginn á taktföstum bassa og söng-rappi sem er í senn áreynslulaust og sjarmerandi.

3. Kælan Mikla – Kælan Mikla

Ískalt ljóðapönk Kælunar rammað inn í átta laga heildsteypta plötu sem rennur í gegn eins og þytur í laufi.

2. Andi – Andi

Tónlistarmaðurinn Andri Eyjólfsson sem gengur undir listamannsnafninu Andi gaf út samnefnda plötu hjá Lady boy records í sumar. Léttleikandi og stórskemmtilegt rafpopp með sterkum italo-disco áhrifum. Andi tekur arfleið Giorgio Moroder og fær sér sundsprett í henni.

1. GKR – GKR EP

Á sinni fyrstu Ep plötu hefur Gauki Grétusyni eða GKR tekist að fara úr því að verða einn efnilegasti rappari Reykjavíkur í að verða einn sá besti. Á plötunni er vandað til verks og hefur Gaukur fengið aðstoð frá hæfileikaríkum taktsmiðum bæði hér heima og erlendis.