Grallaralegt indie-rokk að hætti Pavement. „Er á meðan á meðan er“ er ein skemmtilegasta lína þessa árs
Erfitt hljómar ekki eins og neitt einasta hip-hop lag sem komið hefur út á íslensku. Í laginu syngur GKR með sterkri tilfinningu og er erfitt að tengja ekki við það.
Tónlistarmennirnir Halldór Ragnarsson og Sindri Már Sigfússon, sem áður voru saman í hljómsveitinni Seabear komu nýju verkefni á laggirnar fyrr á þessu ári þegar þeir gáfu út lagið You undir nafninu Spítali. Einstaklega vandað húslag með rómantískum blæ.
Plata Anda er léttleikandi og full af stórskemmtilegu rafpoppi með sterkum italo-disco áhrifum og er Góðkynja hápunktur hennar. Bjart og ótrúlega grípandi.
Reykvíska hljómsveitin Fufanu gaf okkur forsmekkinn af plötu númer tvö með laginu Sports núna í haust. Stórbrotið lag með sterkum krautrock-áhrifum. Sports kom út ásamt myndbandi sem er í senn glæsilegt og frumlegt.