Bestu erlendu lög ársins 2015

50) Alfonso Muskedunder (Deetron remix) – Todd Terje

 

49) Leaving Los Feliz (ft. Kevin Parker) – Mark Ronson

 

48) Play For Today – Belle and Sebastian

 

47) God It (ft. Nas) – De La Soul

 

46) Dreams – Beck

 

45) Restless Year – Ezra Furman

 

44) Magnets (A-Trak remix) – Disclosure

 

43) What’s Real – Waters

 

42) Israel (ft. Nonane Gypsy) – Chance The Rapper

 

41) La Loose – Waxahatchee

 

40) Standard – Empress Of

 

39) Huey – Earl Sweatshirt

 

38) Genocide (ft. Kendrick Lamar, Marsha Ambrosius & Candice Pillay) – Dr. Dre

 

37) Home Tonight – Lindstrom & Grace Hall

 

36) Lean On (Prince Fox bootleg) – Major Lazer

 

35) Cream On Chrome – Ratatat

 

34) VYZEE – SOPHIE

 

33) Venus Fly (ft. Janelle Monáe) – Grimes

 

32) Death with Dignity – Sufjan Stevens

 

31) Exploitaion – Roisin Murphy

 

30) Under The Sun – DIIV

 

29) Tick – Weaves

 

28) Hollywood – Tobias Jesso Jr.

 

27) Hotline Bling – Drake

 

26) Sunday Morning – Seven Davis Jr.

 

25) 1000 – Ben Khan

 

24) Ghost Ship – Blur

 

23) Can’t Feel My Face – The Weeknd

22) Pretty Pimpin – Kurt Vile

 

21) Breaker – Deerhunter

 

20) What Ever Turns You On – D.K.

 

19) Know Me From – Stormzy

 

18) Ghosting – Rival Consoles

 

17) Rewind – Kelela

 

16) Go Ahead – Kaytranada

 

15) Blackstar – David Bowie

 

14) Annie – Neon Indian

 

13) Pedestrian at Best – Courtney Barnett

 

12) Mink & Shoes (ft. David Izadi) – Psychemagik

 

11) Garden – Hinds

 

10) Them Changes – Thundercats

Bassaleikarinn og pródúsantinn Thundercat virðist hafa dottið í fusion-pottinn í æsku því Them Changes suddalega fönkí 70’s bræðingur sem Jaco Pastorius gæti verið stoltur af.

9) After Me – Misun

Washington bandið Misun sendi frá sér þetta magnaða lag í apríl. Léttleikandi og drungalegur rhythminn passar fullkomlega við stórbrotna rödd Misun Wojcik.

8) Jenny Come Home – Andy Shauf

Andy Shauf minnir í senn á The Shins og Kurt Vile í þessari tregafullu lagasmíð sem tónlistarmaðurinn flutti í Kaldalóni á Iceland Airwaves í nóvember.

7) Shutdown – Skepta

Breski grime-rapparinn Skepta sem átti frábæra tónleika á Airwaves hátíðinni gaf okkur einn helsta partýslagara ársins með Shutdown.

6) Multi Love – Unknown Mortal Orchestra

Titillag þriðju breiðskífu Unknown Mortal Orchestra fjallar um þrekant Ruban Nielson lagahöfundar og söngvara sveitarinnar. Öðruvísi ástarlag.

5) King Kunta – Kendrick Lamar

Í þeim ofgnótt af rjóma sem platan How To Pimp A Butterfly er trónir King Kunta á toppnum. Lagið sækir grimmt í grunn g-fönksins sem Dr. Dre og Snoop byggðu 20 árum fyrr og er þegar komið við hlið þeirra í sögu vesturstrandarrappsins.

4) Scud Books – Hudson Mohawke

Ofurpródúsantinn Hudson Mohawke hefur komið að mörgum spennandi verkefnum undanfarin ár t.d. Yeesus með Kanye og TNGH ásamt Lunice en hann heldur áfram að dæla út hágæða stöffi undir eigin nafni. Scud Books er rosalega stórt lag, þriggja og hálfs mínútna epík sem hægt er að dansa við eða bara loka augunum og njóta.

3) Cops Don’t Care Pt. II – Fred Thomas

Einfalt, stutt og hnitmiðað lag sem býr yfir heilmikilli vídd sem erfitt er að útskýra. Kærulaust og sannfærandi.

2) Gosh – Jamie xx

Jamie xx vex stöðugt sem pródúsant og lagið Gosh er hans besta fram til þessa. Byrjar á mínímalískum garage takti áður en bassa er bætt við og draugalegu raddsampli. En svo mætir synþesæser á svæðið og fer með hlustendur um ókannaðar vetrarbrautir. Lagið er eins og ferðalag um aðra heimsálfu og á stöðugri hreyfingu framávið.

1) Let It Happen – Tame Impala

Það kann að vera ófrumlegt að vera með sama listamanninn sem bæði plötu og lag ársins en í þetta skipti var ekki annað hægt. Upphafslag bestu plötu ársins, Currents, er anþem í öllum mögulegum skilningi þess orðs. Svona lag sem þú byrjar sjálfkrafa kýla upp í loftið í takt við of fær þig til að grípa um bestu vini þína og hoppa í hringi með þeim. Hamingjan pumpast út um hátalarana með hverri einustu bassatrommu, gítarlikki og synþahljóm, og söngur Kevins Parker flýgur yfir öllu saman eins og engill á LSD.

 

 

Spotify playlisti með flestum lögunum á listanum:

S

Bestu erlendu plötur ársins 2015

Straumur árslisti 2015 – 30 bestu erlendu plötur ársins by Straumur on Mixcloud

30) Dr. Dre – Compton

29) Neon Indian – VEGA INTL. Night School

28) Built To Spill – Untethered Moon

27) Titus Andronicus – The Most Lamentable Tragedy

26) Seven Davis Jr. – Universes

25) Earl Sweatshirt – I Don’t Like Shit, I Don’t Go Outside

24) Jessica Pratt – On Your Own Love Again

23) Thundercat – The Beyond / Where the Giants Roam

22) D.R.A.M. – Gahdamn!

21) Ezra Furman – Perpetual Motion People

20) Roisin Murphy – Hairless Toys

19) Blur – The Magic Whip

18) Empress Of – Me

17) Grimes – Art Angels

16) Deerhunter – Fading Frontier

15) Hudson Mohawke – Lantern

14) Waxahatchee – Ivy Tripp

13) Tobias Jesso Jr. – Goon

12) Sufjan Stevens – Carrie & Lowell 

11) Jamie xx – In Colour

10) SOPHIE – PRODUCT

PC- music prinsinn og ólíkindatólið Sophie sendi þessa vöru sína í hillur plötubúða í lok síðasta mánaðar. Á plötunni Product má heyra átta smáskífur frá Sophie sem eru hver annarri hressari.   

9) Fred Thomas – All Are Saved

All Saved er níunda sólóplata indie-kempunar Fred Thomas frá Michigan sem einnig er meðlimur í lo-fi bandinu Saturday Looks Good to Me. Platan er hans metnaðarfyllsta verk til þessa og það fyrsta til að fá drefingu á alþjóðavísu.

8) Unknown Mortal Orchestra – Multi-Love

Þriðja plata Unknown Mortal Orchestra byggir ofan á þéttan grunn af bítlalegu og léttsíkadelísku fönkrokki en bætir við nokkrum litum í hljómpalettuna. Útkoman er fjölbreyttari verk en áður, bæði þegar kemur að hljóðheim og uppbyggingum laga.

7) Kurt Vile – believe i’m going down…

Það gerist ekki afslappaðra og huggulegra gítarpoppið en hjá Kurt Vile, en samt er alltaf kaldhæðinn broddur í textagerðinni. believe i’m going down… er gríðarlega heilsteypt og góð plata þó hún nái ekki alveg sömu hæðum og hans síðasta, Walking on a pretty daze.

6) Courtney Barnett – Sometimes I Sit And Think, And Sometimes I Just Sit

Hin ástralska Courtney Barnett nær hér á undraverðan hátt að blása lífi í glóðir slakkerrokks 10. áratugarins. Á þessari plötu sem ber besta titil ársins syngur Barnett algjörlega áreynslulaust um tilgangsleysi hversdagslífsins á svo næman hátt að það er ekki hægt annað en að heillast með. Svo eru feikisterkar lagasmíðar alls ekki að skemma fyrir. Frábær plata.

5) Kelela – Hallucinogen

Tónlistarkonan Kelela fylgdi á eftir mixtape-inu Cut 4 Me frá árinu 2013 með þessari silkimjúku ep plötu sem nær hápunkti sínum í laginu Rewind. Á plötunni naut hún meðal annars aðstoðar upptökustjórans Arca sem gefur henni skemmtilegan framtíðarblæ.

4) Kendrick Lamar – To Pimp A Butterfly

Kendrick Lamar tókst að standa undir nánast óbærilegum væntingum sem skapast höfðu eftir good kid m.A.A.d. city, með hinni óheyrilega metnaðarfullu og fjölbreyttu To Pimp A Butterfly. Á skífunni úir og grúir af frábærum pródúsöntum og heyra má áhrif frá jassi, slamljóðum og G og P-fönki. En yfir öllu því gnæfir rödd Kendrick og flæðir yfir alla bakka eins og Amazon. To Pimp A Butterfly er nýkomin út en manni finnst hún strax vera orðin hluti af kanónunni í vesturstrandarrappi.

3) D.K. – Love On Delivery

Love Delivery er seyðandi og stöðug stuttskífa frá franska tónlistarmanninum D.K. Fullkomin á ströndina.

2) Rival Consoles – Howl

Breski raftónlistarmaðurinn Ryan Lee West, sem gefur út tónlist undir nafninu Rival Consoles, sendi frá sér lifandi raftóna í október á plötunni Howl sem minna á köflum á bestu verk tónlistarmanna á borð við Jon Hopkins og Aphex Twin.

1) Tame Impala – Currents

Hinn stjarnfræðilega hæfileikaríki Kevin Parker virðist ófær um að stíga feilspor og Tame Impala er á góðri leið með að verða Flaming Lips sinnar kynslóðar. Tame Impala taka 60’s síkadelíuna sína alvarlega og andi og fagurfræði hennar skín í gegn í öllum verkum sveitarinnar, ekki síst í stórkostlegum myndböndum og myndefni. Á þessari þriðju og jafnframt bestu plötu sveitarinnar fer minna fyrir gíturum en þeim mun meira er um útúrspeisaða hljóðgervla og trommuheila. Opnunarlagið Let It Happen er eitt allra sterkasta lag ársins og platan sem á eftir fer er löðrandi í grípandi viðlögum en en á sama tíma sprúðlandi í hugvíkkandi tilraunastarfsemi. Straumarnir á þessari plötu eru þungir og eiga eftir að fleyta Tame Impala langt. Bravó.

Bestu íslensku plötur ársins 2015

10) Good Moon Deer – Dot

Austfyrski raftónlistarmaðurinn Good Moon Deer gaf sína fyrstu breiðskífu út ókeypis á netinu fyrri part árs. En platan er langt frá því að vera verðlaus, heldur mjög hugvitsamlega gert bútasaumsteppi sampla úr ýmsum áttum. Tempóið er flöktandi og síbreytilegt, hljóðbútar eru klipptir í agnarsmáar agnir og endurraðað, og þegar best lætur minnir Dot á taktmeistara á borð við Prefuse 73.

9) Lord Pusswhip – Lord Pusswhip Is Wack

Beitt og beinskeytt breiðskífa Lord Pusswhip. Pönkað hip-hop þar sem Lordarinn leiðir saman fjöldan allan af hæfileikafólki og útkoman er eins og ekkert annað sem er að gerast í íslenskri tónlist í auknablikinu.

8) Helgi Valur – Notes from the Underground

Notes from the Underground er ferðalag Helga Vals Ásgeirssonar til heljar og til baka. Platan sem var samin í geðrofi – niðurtúr í Berlín og í bata í Reykjavík fangar orku manns sem er á krossgötum. Falleg breiðskífa sem nær hápunkti sínum í hinu epíska lagi Love, Love, Love, Love.

7) Singapore Sling – Psych fuck

Sling hafa alltaf verið fánaberar íslensks innisólgleraugnarokks og ákveðinn fasti í tónlistarsenunni. Sama hvort að krútt eða rapp eru helsta trendið þá stundina standa Singapore Sling alltaf til hliðar og halda sínu striki í níhílísku töffararokkinu. Psych Fuck er þó jafnvel harðari og myrkari heldur en þeirra fyrri verk og er þá mikið sagt. Stundum er söngurinn hlaðinn svo mikilli bjögun að það hljómar eins og Henrik leigi stúdíótíma af satan.

6) Markús & The Diversion Sessions – The Truth the Love the Life

Biðin eftir þessari breiðskífu hefur verið löng og ströng en útkoman svíkur ekki neinn. Sterkir og skemmtilegir textar, létt kærulaus Pavement flutningur með smá Megas inn á milli.

5) Mr Silla – Mr Silla

Fyrsta plata tónlistarkonunar Sigurlaugar Gísladóttur eða Mr.Silla kom út í október 2015. Þrátt fyrir það hefur Sigurlaug verið áberandi í íslenskri tónlist í rúman áratug m.a. sem meðlimur hljómsveitarinnar múm. Platan sem heitir einfaldlega Mr.Silla er í senn einstök og angurvær sem oft fer ekki saman.

4)  Gísli Pálmi – Gísli Pálmi

Gísli Pálmi sprakk í loft upp í vor þegar hans fyrsta breiðskífa sem er samnefnd honum kom loksins út. Allir hip hop unnendur landsins og unglingar í efra Breiðholti misstu líkamsvessa af gleði og heyrst hefur að vinna hafi lagst af í Plain Vanilla í þrjá daga eftir útkomu gripsins. Og skyldi engan undra því hér er um að ræða einu bestu hip hop plötu sem komið hefur út á Íslandi. Bara bítin eru hátækni framtíðarmúsík í efsta klassa og Gísli Pálmi er frábær rappari sem hefur byggt upp karakter og söguheim sem eru algjörlega hans eigin. Hækkum bassann og gefum í botn.

3) Vaginaboys – Icelandick

Vaginaboys eru óvæntasta uppgötvun ársins í íslensku tónlistarlífi. 80’s elektró R’n’B með átótúnuðum söng og íslenskum textum sem þræða einstigi milli væmni og klámfengni. Þeirra bestu hliðar skína í gegn á stuttskífunni Icelandick sem kom út í lok árs. Við kaupum þetta í heildsölu og fáum ekki nóg!

2) Pink Street Boys – Hits#1

Annað árið í röð eiga Pink Street Boys næst bestu plötu ársins hjá Straumi. Allir þeir sem hafa séð bandið á tónleikum vita hversu krafturinn er mikill hjá þessu einstaka bandi. Á plötunni ná þeir að fanga þennan kraft og gott betur.

1) Tonik Ensemble – Snapshots

Snapshots er geysilega metnaðarfullt verk þar sem nostrað er við hvert einasta smáatriði. Hér er allt útpælt: frá uppbyggingu laga og plötunnar sem heild niður í smáhljóð sem heyrist í byrjun eins lags og svo aldrei aftur. Það er þykkt og sterkt heildarsánd yfir plötunni sem er bæði angurvært og melankólískt á sama tíma. Tonik Ensemble er kominn í fremstu röð íslenskra raftónlistarsveita og Snapshots er fagleg og fullorðins en samt með risastóra sál sem skín í gegnum alla plötuna.

Tonik Ensemble – Until We Meet Again (ft. Shipsea) from Sigrún Hreins on Vimeo.

Árslisti Straums í kvöld á X-inu 977

Árslistaþáttur Straums, þar sem farið verður yfir 30. bestu erlendu plötur ársins 2015, verður á dagskrá á X-inu 977 frá klukkan 22:00 – 0:00 í kvöld.

Hér fyrir neðan er hægt að sjá lista yfir plötur ársins í Straumi fyrir árin 2009 – 2014

2014:

1. LONE – REALITY TESTING

2. SUN KIL MOON – BENJI

3. TODD TERJE – IT’S ALBUM TIME

4. TY SEGALL – MANIPULATOR

5. TYCHO – AWAKE

6. CARIBOU – OUR LOVE

7. ST. VINCENT – ST. VINCENT

8. THE WAR ON DRUGS – LOST IN THE DREAM

9. FRANKIE COSMOS – ZENTROPY

10. JESSIE WARE – TOUGH LOVE

11. PARKAY QUARTS (PARQUET COURTS) – CONTENT NAUSEA

12. COM TRUISE – WAVE 1

13. LES SINS – MICHAEL

14. APHEX TWIN – SYRO

15. AZEALIA BANKS – BROKE WITH EXPENSIVE TASTE

16. Stephen Malkmus & The Jicks – Wig Out at Jagbags

17. Real Estate – Atlas

18. Mac DeMarco – Salad Days

19. Giraffage – No Reason

20. Ben Khan – 1992 EP

21. Shamir – Northtown EP

22. FKA twigs – LP1

23. Yumi Zouma – Yumi Zouma EP

24. Metronomy – Love Letters

25. Cashmere Cat – Wedding Bells EP

26. Damon Albarn – Everyday Robots

27. Little Dragon – Nabuma Rubberband

28. Arca – Xen

29. Mourn – Mourn

30. tUnE-yArDs – Nikki Nack

2013:

1) FOXYGEN – WE ARE THE 21ST CENTURY AMBASSADORS OF PEACE AND MAGIC

2) SETTLE – DISCLOSURE

3) WAXAHATCHEE – CERULEAN SALT

4) VAMPIRE WEEKEND – MODERN VAMPIRES OF THE CITY

5) KURT VILE – WALKIN ON A PRETTY DAZE

6) JON HOPKINS – IMMUNITY

7) KANYE WEST – YEEZUS

8) YOUTH LAGOON – WONDROUS BUGHOUSE

9) ADAM GREEN & BINKI SHAPIRO – ADAM GREEN & BINKI SHAPIRO

10) CHRISTOPHER OWENS – LYSANDRE

11) CLASSIXX – HANGING GARDENS

12) DAFT PUNK – RANDOM ACCESS MEMORIES

13) ARCADE FIRE – REFLEKTOR

14) SKY FERREIRA – NIGHT TIME, MY TIME

15) MOUNT KIMBIE – COLD SPRING FAULT LESS YOUTH

16) KING KRULE – 6 FEET BENEATH THE MOON

17) MY BLOODY VALENTINE – M B V

18) BOARDS OF CANADA – TOMORROW’S HARVEST

19) MUTUAL BENEFIT – LOVE’S CRUSHING DIAMOND

20) FOREST SWORDS – ENGRAVINGS

21) BLONDES – SWISHER

22) EARL SWEATSHIRT

23) TORRES – TORRES

24) DARKSIDE – PSYCHIC

25) JANELLE MONÁE – THE ELECTRIC LADY

26) SWEARIN’ – SURFING STRANGE

27) Autre Ne Veut – Anxiety

28) FACTORY FLOOR – FACTORY FLOOR

29) MAZZY STAR – SEASON OF YOUR DAY

30) ROOSEVELT – ELLIOT EP

2012:

1) ADVANCE BASE – A SHUT-IN’S PRAYER

2) FRANK OCEAN – CHANNEL ORANGE

3) FIRST AID KIT – THE LION’S ROAR

4) JAPANDROIDS – CELEBRATION ROCK

5) TOTALLY ENORMOUS EXTINCT DINOSAURS – TROUBLE

6) DIRTY PROJECTORS – SWING LO MAGELLAN

7) GRIMES – VISIONS

8) WOODS – BEND BEYOND

9) TAME IMPALA – LONERISM

10) CRYSTAL CASTLES – (III)

11) LINDSTRØM – SMALHANS

12) M. WARD – A WASTELAND COMPANION

13) JESSIE WARE – DEVOTION

14) POOLSIDE – PACIFIC STANDARD TIME

15) THE WALKMEN – HEAVEN

16) Ariel Pink’s Haunted Graffiti – Mature Themes

17) Jack White – Blunderbuss

18) Django Django – Django Django

19) Phédre – Phédre

20) Chromatics – Kill For Love

21) Lotus Plaza – Spooky Action at a Distance

22) Beach House – Bloom

23) Wild Nothing – Nocturne

24) The Magnetic Fields – Love at the Bottom of the Sea

25) Matthew Dear – Beams

26) Cloud Nothings – Attack on Memory

27) DIIV – Oshin

28) Purity Ring – Shrines

29) A.C. Newman – Shut Down The Streets

30) The Shins – Port Of Morrow

 

 

2011.

1) Kurt Vile – Smoke Ring For My Halo

2) Youth Lagoon – The Year Of Hibernation

3) Cults – Cults

4) Real Estate – Days

5) John Maus – We Must Become the Pitiless Censors of Ourselves

6) Times New Viking – Dancer Equired

7) Stephen Malkmus and the Jicks – Mirror Traffic

8) M83 – Hurry Up, We’re Dreaming

9) Fleet Foxes – Helplessness Blues

10) Girls – Father, Son, Holy Ghost

11) Wise Blood – These Wings

12) Ducktails – Ducktails III: Arcade Dynamics

13) I Break Horses – Hearts

14) SBTRKT –  SBTRKT

15) The Strokes – Angles

16) Beirut – The Rip Tide

17) Seapony  –  Go With Me

18) Neon Indian – Era Extrana

19) Atlas Sound – Parallax

20) Ford & Lopatin – Channel Pressure

21) Smith Westerns – Dye It Blonde

22) The War On Drugs – Slave Ambient

23) Eleanor Friedberger – Last Summer

24) Crystal Stilts – In Love With the Oblivion

25) Iceage – New Brigade

26) Tyler The Creator – Goblin

27) Panda Bear – Tomboy

28) Vivian Girls  – Share The Joy

29) St. Vincent – Strange Mercy

30) tUnE-yArDs – w h o k i l l

 

 

2010:

1) Deerhunter – Halcyon Digest

2) Surfer Blood – Astrocoast

3) Vampire Weekend – Contra

4) Best Coast – Crazy For You

5 ) No Age – Everything In Between

6) guards – guards ep

7) LCD Soundsystem – This Is Happening

8) Caribou – Swim

9) Arcade Fire – The Suburbs

10) Wild Nothing – Gemini

11) Wavves – King Of The Beach

12) Crystal Castles – Crystal Castles II

13) Sleigh Bells – Treats

14) Tokyo Police Club – Champ

15) Ariel Pink’s Haunted Graffiti – Before Today

16) Beach House – Teen Dream

17) Broken Bells – Broken Bells

18) Titus Andronicus – The Monitor

19) The Walkmen – Lisbon

20) Los Campesinos! – Romance Is Boring

21) Love Is All – Two Thousand And Ten Injuries

22) The Soft Pack – The Soft Pack

23) The Morning Benders – Big Echo

24) MGMT – Congratulation

25) Magic Kids – Memphis

 

 

 

2009:

1) Japandroids – Post Nothing

2) The xx – xx

3) Crystal Stilts – Alight Of Night

4) Yeah Yeah Yeahs – It’s Blitz!

5) Phoenix – Wolfgang Amadeus Phoenix

6) Girls – Album

7) Animal Collective – Merriweather Post Pavilion

8) The Pains Of Being Pure At Heart –  The Pains Of Being Pure At Heart

9) M. Ward – Hold Time

10) Julian Casablancas – Phrazes For The Young

11) Jay Reatard – Watch Me Fall

12) Atlas Sound – Logos

13) Passion Pit – Manners

14) Neon Indian – Psychic Chasms

15) The Raveonettes – In and out of control

16) Grizzly Bear – Veckatimest

17)  The Horrors – Primary Colours

18) The Drums

19) Miike Snow – Miike Snow

20) Matt & Kim – Grand

21) Junior Boys – Begone Dull Care

22) JJ – N°2

23) A Place To Bury Strangers – Exploding Head

24) Tegan & Sara – Sainthood

25) Handsome Furs – Face Control