Bestu erlendu plötur ársins 2023

20. Yves Tumor – Praise A Lord Who Chews But Which Does Not Consume

19. Blur – The Ballad of Darren 

18. Jessy Lanza – Love Hallucination

17. Tirzah – trip9love…???

16. Kelela – Raven 

15. Mitski – The Land Is Inhospitable and So Are We

14. boygenius – the record

13. Lana Del Rey – Did you know that there’s a tunnel under Ocean Blvd

12. Jam City – Jam City Presents EFM

11. Yaeji – With A Hammer 

10. Hudson Mohawke & Nikki Nair – Set The Roof ep 

9. Sofia Kourtesis – Madres 

8. Pangaea – Changing Channels 

7. Andy Shauf – Norm 

6. billy Woods & Kenny Segal – Maps

5. Overmono – Good lies 

4. Sufjan Stevens – Javelin 

3. Psyché – Psyché 

2. Fever Ray – Radical Romantics 

1. Caroline Polachek – Desire, I Want To Turn Into You 

Bestu erlendu lög ársins 2023

50. Whatever I Want – Mura Masa

49. Times Square – Jam City, Aidan 

48. Sound & Rhythm (Ewan McVicar remix) – Totally Enormous Extinct Dinosaurs

47. Vancouver – Mac DeMarco 

46. Feel The Rush – Hudson Mohawke, Tiga

45. Vampire Empire – Big Thief 

44. Bogus Operandi – Hives

43. Cloudy (Kelbin remix) – Daphni 

42. Love Me a Little – K-Lone

41. Nudista Mundial ’89 – Neon Indian

40. Deadbeat Gospel – Barry Can’t Swim, somedeadbeat

39. $20 – boygenius

38. All My Friends – Channel Tres

37. Enough – Fred again.., Brian Eno 

36. Frog On The Floor – 100 gecs

35. S e x – George Riley, Hudson Mohawke

34. I Can See – Duskus 

33. Mother Nature – MGMT

32. Installation – Pangaea

31. No Reason – The Chemical Brothers 

30. (It Goes Like) Nanana – Peggy Gou

29. punkt – bar Italia 

28. Makeshift Tourniquet – Vegyn 

27. Toast – Blawan 

26. Si Te Portas Bonito – Sofia Kourtesis

25. Halloween Store – Andy Shauf 

24. LIVE-O – KAM-BU

23. Mo Ṣe B’ọ́lá Tán – Dele Sosimi & The Estuary 21

22. Doomed – Kiefer 

21. Goodbye Evergreen – Sufjan Stevens 

20. On & On (Again) – Confidence Man, Daniel Avery 

19. Shiver – Fever Ray  

18. Flexorcist – The Voidz

17. For Granted – Yaeji 

16. My Love Mine All Mine – Mitski 

15. Barbaric – Blur

14. Blackbox Life Recorder 21f – Aphex Twin 

13. I Got Heaven – Mannequin Pussy 

12. Amma – Psyché 

11. Another good year for the roses – Kurt Vile 

10. Rosa Rugosa – Olof Dreijer 

9. Baby again – Fred Again.., Skrillex, Four Tet

8. Sunrise Bang Ur Head Against Tha Wall – Nia Archives 

7. Slugs – Slow Pulp 

6. Boy’s a liar Pt. 2- PinkPantheress, Ice Spice 

5. Set The Roof – Hudson Mohawke, Nikki Nair

4. A&W – Lana Del Rey 

3. ghost2 – Two Shell 

2. Birth4000 – Floating Points 

1. Good Lies – Overmono 

Straumur 31. júlí 2023

Í Straumi í kvöld heyrum við nýtt efni frá Blur, Slow Pulp, Tiga & Hudson Mohawke & Channel Tres, Jessy Lanza, Big Thief, Mitski og öðrum listamönnum. Straumur með Óla Dóra á slaginu 22:00 á X-inu 977. 

  1. The Ballad – Blur
  2. Barbaric – Blur
  3. Slugs – Slow Pulp
  4. Gem Of The Ocean (feat JFDR) (Rony Rex Remix) – AVES
  5. Feel The Rush – Tiga & Hudson Mohawke & Channel Tres
  6. Freedom 2 – Kwengface, Joy Orbison & Overmono
  7. Carbon Dioxide (God Colony Remix) – Fever Ray
  8. Limbo – Jessy Lanza
  9. Los Angeles (feat. James Chapman) – Lol Tolhurst, Budgie & Jacknife Lee
  10. Si Te Portas Bonito – Sofia Kourtesis
  11. You Knew (Edit) – Roisin Murphy
  12. Vampire Empire – Big Thief
  13. Bug Like an Angel – Mitski
  14. Goodbye Albert – Blur

Straumur 3. júlí 2023

Hljómsveitin Spacestation kíkir í heimsókn í Straum í kvöld og segir okkur frá sinni fyrstu ep plötu sem kemur út í vikunni. Auk þess sem spiluð verður ný tónlist frá Pílu, Olof Dreijer, Blur, James Blake og fleirum. Þátturinn sem er í umsjón Óla Dóra er á dagskrá á X-inu 977 klukkan 22:00. 

  1. Hvítt vín – Spacestation
  2. Nobody – Píla
  3. Rosa Rugosa – Olof Dreijer
  4. Big Hammer – James Blake
  5. Train to Berlin – Spacestation
  6. Sickening – Spacestation
  7. All of the Time – Spacestation
  8. St. Charles Square – Blur
  9. Liquid Sky – Care
  10. Odyssey – Beck, Phoenix
  11. Goodtime – Be Your Own Pet
  12. The Stuff – Allah-Las

Straumur 22. maí 2023

Í Straumi í kvöld heyrum við nýtt efni frá Róisín Murphy, Tensnake, SBTRKT, 2hands, Eyes Of Others, Blur og öðrum listamönnum. Straumur með Óla Dóra á slaginu 22:00 á X-inu 977. 

  1. Keep It Secret (Extended Mix) – Tensnake feat. Jessy Lanza
  2. The Universe – Róisín Murphy
  3. DEMONS (feat. Toro Y Moi) – SBTRKT
  4. DRIFT (ft. Leilah) – SBTRKT
  5. eg&thu – 2 HANDS
  6. Illumina – Call Super, Julia Holter
  7. Örmagna – Torfi
  8. Once, Twice, Thrice – Eyes of Others
  9. Constant Repeat – Kurt Vile
  10. The Narcissist – Blur
  11. Summer Love – Lala Salama
  12. Ruins – Mari Dangerfield

Bestu erlendu plötur ársins 2015

Straumur árslisti 2015 – 30 bestu erlendu plötur ársins by Straumur on Mixcloud

30) Dr. Dre – Compton

29) Neon Indian – VEGA INTL. Night School

28) Built To Spill – Untethered Moon

27) Titus Andronicus – The Most Lamentable Tragedy

26) Seven Davis Jr. – Universes

25) Earl Sweatshirt – I Don’t Like Shit, I Don’t Go Outside

24) Jessica Pratt – On Your Own Love Again

23) Thundercat – The Beyond / Where the Giants Roam

22) D.R.A.M. – Gahdamn!

21) Ezra Furman – Perpetual Motion People

20) Roisin Murphy – Hairless Toys

19) Blur – The Magic Whip

18) Empress Of – Me

17) Grimes – Art Angels

16) Deerhunter – Fading Frontier

15) Hudson Mohawke – Lantern

14) Waxahatchee – Ivy Tripp

13) Tobias Jesso Jr. – Goon

12) Sufjan Stevens – Carrie & Lowell 

11) Jamie xx – In Colour

10) SOPHIE – PRODUCT

PC- music prinsinn og ólíkindatólið Sophie sendi þessa vöru sína í hillur plötubúða í lok síðasta mánaðar. Á plötunni Product má heyra átta smáskífur frá Sophie sem eru hver annarri hressari.   

9) Fred Thomas – All Are Saved

All Saved er níunda sólóplata indie-kempunar Fred Thomas frá Michigan sem einnig er meðlimur í lo-fi bandinu Saturday Looks Good to Me. Platan er hans metnaðarfyllsta verk til þessa og það fyrsta til að fá drefingu á alþjóðavísu.

8) Unknown Mortal Orchestra – Multi-Love

Þriðja plata Unknown Mortal Orchestra byggir ofan á þéttan grunn af bítlalegu og léttsíkadelísku fönkrokki en bætir við nokkrum litum í hljómpalettuna. Útkoman er fjölbreyttari verk en áður, bæði þegar kemur að hljóðheim og uppbyggingum laga.

7) Kurt Vile – believe i’m going down…

Það gerist ekki afslappaðra og huggulegra gítarpoppið en hjá Kurt Vile, en samt er alltaf kaldhæðinn broddur í textagerðinni. believe i’m going down… er gríðarlega heilsteypt og góð plata þó hún nái ekki alveg sömu hæðum og hans síðasta, Walking on a pretty daze.

6) Courtney Barnett – Sometimes I Sit And Think, And Sometimes I Just Sit

Hin ástralska Courtney Barnett nær hér á undraverðan hátt að blása lífi í glóðir slakkerrokks 10. áratugarins. Á þessari plötu sem ber besta titil ársins syngur Barnett algjörlega áreynslulaust um tilgangsleysi hversdagslífsins á svo næman hátt að það er ekki hægt annað en að heillast með. Svo eru feikisterkar lagasmíðar alls ekki að skemma fyrir. Frábær plata.

5) Kelela – Hallucinogen

Tónlistarkonan Kelela fylgdi á eftir mixtape-inu Cut 4 Me frá árinu 2013 með þessari silkimjúku ep plötu sem nær hápunkti sínum í laginu Rewind. Á plötunni naut hún meðal annars aðstoðar upptökustjórans Arca sem gefur henni skemmtilegan framtíðarblæ.

4) Kendrick Lamar – To Pimp A Butterfly

Kendrick Lamar tókst að standa undir nánast óbærilegum væntingum sem skapast höfðu eftir good kid m.A.A.d. city, með hinni óheyrilega metnaðarfullu og fjölbreyttu To Pimp A Butterfly. Á skífunni úir og grúir af frábærum pródúsöntum og heyra má áhrif frá jassi, slamljóðum og G og P-fönki. En yfir öllu því gnæfir rödd Kendrick og flæðir yfir alla bakka eins og Amazon. To Pimp A Butterfly er nýkomin út en manni finnst hún strax vera orðin hluti af kanónunni í vesturstrandarrappi.

3) D.K. – Love On Delivery

Love Delivery er seyðandi og stöðug stuttskífa frá franska tónlistarmanninum D.K. Fullkomin á ströndina.

2) Rival Consoles – Howl

Breski raftónlistarmaðurinn Ryan Lee West, sem gefur út tónlist undir nafninu Rival Consoles, sendi frá sér lifandi raftóna í október á plötunni Howl sem minna á köflum á bestu verk tónlistarmanna á borð við Jon Hopkins og Aphex Twin.

1) Tame Impala – Currents

Hinn stjarnfræðilega hæfileikaríki Kevin Parker virðist ófær um að stíga feilspor og Tame Impala er á góðri leið með að verða Flaming Lips sinnar kynslóðar. Tame Impala taka 60’s síkadelíuna sína alvarlega og andi og fagurfræði hennar skín í gegn í öllum verkum sveitarinnar, ekki síst í stórkostlegum myndböndum og myndefni. Á þessari þriðju og jafnframt bestu plötu sveitarinnar fer minna fyrir gíturum en þeim mun meira er um útúrspeisaða hljóðgervla og trommuheila. Opnunarlagið Let It Happen er eitt allra sterkasta lag ársins og platan sem á eftir fer er löðrandi í grípandi viðlögum en en á sama tíma sprúðlandi í hugvíkkandi tilraunastarfsemi. Straumarnir á þessari plötu eru þungir og eiga eftir að fleyta Tame Impala langt. Bravó.

Straumur 23. mars 2015

Í Straumi í kvöld verður fjallað um nýjar plötur og lög frá listamönnum á borð við Courtney Barnett, Shamir, Earl Sweatshirt, Shlohmo, James Murphy, Blur, Major Lazer, Vök og fleirum auk þess sem tónlistarmaðurinn Gunnar Jónsson Collider kíkir í heimsókn. Straumur með Óla Dóra frá klukkan 23:00 á X-inu 977.

Straumur 23. mars 2015 by Straumur on Mixcloud

1) Elevator Operator – Courtney Barnett
2) An Illustration of Loneliness (Sleepless in New York) – Courtney Barnett
3) Dead Fox – Courtney Barnett
4) Call it Off – Shamir
5) Lean On (feat. MØ & DJ Snake) – Major Lazer
6) Transikh – Gunnar Jónsson Collider
7) Harmala – Gunnar Jónsson Collider
8) Golden Years (David Bowie cover) – James Murphy
9) We Used To Dance – James Murphy
10) Ditch – Shlohmo
11) Huey – Earl Sweatshirt
12) Wool (ft Vince Staples) – Earl Sweatshirt
13) If I Was – Vök
14) We Came As We Left – Buspin Jieber
15) The Dream – Buspin Jieber
16) Animals – Du Tonc
17) Lonesome Street – Blur

16. desember: The Wassailing song – Blur

 

Fyrir nákvæmlega 21 ári í dag eða þann 16. desember 1992 gaf hljómsveitin Blur tónleikagestum í London óvænta gjöf.  Um 500 heppnir aðdáendur sveitarinnar fengu 7 tommu plötu með útgáfu Blur á hinu klassíska breska jólalagi The Wassailing Song sem oftast er sungið um áramót þar í landi. Óhætt er að segja að plata þessi sé safngripur í dag.

 

Lög ársins 2012

 

 

50) Under The Westway – Blur

 

49) Lost Songs – …And You Will Know Us By The Trail Of Dead

 

      1. 1-05 Lost Songs

 

48) New For You – Andrés

 

 

47) Blue Meanies – OPOSSOM

 

 

46) In The Yard – Bowerbirds

 

 

45) Survival Tactics (ft. Capital STEEZ) – Joey Bada$$

 

 

44) Don’t Leave Me (Ne me quitte pas) – Regina Spektor

 

 

43) Bad Girls – M.I.A.

 

 

42) I Love It (ft. Charli XCX) – Icona Pop

 

 

41) Hey Jane – Spiritualized

 

 

40) Jasmine – Jai Paul

 

 

39) Mirror Maru – Cashmere Cat

 

 

38) Foliage – Marble Lion

 

 

37) Jack Rollin’ – Fort Romeau

 

 

36) Grown Up – Danny Brown

 

 

35) Elephant – Tame Impala

 

 

34) Cash, Diamond Rings, Swimming Pools – D E N A

 

 

33) 110% – Jessie Ware

 

 

32) I’ve Seen Footage – Death Grips

 

31) Heal – Child of Lov

 

30) Cali in a Cup – Woods

 

29) Do Ya Thing – Gorillaz (ft. Andre 3000 and James Murphy)

 

 

28) Hip (Eponymous) Poor Boy – Jack White

 

 

 

27) Freaking Out The Neighborhood – Mac Demarco

 

26)  Simple Song – The Shins

25) What’s In Your Head – Disclosure

 

24) Sweet Life – Frank Ocean

 

 

23) Your Drums – AlunaGeorge

 

 

22) The Full Retard – El-P

 

 

21) Sprawl ll (Soulwax Remix) – Arcade Fire

 

 

 

20) Eg-Ged-Osis – Lindstrøm

Lindstrom er fánaberi hinnar skandinavísku geimdiskó-bylgju og hans nýjasta plata, Smallhans, er hans besta í þónokkur ár. Eg-Ged-Osis fangar kjarna plötunnar og lætur þig gleyma hversdagslegri danstónlist og dreyma um kokteil-bar í skýjaborginni.

 

 

19) Summer Music – Advance Base

Bandaríska tónlistarmanninum Advanced Base hefur augljóslega orðið hugsað til sumarsins þegar hann samdi lagið Summer music sem er á plötu hans A Shut-In’s Prayer sem kom út í vor. Lagið opnar plötuna á öflugan hátt og setur tóninn fyrir það sem koma skal.

 

 

18) Rock Bottom – King Krule

Undrabarnið King Krule er einungis 19 ára gamall en býr yfir rödd sem á köflum minnir talsvert á Tom Waits. Rock Bottom er frábær nútímablús beint úr botni viskítunnunnar.

 

17) Gun Has No Trigger – Dirty Projectors

Í Gun has no Trigger hefur David Longstreth skapað míní-epík af fádæma öryggi og innlifun. Með eingöngu bassa, trommur og raddir að vopni framkallar hann gæsahúð á gæsahúð ofan í mögnuðum uppbyggingum og hádramatískum texta. Fallegustu raddanir ársins.

 

 

16) 1991 – Azealia Banks

Azealia Banks skaust upp á stjörnuhimininn með hinu snaggaralega dónalega 212 og með laginu 1991 kom í ljós að hún er ekkert eins smells undur. Takturinn er lágstemmdur en þó harður og Azealia spýtir út úr sér ungæðislegum rímum á hraða ljóssins.

 

 

15) Earthforms – Matthew Dear

Bandaríski raftónlistarmaðurinn Mathew Dear hitti naglann á nýbylgjuhöfuðið með þessum drungalega smelli sem minnir um margt á hina goðasagnakenndu sveit Joy Division.

 

14) Doused – DIIV

Brooklyn hljómsveitin DIIV gerði góða hluti á árinu með fersku gítarrokki sem er þó byggt á traustum grunni nýbylgjurokks. Grípandi gítarinn í Doused er einstaklega smekklegur og fjarræn rödd söngvarans Zachary Cole Smith passar eins og flís við rass.

13)  Genesis – Grimes

Grimes hefur tekið við krúnunni af Arcade Fire sem heitasta útflutningsvara Montreal borgar og lagið Genesis sýnir vel hvers vegna. Einstaklega frumleg rafræn samsuða úr ýmsum áttum þar sem austrænir tónstigar eru áberandi.

 

 

12) New York – Angel Haze

Hin eitilharða rapp-pía Angel Haze stimplaði sig eftirminnilega inn í harða Hip Hop samkeppni New York borgar á árinu. Hún staðsetti sig framarlega í kapphlaupinu með þessu lagi sem er samnefnt borginni.

 

 

11) Tapes & Money – Totally Enormous Extinct Dinosaurs

Hugvitsamlegt house eins og það gerist best. Nógu poppað til að grípa við fyrstu hlustun og draga alla út á dansgólfið en inniheldur samt ótal smáatriði til að uppgvöta við endurtekna spilun.

 

10) Placid Acid – Tourist

Upptökustjórinn Little Loud frá Brighton vakti áður athygli fyrir frábærar endurhljóðblandanir á lögum eftir listamenn á borð við Ariel Pink Haunted Graffiti, HEALTH og Memory Tapes. Little Loud kallar sig Tourist í dag og sendi frá sér EP plötuna Placid Acid á árinu. Titillagið á plötunni er eitt af betri lögum þessa árs.

 

 

9) Andrew In Drag – The Magnetic Fields

Ameríska indísveitin Magnetic Fields er komin aftur á heimavöll með sinni nýjustu plötu sem er uppfull af skemmtilegu og útpældu synthapoppi. Ástarsöngurinn til klæðskiptingsins Andrew er svo grípandi klístraður að hann límist við heilabörkinn, og þá skiptir kynhneigð, fatasmekkur og líffræðilegt eða andlegt kyn hlustandans engu máli.

 

8) Life’s a Beach – Django Django

Skoski kvartettinn Django Django reis hátt á árinu og voru meðal annars tilnefndir til hinna virtu Mercury verðlauna fyrir sína fyrstu plötu. Life’s a Beach er með grípandi gítarkrók, frábæran samsöng og sólbrennt viðlag sem kemur mér alltaf í sumarskap, jafnvel í svartasta skammdeginu á Íslandi.

 

7) Time – Pachanga Boys

Lengsta lagið á listanum og eitt af helstu lögum sumarsins á öllum betri skemmtistöðum Reykjavíkur. Tekknó sem er allt í senn: bjart, hlýtt, lífrænt og fer beint í mjaðmirnar. Upplifunin er eins og að koma út af klúbbi á Ibiza snemma morgunns og halda dansandi út í sólina. Svo gott að þrátt fyrir lengdina heldur það áfram að hljóma í huganum löngu eftir að það klárast.

 

 

6) The House That Heaven Built – Japandroids

Margir hafa tilnefnt lagið The House That Heaven Built af annarri plötu kanadísku rokkhljómsveitarinnar Japandroids sem lag síðasta sumars og jafnvel ársins. Það ætti að koma fáum á óvart, lagið hefur flest til brunns að bera til að hljóta þann titil. Það er epískt með öflugt viðlag og fær mann til að gleyma stað og stund og njóta augnabliksins.

 

 

5) King Of The World – First Aid Kit

Lokalagið á annari plötu sænsku systrana úr First Aid Kit inniheldur sjálfan Conor Oberst úr Bright Eyes. Rödd Oberst passar fullkomnlega við raddir systrana enda hafði hljómsveit hans haft mikil áhrif á þær þegar þær voru að hefja sinn feril. Fullkomið lokalag á frábærri plötu og þó að Oberst komi inn í lagið rétt í lokin setur hann sterkan svip á það.

 

4) Baby – Ariel Pink’s Haunted Graffiti

Eitt af fallegri lögum sem komið hafa út í ár er lagið Baby í flutningi bandarísku hljómsveitarinnar Ariel Pink’s Haunted Graffiti. Lagið er ábreiða og kom fyrst út á plötu í flutningi bræðranna Donnie og Joe Emerson árið 1979.  Saga þeirra Donnies og Joes Emerson er áhugaverð. Þeir ólust upp á sveitabýli í Washington fylki í Bandaríkjunum og gerðu fátt annað en að vinna á býlinu og hlusta á útvarpið. Þeir drukku í sig áhrif frá bandarískri soul-tónlist og hófu fljótt að spila saman. Faðir þeirra hafði svo mikla trú á hæfileikum sona sinna að hann veðsetti býlið til þess að geta útbúið þar upptökuver fyrir þá.  Hann setti þeim þó eitt skilyrði sem var að þeir yrðu að semja sitt eigið efni. Platan náði aldrei neinum vinsældum og fjölskyldan missti stóran hluta af landareign sinni. Með árunum varð lagið Baby að einhverskonar týndri perlu meðal tónlistaráhugamanna og hefur Ariel Pink sagt að á öllum lagalistum sem hann hefur sett saman síðustu þrjú ár hafi lagið fengið að fljóta með því það sé stórkostlegt. Útgáfa Ariel Pink’s Haunted Graffiti á laginu fylgir upprunalegu útgáfunni mikið eftir og lagið gæti auðveldlega verið gamall smellur úr smiðju Motown tónlistarútgáfunnar þegar hún var á hátindi sínum um miðjan sjöunda áratug síðustu aldar.

Hér er saga Emerson bræðra:

 

3) Inspector Norse – Todd Terje

Ef það væri diskótek í Alþjóðlegu geimstöðinni væri Inspector Norse aðalslagarinn á dansgólfinu. Byrjar á groddaralegu grúvi og geislabyssuhljóðum sem fá alla til að hoppa og skoppa og slekkur síðan á aðdráttaraflinu í seinni hlutanum og leyfir fólki að svífa um í þyngdarleysinu. Todd Terje hefur lengi verið í farabroddi í skandinavísku geimdiskó-senunni, bæði með eigin efni og endurhljóðblöndunum, en hér flýgur hann hærra en áður og er kominn á ansi góðan sporbaug í kringum jörðu.

 

2) Get Free (ft. Amber Coffman) – Major Lazer

Lagið Get Free með Major Lazer og söngkonunni Amber Coffman úr Dirty Projectors er fyrsta smáskífan af væntanlegri breiðskífu Major Lazer sem kemur út á næsta ári. Lagið sömdu Major Lazer, Coffman og David Longstreth, félagi hennar úr Dirty Projectors sem einnig spilar á gítar í laginu.

 

 

1) In Decay – Phèdre

Ritstjórn straums er ekki yfir það hafin að bregða undir sig betri fætinum og fá sér eylítið í tána endrum og eins og lag ársins endurspeglar það. Það er hinn hedóníski óður Phèdre til nautnaseggja og gjálífis sem hefur ómað í óteljandi partýum síðan það kom út í byrjun árs. Hér er því sem smáborgarar kalla „lægstu hvatir“ fagnað og kjarni lagsins er ósnertur af kristnu siðgæði og músíkölskum mínímalisma. Lagið er afar grípandi og dásamlega dekedant. Úrkynjunin drýpur af hverju einasta orði og nótu og það er ekki hægt annað en að hrífast með og leggjast á hnén og tilbiðja gleðskapargyðjuna. Myndbandið undirstrikar þetta en því mætti best lýsa sem orgíu í anda rómverskra svallveislna þar sem tugir lítra af sýrópi og rauðvíni koma við sögu. Fullkomið í áramótapartýið.

 

Way Out West 2012

Way Out West er þriggja daga tónleikahátíð sem er haldin í Gautaborg í Svíþjóð, í ágústmánuði á ári hverju. Hátíðin, sem var fyrst haldin árið 2007, er þekkt fyrir að vera með fjölbreytt úrval af tónlist,  þó aðal fókusinn sé á rokk, elektró og hip hop. Á daginn fer hátíðin fram á þremur sviðum í almenningsgarði í miðborg Gautaborgar sem nefnist Slottsskogen en eftir miðnætti taka við klúbbar í miðbænum. Hátíðinni mætti lýsa sem blöndu af Hróaskeldu og Iceland Airwaves. Tæplega 30 þúsund manns sækja hana á ári hverju. Hátíðin stendur yfir frá fimmtudegi til laugardags.

 

 

Fimmtudagur 9. ágúst

Fyrsti listamaðurinn sem ég sá á Way Out West í ár var Thurston Moore söngvari Sonic Youth. Thurston, sem spilaði ásamt trommara, bassaleikara og fiðluleikara á minnsta sviði hátíðarinnar – Linné, framleiddi hágæða gítarsurg og var hápunktur tónleikanna þegar hann stóð á gítarnum og vaggaði sér fram og til baka til að ná sem mestu feedbakki.Eftir tónleika Moore kom ég við á stærsta sviðinu þar sem heimamennirnir í Deportees spiluðu á vel sóttum tónleikum. Eins góð og mér þykir þeirra síðasta plata  þá heilluðu þeir mig ekki í þetta skiptið. Strax á eftir þeim var röðin kominn að hip hop hljómsveitinni De La Soul sem spiluðu á næst  stærsta sviðinu sem nefnist Azalea. Þetta voru vægast sagt verstu tónleikar hátíðarinnar. Eftir að hafa spilað 45 sekúndur úr smelli sínum All Good hófu hljómsveitarmeðlimir að keppast um hvorum megin við sviðið væri meira klappað og reyndu að leiða áhorfendur í eitthvað klappstríð sín á milli. Þetta var gífurlega vandræðalegt og ég sá ekkert annað í stöðunni nema að yfirgefa þessar útbrunnu goðsagnir.  Florence And The Machine stóðu fyrir sínu og áttu þrusu gott sett á stærsta sviðinu sem nefnist Flamingo. Á tónleikunum hitti ég sænsku systurnar í First Aid Kit sem voru spenntar fyrir að spila á sama sviði daginn eftir.  Það kom svo í hlut bandaríska rokk dúósins The Black Keys að loka deginum í Slottsskogen. Þeir stóðu fyrir sínu og gott betur en það og hafa fyllt vel upp í það skarð sem The White Stripes skildu eftir þegar þau hættu í fyrra.

 

Það sem kom mér mest á óvart við þennan fyrsta dag í Slottsskogen var hversu erfitt það reyndist að neyta áfengis á hátíðinni. Það er með öllu óheimilt að koma með áfengi inn á svæðið og öll neysla á tónleikum er bönnuð. Til þess að neyta áfengis þarf maður að fara í sértök tjöld á svæðinu sem selja það og þarf maður að drekka á staðnum. Maturinn á svæðinu þótti mér góður en hefði mátt vera fjölbreyttari, en í ár var grænmetisþema. Þrátt fyrir það var allt flæðandi í kjöti á  blaðamannsvæðinu.

Nú var röðin komin að Stay Out West, sem er fyrir þá tónleikagesti sem vilja halda áfram eftir að tónleikunum í Slottsskogen lýkur. Fyrirkomulagið er á þann hátt að tónleikar eru haldnir í tólf klúbbum sem eru dreifðir um miðbæ Gautaborgar. Þetta er svona svipað og ef Iceland Airwaves væri haldið í Kópavogi, Skeifunni og í miðbæ Reykjavíkur. Allir þessir klúbbar eru frekar litlir og þess vegna þarf maður að vera snar í snúningum til þess að komast inn á þá. Ólíkt Iceland Airwaves getur maður ekki kíkt á tónleika í næsta nágrenni ef húsið er fullt. Fyrsta kvöldið stefndi ég á að sjá Purity Ring á stað sem var næstur Slottsskogen. Þegar þanngað var komið beið mín röð sem minnti á það allra versta í sögu Iceland Airwaves og þó ég hefði blaðamannapassa var mér ekki veittur aðgangur. Það var því ekkert annað í stöðunni en að taka sporvagn á næstu tónleika sem tók um hálftíma. Ég fór á stað í miðbænum sem hýsti Alt J, Bob Mould og Cloud Nothings. Þar var einnig röð og komst ég inn þegar Alt J áttu þrjú lög eftir. Hljómsveitin flutti þau af stakri prýði. Næstur á svið á eftir þeim var Bob Mould sem var áður söngvari hinnar goðsagnakenndu indie hljómsveitar Hüsker Dü frá Minnesota í Bandaríkjunum. Tónleikar Mould voru kraftmiklir og spilaði hann lög frá sólóferlinum í bland við lög með Hüsker Dü og Sugar,sem er band sem Mould stofnaði á tíunda áratugnum. Það ætlaði allt um koll að keyra þegar hann endaði settið með Hüsker Dü slagaranum Celebrated Summer af plötunni New Day Rising. Cloud Nothings lauk svo kvöldinu með frábærum tónleikum sem innihéldu aðallega lög af nýjustu plötu þeirra – Attack On Memory sem kom út fyrr á þessu ári. Eftir þetta kvöld komst ég ekki aftur á tónleika á Stay Out West.

 

Föstudagur 10. ágúst

Philadelphiu rokkarnir í The War On Drugs hófu leikinn á föstudeginum í Slottsskogen. Hljómsveitin, sem áður innhélt sjálfan Kurt Vile, gáfu út hina frábæru breiðskífu – Slave Ambient í fyrra. Tónleikar þeirra á hátíðinni voru frábærir og voru þeir einir af fáum listamönnum sem voru klappaðir upp í ár. Strax á eftir þeim kom svo St. Vincent, öðru nafni Annie Erin Clark sem eitt sinn var í Polyphonic Spree og hljómsveit Sufjan Stevens. Hún átti ekki síðri tónleika og sannaði það hún er ekki aðeins frábær sönkona heldur gítarleikari af guðs náð. Systurnar í First Aid Kit spiluð svo á stóra sviðinu og þeyttu flösu milli þess sem þær spiluðu lög af hinni einstöku plötu The Lion’s Roar, sem kom út í byrjun ársins í bland við árbreiður frá listamönnum líkt og Fleet Foxes og Fever Ray.


Söngkonan Feist kom svo á eftir þeim og merkti sviðið með borða sem á stóð Free Pussy Riot. Feist átti mjög góða tónleika og spilaði efni af öllum fjórum plötum sínum. Næst á dagskrá voru svo tónleikar Best Coast, sem ég ákvað að fara á vegna þess að mér þykir mikið til fyrstu plötu þeirra koma en það sama get ég ekki sagt um þá nýjustu. Sem betur fer voru flest lögin sem þau tóku á tónleikunum af fyrri plötunni.Eftir að Best Coast lauk sér af dreif ég mig fremst fyrir framan stóra sviðið til að sjá mögulega næstsíðustu tónleika sem hljómsveitin Blur munu spila á.

 

Hljómsveitin átti, þegar þarna var komið við sögu, aðeins eftir að spila á viðburði sem tengdur var lokaathöfn Ólympíuleikana á sunnudeginum í Bretlandi. Blur áttu í engum erfiðleikum að koma fólki í stuð og hófu tónleikana á smellinum Girls and Boys af plötunni Parklife frá árinu 1994. Hljómsveitin spilaði flest sín frægustu lög og einnig tvö þau nýjustu  – Puritan og Under The Westway við mikinn fögnuð viðstaddra. Ég hef séð Blur þrisvar áður – í Laugardalshöll árið 1996 og 1997 og á Hróaskeldu 2003, en aldrei hef ég séð þá í eins góðu formi og nú. Þeir enduðu tónleikana á þremur af mínum uppáhalds Blur lögum End of a Century, For Tomorrow og The Universal.

 


Laugardagur 11. ágúst

A$AP Rocky hóf síðasta dag hátíðarinnar með krafti og fékk áhorfendur fljótlega á sitt band. Fjórða hvert lag á tónleikunum var óður til hugtaksins SWAG, þar sem hann og félagi hans endurtóku hugtakið í sífellu við kröftugan takt. Eftir tónleika A$AP heyrði ég þær hræðilegu fréttir að tónleikum Frank Ocean á hátíðinni hefði verið aflýst. Þetta voru verstu tíðindi helgarinnar, því ég hlakkaði mikið til að sjá Ocean og ekkert sérstakt kom í stað hans. Ég hlýddi stuttlega á Mogwai áður en ég hélt á tónleika  sænsku hljómsveitarinnar Miike Snow, sem sýndu að þeir eru sterkt tónleikaband með tvær frábærar plötur í fartaskinu. Hápunktur tónleikanna var þegar að Lykke Li kom fram með þeim í laginu Get Out Of The Black Box. Næstir á dagskrá voru sjálfir Kraftwerk sem ég hafði séð í Kaplakrika árið 2004. Munurinn á þessum tónleikum og þeim voru að í þetta skipti var myndbandið sem var fyrir aftan þá í 3D og flest allir tónleikagestir skörtu slíkum gleraugum sem dreift var um svæðið um daginn. Kraftwerk sviku engan með einstökum tónleikum þó maður velti oft fyrir sér hvað nákvæmlega þessir fjórir herramenn gera á sviðinu, þeir hefðu alveg eins getað verið að leggja kapal í tölvunum, þeir hreyfðust ekki allan tímann.


Eftir Kraftwerk var röðin komin að síðasta atriði Way Out West í ár – Odd Future Wolf Gang Kill Them All, sem ég hafði séð árið áður á Hróaskeldu. Gengið átti fína tónleika og enduðu þessa frábæru helgi á skemmtilegan hátt.

Það sem stóð upp úr að mínu mati í ár var St. Vincent, Blur og A$AP Rocky. Vonbrigði helgarinnar voru raðirnar og staðsetninginn á Stay Out West og aflýsing Frank Ocean. Þrátt fyrir það er Way Out West ein af skemmtilegri hátíðum sem ég hef farið á og ég get auðveldlega mælt með henni fyrir alla tónlistaráhugamenn sem vilja upplifa þá stemmingu sem einkennir stórar tónlistarhátíðir og kosti þess að vera staðsettur í miðborg stórborgar.

Óli Dóri