28.9.2015 13:14

Fyrsta smáskífa H.dór kemur út

Halldór Eldjárn sem er einna þekktastur sem meðlimur hljómsveitarinnar Sykur gaf í dag út fyrstu smáskífuna undir nafninu H.dór sem er sólóverkefni hans. Lagið heitir Desert og er skemmtileg hljóðgervla smíð sem hlusta má á hér fyrir neðan. H.dór kemur fram á Iceland Airwaves í nóvember.


©Straum.is 2012