Straumur 9. mars 2020

Í Straumi í kvöld kíkir tónlistarkonan Salóme Katrín í heimsókn og leyfir okkur að heyra nýtt lag sem hún gefur út á næstunni. Einnig verður farið yfir nýjar hljómplötur frá ThundercatStephen Malkmus og Caroline Rose auk þess sem nýtt efni frá Róisín MurphyFour TetJay Som og mörgum öðrum fær að heyrast. Straumur með Óla Dóra milli ellefu og tólf í kvöld á X-inu 977! https://www.mixcloud.com/olidori/straumur-9-mars-2020/

1) Murphy’s Law – Róisín Murphy
2) Ibizafjörður – Hermigervill
3) The End (demo) – Salóme Katrín
4) Don’t Take Me So Seriously – Salóme Katrín
5) Funny Thing – Thundercat
6) Dragonball Durag – Thundercat
7) Kerosene! – Yves Tumor
8 ) Got to go my own Way – Caroline Rose
9) Pipe Dreams – Caroline Rose
10) Famous Monsters – Chromatics
11) 4T Recordings – Four Tet
12) A Thousand Words – Jay Som
13) Isabella – Hamilton Leithauser
14) Flowin’ Robes – Stephen Malkmus
15) The Greatest Own In Legal History – Stephen Malkmus

Bestu íslensku plötur ársins 2019

20) Kuldaboli – Stilleben 053

19) sideproject  – sandinista release party / ætla fara godmode

18) Sad Party – Sin Fang

17) Ásta Pjétursdóttir – Sykurbað

16) TSS – Rhino

15) kef LAVÍK – Blautt heitt langt vont sumar

14) Korter í flog – Anna & Bernhard Blume (drepa alla fasista)

13) Andy Svarthol – Mörur

12) Konsulat – …og rósir

11) Rauður – Semilunar

10) Markús – Counting Sad Songs

9) Gróa – Í glimmerheimi

8) Felix Leifur – Brot 1

7) Sykur – Já takk!

6) Skoffín – Skoffín bjargar heiminum

5) Pink Street Boys – Heiglar

4) Bjarki – Happy earthday

3) Sunna Margrét – Art Of History

2) K.óla – Allt Verður alltílæ

1) Grísalappalísa – Týnda rásin

Primavera 2015

Primavera sound er fimm daga tónleikahátíð sem er haldin í Barcelona á Spáni, í maí-mánuði  á ári hverju. Hátíðin, sem var fyrst haldin árið 2001, er þekkt fyrir að vera með fjölbreytt úrval af tónlist,  þó aðal fókusinn sé á rokk, elektró og hip hop. Á daginn fer hátíðin fram á mörgum sviðum í almenningsgarði í miðborg Barcelona sem nefnist Parc del Fòrum en eftir miðnætti taka við klúbbar í miðbænum. Hátíðinni mætti lýsa sem blöndu af Hróaskeldu og Iceland Airwaves. Tæplega 175  þúsund manns sækja hana á ári hverju. Hátíðin stendur yfir frá miðvikudegi til sunnudags.

 

 

Miðvikudagur 27. maí 

Fyrsti listamaðurinn sem ég sá á Primavera í ár var Albert Hammond gítarleikari  The Strokes. Hammond, sem spilaði ásamt trommara, bassaleikara og fiðluleikara á strærsta sviði hátíðarinnar, framleiddi hágæða gítarsurg og var hápunktur tónleikanna þegar hann stóð á gítarnum og vaggaði sér fram og til baka til að ná sem mestu feedbakki.Eftir tónleika Hammond kom ég við á stærsta sviðinu þar sem 80s hetjurnar í Orchestral Manoeuvres in the Dark spiluðu á vel sóttum tónleikum. Eins góð og mér þykir þeirra síðasta plata  þá heilluðu þeir mig ekki í þetta skiptið. Strax á eftir þeim var röðin kominn að Benjamin Booker sem spilaði á klúbb í grendinni sem nefnist BART, þar kom einnig fram Har Mar Superstar. Þetta voru frábærir tónleikar. Eftir að hafa spilað 45 sekúndur  hófu hljómsveitarmeðlimir að rífast við dyraverði og úr varð stríð þeirra á milli. Þetta var gífurlega vandræðalegt og ég sá ekkert annað í stöðunni nema að yfirgefa svæðið.

Fimmtudagur 28. maí 

Viet Cong stóðu fyrir sínu og áttu þrusu gott sett á Pitchfork sviðinu. Á tónleikunum hitti ég nokkrur bönd sem voru spenntar fyrir að spila á sama sviði daginn eftir. Þá var runnin upp sú stund sem ég hafði beðið eftir, bandaríska rokksveitin The Replacements voru að fara að spila sína næst síðustu tónleika á Primavera-sviðinu.  Þeir stóðu fyrir sínu og gott betur en það og hafa fyllt vel upp í það skarð sem skildu eftir þegar þeir hættu árið 1991.

Það sem kom mér mest á óvart við þennan fyrsta dag á Primavera svæðinu var hversu auðvelt það reyndist að neyta áfengis á hátíðinni. Til þess að neyta áfengis þarf maður að fara í sértök tjöld á svæðinu sem selja það og þarf maður að drekka á staðnum. Maturinn á svæðinu þótti mér góður en hefði mátt vera fjölbreyttari.

Nú var röðin komin að Tyler the creator, sem er fyrir þá tónleikagesti sem vilja halda áfram eftir að tónleikunum  lýkur. Fyrirkomulagið er á þann hátt að tónleikar eru haldnir í tólf klúbbum sem eru dreifðir um svæðið. Þetta er svona svipað og ef Iceland Airwaves væri haldið í Kópavogi, Skeifunni og í miðbæ Reykjavíkur. Allir þessir klúbbar eru frekar litlir og þess vegna þarf maður að vera snar í snúningum til þess að komast inn á þá. Ólíkt Iceland Airwaves getur maður ekki kíkt á tónleika í næsta nágrenni ef húsið er fullt. Fyrsta kvöldið stefndi ég á að sjá Chet Faker á tónleikum sem voru mjög öflugir. Þegar þanngað var komið beið mín röð sem minnti á það allra versta í sögu Iceland Airwaves og þó ég hefði blaðamannapassa var mér ekki veittur aðgangur. Það var því ekkert annað í stöðunni en að taka sporvagn á næstu tónleika sem tók um hálftíma. Ég fór á svið á miðju svæðinu  sem hýsti James Blake, Jungle og fleiri og fór í rúmið sáttur.

Föstudagur 29. maí

Þar var einnig röð og komst ég inn þegar Alt J áttu þrjú lög eftir. Hljómsveitin flutti þau af stakri prýði. Næstur á svið á eftir þeim var Bob Mould sem var áður söngvari hinnar goðsagnakenndu indie hljómsveitar Hüsker Dü frá Minnesota í Bandaríkjunum. Tónleikar Mould voru kraftmiklir og spilaði hann lög frá sólóferlinum í bland við lög með Hüsker Dü og Sugar,sem er band sem Mould stofnaði á tíunda áratugnum. Það ætlaði allt um koll að keyra þegar hann endaði settið með Hüsker Dü slagaranum Celebrated Summer af plötunni New Day Rising. Cloud Nothings lauk svo kvöldinu með frábærum tónleikum sem innihéldu aðallega lög af nýjustu plötu þeirra – Attack On Memory sem kom út fyrr á þessu ári. Eftir þetta kvöld komst ég ekki aftur á tónleika á Stay Out West.

 

Föstudagur 10. ágúst

Philadelphiu rokkarnir í The War On Drugs hófu leikinn á föstudeginum í Slottsskogen. Hljómsveitin, sem áður innhélt sjálfan Kurt Vile, gáfu út hina frábæru breiðskífu – Slave Ambient í fyrra. Tónleikar þeirra á hátíðinni voru frábærir og voru þeir einir af fáum listamönnum sem voru klappaðir upp í ár. Strax á eftir þeim kom svo St. Vincent, öðru nafni Annie Erin Clark sem eitt sinn var í Polyphonic Spree og hljómsveit Sufjan Stevens. Hún átti ekki síðri tónleika og sannaði það hún er ekki aðeins frábær sönkona heldur gítarleikari af guðs náð. Systurnar í First Aid Kit spiluð svo á stóra sviðinu og þeyttu flösu milli þess sem þær spiluðu lög af hinni einstöku plötu The Lion’s Roar, sem kom út í byrjun ársins í bland við árbreiður frá listamönnum líkt og Fleet Foxes og Fever Ray.


Söngkonan Feist kom svo á eftir þeim og merkti sviðið með borða sem á stóð Free Pussy Riot. Feist átti mjög góða tónleika og spilaði efni af öllum fjórum plötum sínum. Næst á dagskrá voru svo tónleikar Best Coast, sem ég ákvað að fara á vegna þess að mér þykir mikið til fyrstu plötu þeirra koma en það sama get ég ekki sagt um þá nýjustu. Sem betur fer voru flest lögin sem þau tóku á tónleikunum af fyrri plötunni.Eftir að Best Coast lauk sér af dreif ég mig fremst fyrir framan stóra sviðið til að sjá mögulega næstsíðustu tónleika sem hljómsveitin Blur munu spila á.

 

Hljómsveitin átti, þegar þarna var komið við sögu, aðeins eftir að spila á viðburði sem tengdur var lokaathöfn Ólympíuleikana á sunnudeginum í Bretlandi. Blur áttu í engum erfiðleikum að koma fólki í stuð og hófu tónleikana á smellinum Girls and Boys af plötunni Parklife frá árinu 1994. Hljómsveitin spilaði flest sín frægustu lög og einnig tvö þau nýjustu  – Puritan og Under The Westway við mikinn fögnuð viðstaddra. Ég hef séð Blur þrisvar áður – í Laugardalshöll árið 1996 og 1997 og á Hróaskeldu 2003, en aldrei hef ég séð þá í eins góðu formi og nú. Þeir enduðu tónleikana á þremur af mínum uppáhalds Blur lögum End of a Century, For Tomorrow og The Universal.

 


Laugardagur 11. ágúst

A$AP Rocky hóf síðasta dag hátíðarinnar með krafti og fékk áhorfendur fljótlega á sitt band. Fjórða hvert lag á tónleikunum var óður til hugtaksins SWAG, þar sem hann og félagi hans endurtóku hugtakið í sífellu við kröftugan takt. Eftir tónleika A$AP heyrði ég þær hræðilegu fréttir að tónleikum Frank Ocean á hátíðinni hefði verið aflýst. Þetta voru verstu tíðindi helgarinnar, því ég hlakkaði mikið til að sjá Ocean og ekkert sérstakt kom í stað hans. Ég hlýddi stuttlega á Mogwai áður en ég hélt á tónleika  sænsku hljómsveitarinnar Miike Snow, sem sýndu að þeir eru sterkt tónleikaband með tvær frábærar plötur í fartaskinu. Hápunktur tónleikanna var þegar að Lykke Li kom fram með þeim í laginu Get Out Of The Black Box. Næstir á dagskrá voru sjálfir Kraftwerk sem ég hafði séð í Kaplakrika árið 2004. Munurinn á þessum tónleikum og þeim voru að í þetta skipti var myndbandið sem var fyrir aftan þá í 3D og flest allir tónleikagestir skörtu slíkum gleraugum sem dreift var um svæðið um daginn. Kraftwerk sviku engan með einstökum tónleikum þó maður velti oft fyrir sér hvað nákvæmlega þessir fjórir herramenn gera á sviðinu, þeir hefðu alveg eins getað verið að leggja kapal í tölvunum, þeir hreyfðust ekki allan tímann.


Eftir Kraftwerk var röðin komin að síðasta atriði Way Out West í ár – Odd Future Wolf Gang Kill Them All, sem ég hafði séð árið áður á Hróaskeldu. Gengið átti fína tónleika og enduðu þessa frábæru helgi á skemmtilegan hátt.

Það sem stóð upp úr að mínu mati í ár var St. Vincent, Blur og A$AP Rocky. Vonbrigði helgarinnar voru raðirnar og staðsetninginn á Stay Out West og aflýsing Frank Ocean. Þrátt fyrir það er Way Out West ein af skemmtilegri hátíðum sem ég hef farið á og ég get auðveldlega mælt með henni fyrir alla tónlistaráhugamenn sem vilja upplifa þá stemmingu sem einkennir stórar tónlistarhátíðir og kosti þess að vera staðsettur í miðborg stórborgar.

Óli Dóri

Yfir 50 atriði kynnt á Iceland Airwaves

Iceland Airwaves kynnti rétt í þessu yfir 50 ný atriði sem munu spila á hátíðinni í haust.

ALÞJÓÐLEG ATRIÐI KYNNT NÚNA:

NATALIE PRASS (US)
NADINE SHAH (UK)
STELLA DONNELLY (AU)
CRUMB (US)
DANNY & THE VEETOS (FO)
EIVØR (FO)
FIEH (NO)
INJURY RESERVE (US)
JIMOTHY LACOSTE (UK)
NANOOK (GL)
OFF BLOOM (DK)
PHILIP EMILIO (NO)
RIZAN SAID (SY)
SURMA (PT)
TAMINO (BE/EG)
TIERRA WHACK (US)
TUVABAND (NO)

KEYCHANGE LISTAMENN:

KAT FRANKIE (DE/AU)
MARI KALKUN (EE)
MUEVELOREINA (ES)
TAWIAH (UK)
VAZ (SE)

ÍSLENSK ATRIÐI KYNNT NÚNA:

ÓLAFUR ARNALDS
HÖGNI
SÓLEY
MR. SILLA
EMMSJÉ GAUTI
BERNDSEN
STURLA ATLAS
DAÐI FREYR
BIRNIR
AFK
ANDARTAK
BEEBEE AND THE BLUEBIRDS
BIRGIR
EINARINDRA
FUTURE FIGMENT
GLERAKUR
HINEMOA
JOEY CHRIST
KARITAS
KEF LAVÍK
KÖTT GRÁ PJÉ
MIGHTY BEAR
MUNSTUR
RING OF GYGES
SHAKES
SURA
SVALA
VAR
VIO

SIGURVEGARAR MÚSÍKTILRAUNA 2018:

ATERIA
LJÓSFARI
MÓRÓKÓAR

Stórskotahríð á skilningarvitin á seinna kvöldi Sónar

Ég byrjaði seinna kvöldið á Sónar með tónleikum Sykurs í Norðurljósasalnum. Dúndrandi elektró-poppið sem pumpaðist út úr hljóðkerfinu kikkstartaði blóðrásinni í gang og útlimirnir byrjuðu ósjálfrátt að kippast til, stundum kallað að dansa. Agnes söngkona sveitarinnar er síðan náttúrafl út af fyrir sig og ein allra kraftmesta rödd og frontkona landsins. Hún er jafnvíg á söng og rapp og með sjarma og sviðsframkomu í gámavís. Það sem hún leggur svo í hárgreiðslu og föt er síðan listaverk út af fyrir sig. Það er meira skúlptúr heldur en outfit, í anda dívna eins Grace Jones og Lady Gaga. Þegar þau enduðu á Reykjavík og allur salurinn söng með og hoppaði í takt.

 Armageddon fyrir flogaveika

Næst á dagskrá voru gömlu tekknóbrýnin í Underworld. Þrátt fyrir að vera orðnir í kringum sextugt var engin ellimerki að sjá á sviðinu í Silfurbergi þetta kvöld. Það er ástæða fyrir því að þeir fylla fótboltaleikvanga af fólki, raftónlistin þeirra er kraftmikil, lífræn og full af orku. Sjóið þeirra er svo á einhverju allt öðru leveli. Þetta var eins og armageddon fyrir flogaveika, heimsstyrjöld háð með leysibyssum, snjóflóð af strobeljósum, sannkölluð stórskotahríð á skilningarvitum úr öllum áttum.

 

Það var erfitt að fylgja eftir Underworld en bresku rappynnjunni Nadiu Rosa fórst það mjög vel úr hendi. Hún hristi fram úr erminni hvern grime-bangerinn á fætur öðrum og fór svaðilförum á sviðinu í dansi, töffaratöktum og almennri útgeislun. Með henni í för voru þrjár hype-píur skástrik dansarar skátrik plötusnældur þannig það var allftaf hreyfing og flæði í atriðinu. Það var ungæðislegur kraftur sem flæddi í stríðum straumum um Norðurljósasalinn og orkan var áþreyfanleg í slögurum eins og Skwod.

 

Eftir Nadiu hélt ég aftur í Silfurberg að sjá Bjarka. Nafnið lætur ekki mikið yfir sér og hann er mun þekktari á heimsmælikvarða en heimavelli, er gefinn út af tekknótæfunni Ninu Kravitz og mjög alþjóðlega þekktur í þeirri kreðsu. Hann hefur undanfarið troðfyllt tónlistarhús, næturklúbba og hátíðarsvið um heim allan, þar á meðal tekknókirkjuna Berghain í Berlín. Þetta eru fyrstu stóru tónleikarnir hans á Íslandi og það var öllu til tjaldað.

Gúrkutekknó

Ef það væru gefin Eddu og/eða íslensku tónlistarverðlaun fyrir leikmynd á tónleikum þá ætti sá sem ber ábyrgðina á sviðnu hans Bjarka þau fyllilega skilið. Það voru þrjár gínur með sjónvarpsskjái í hausastað, reykur, leiserar og rúmlega tveggja metra hár maður í algalla sem væflaðist og ráfdansaði um sviðið. Annar maður í algalla tók myndbönd, kastaði gúrkum af sviðinu og hljóp hringi í kringum salinn. Tónlistin var grjótljónhart tekknó þar sem hver einasta bassatromma nísti inn að beini. Ég hafði bara hlustað á eitt lag með Bjarka áður en starði og hlustaði heillaður allan tímann. Þetta var besta atriði hátíðarinnar og skyldi mig eftir með öll skynfærin gapandi af lotningu.

 

Ég þurfti 15 mínútur af fersku lofti og sígarettureyk til að jafna mig eftir helgeggjunina sem var Bjarki, en síðan var Sónarferðalaginu haldið áfram niður í bílakjallarann þar sem Yamaho og Cassie spiluðu back to back sett. Það byggðist upp með stigmagnaðri sturlun og villtum dansi og setti fullkominn lokapunkt á hátíðina. Ég hlakka til á næsta ári.

 

Davíð Roach Gunnarsson

Straumur 13. mars 2017

Í Straumi í kvöld verður fjallað um nýtt efni frá Jacques Greene, Frank Ocean, Real Estate, The Shins og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.

1) Fall – Jacques Greene
2) Feel Infinite – Jacques Greene
3) Chanel – Frank Ocean
4) Fullir vasar – Aron Can
5) Home – Joe Goddard
6) Heartworms – The Shins
7) Fantasy Island – The Shins
8) ’79: Rock’n’Roll Will Ruin Your Life – The Magnetic Fields
9) ’69: Judy Garland – The Magnetic Fields
10) Stained Glass – Real Estate
11) Dr. Feelgood Falls Off the Ocean – Guided By Voices
12) Hurricane – D∆WN
13) Champagne Supernova (Oasis Cover) – Yumi Zouma
14) Third of May / Ōdaigahara – Fleet Foxes

Mugison – Notið í botn

Staða Mugisons er einstök í íslensku tónlistarlífi. Eftir hina tilraunakenndu Lonely Mountain sló hann rækilega í gegn með Mugimama is this Monkeymusic sem er að mínu mati ein besta plata íslenskrar tónlistarsögu. Hann færði sig út í groddalegt  70’s rokk á Moogie Boogie og varð síðan tengdasonur allrar þjóðarinnar með hinni ljúfsáru Hagl él þar sem hann söng á íslensku. En síðan eru liðin fimm ár og þessi nýja plata kom nánast eins og skrattinn úr sauðaleggnum. Þrátt fyrir að það væri ómögulegt að vera illa við Hagl él, hafði ég lengi saknað gamla Mugison sem var meira wildcard. Á plötum eins og Mugimama…. gekk tilraunakennd raftónlist í anda Warp útgáfunnar hönd í hönd við vískímettaðan blús og kassagítarballöður um ástina.

Þessi nýja plata er að einhverju leyti afturhvarf í rætur Mugison. Íslenskan og sveitarómantíkin er farin og í staðinn er kominn meiri tilraunagleði í hljóminn og fjölbreytni í lagasmíðum. Í fyrsta laginu syngur hann „I’m working/On Something/Don’t know where/Im going og maður ímyndar sér að hann sé að syngja um sköpunarferli plötunnar sjálfrar. Eitt nýtt sem einkennir þessa plötu eru smekklegar brass-útsetningar sem eru í burðarhlutverki á plötunni.

 Ýlfrandi ástríða

Til dæmis í Please, öðru lagi plötunnar, þar sem koma saman vinnukonugrip, trommuheilatakur, skokkandi brass-sveifla og Mugison sjálfur flexar sataníska takta í raddbeytingu á köflum. Svo strax í næsta lagi er dettur hann í hugljúfa ástarballöðu sem minnir rosa mikið á Mugimama, en þó ekkert eitt sérstakt lag af henni.


Tipzy King er yndisfallegt lag um að vera fullur af áfengi og nostalgíu og svo á hæla þess kemur auðvitað Hung Over, um að hann ætli aldrei að drekka aftur. Wolf er með þungri brass-sveiflu og Mugison hreinlega ýlfrar eins og varúlfur í átt að tunglinu í viðlaginu.

Það er mjög margt í þessari plötu þó hún telji aðeins um 30 mínútur. Hún er rokkuð, róleg, drukkin, þunn og stútfull af tilfinningum. Hún er líklega ekki alveg allra, eins og Hagl él var, en það er beittar broddur, hressari gredda og meiri leikgleði á henni en flestum íslenskum plötum sem hafa komið út í ár. Platan heitir því kókakólalega nafni Enjoy sem er skemmtilega bókstaflegt, því guð veit ég naut hennar í ystu æsar og það eiga þúsundir annarra eftir að gera líka. Velkominn aftur Mugison.

Davíð Roach Gunnarsson

Erlent á Airwaves: Straumur mælir með

Nú þegar Iceland Airwaves hátíðin er að bresta á þá höldum við í hefðina og deilum með ykkur þeim erlendu listamönnum sem eru í mestu uppáhaldi hjá Straumi. Fylgist svo vel með næstu daga því eins og undanfarin ár verður Straumur með daglegar fréttir um það sem hæst ber á hátíðinni.

Let’s Eat Grandma

Tvær breskar stelpur sem gera hægt og seigfljótandi rafpopp með bjöguðum röddum sem eru í senn barnalegar og draugalegar.

 

Digable Planets

Áttu eina uppáhalds plötu fyrstu íslensku hip hop kynslóðarinnar sem er reglulega uppgötvuð af þeim sem á eftir komu. Mjúk eins og silki, djössuð eins og Dizzie og spikfeit af andblásinni þekkingu.

 

The Internet

Nútíma R’n’B innblásið af sálartónlist framtíðarinnar. Seiðandi draugur sem smýgur undan rúminu þínu til að ríða þér milli svefns og vöku.

 

Santigold

Ein skærasta stjarna heimstónlistarpoppsins og sem slík hefur hún ekki klikkað ennþá. Ekki alveg jafn beitt og M.I.A. en bætir það upp með exótískum aðgengileika.

 

Frankie Cosmos

Bandaríska söngvara/lagahöfundar pían Frankie Cosmos lítur bæði til fortíðar og framtíðar í undur hugvitssömum lagasmíðum, áhyggjulausum söng og textum sem kinka kolli í áttina að tregablandinni sjálfsmeðvitund.

 

The Sonics

Bandið sem fann upp bílskúrsrokkið. Jafn sækó og þeir eru gamlir.

 

PJ Harvey

Indídrottningin sem hristi upp í Englandi svo það er ekki ennþá samt. Við sáum hana á Primavera í sumar og hún hefur engu gleymt. Klassík en ekki klisja. Sjáið hana.

 

Julia Holter

Kanadísk söngkona sem galdrar fram undurfallegt tilraunapopp með rafrænni áferð þar sem ímyndunaraflið er í aðalhlutverki.

 

Warpaint

Desemberdimmt draumapopp framreitt af fjórum konum frá Los Angeles af fádæma listfengi.