Straumur 23. apríl 2018

Í Straumi í kvöld verður frumflutt glænýtt lag frá Markúsi Bjarnasyni auk þess sem farið verður yfir nýtt efni frá John Maus, The Voidz, Yuno, Lotic, Mac Demarco og mörgum fleirum. Straumur með Óla Dóra á slaginu 23:00 á X-inu 977!

1) Lazy Boy – The Voidz
2) Permanent High School – The Voidz
3) Seinasta tegundin – Markús Bjarnason
4) Indian Summer – Mac DeMarco
5) Bout De Toi – Anemone
6) Why For – Yuno
7) At Least The Sky Is Blue (Johnny Jewel’s Moody Midnight Mix) Ssion
8) Outer Space – John Maus
9) Figured It Out – John Maus
10) Essentil Four – Soulwax
11) Controller – Channel Tres
12) Hunted – Lotic
13) Andrei Rublev – The Vryll Society
14) LA Confidential – Bella Boo

Bestu íslensku plötur ársins 2015

10) Good Moon Deer – Dot

Austfyrski raftónlistarmaðurinn Good Moon Deer gaf sína fyrstu breiðskífu út ókeypis á netinu fyrri part árs. En platan er langt frá því að vera verðlaus, heldur mjög hugvitsamlega gert bútasaumsteppi sampla úr ýmsum áttum. Tempóið er flöktandi og síbreytilegt, hljóðbútar eru klipptir í agnarsmáar agnir og endurraðað, og þegar best lætur minnir Dot á taktmeistara á borð við Prefuse 73.

9) Lord Pusswhip – Lord Pusswhip Is Wack

Beitt og beinskeytt breiðskífa Lord Pusswhip. Pönkað hip-hop þar sem Lordarinn leiðir saman fjöldan allan af hæfileikafólki og útkoman er eins og ekkert annað sem er að gerast í íslenskri tónlist í auknablikinu.

8) Helgi Valur – Notes from the Underground

Notes from the Underground er ferðalag Helga Vals Ásgeirssonar til heljar og til baka. Platan sem var samin í geðrofi – niðurtúr í Berlín og í bata í Reykjavík fangar orku manns sem er á krossgötum. Falleg breiðskífa sem nær hápunkti sínum í hinu epíska lagi Love, Love, Love, Love.

7) Singapore Sling – Psych fuck

Sling hafa alltaf verið fánaberar íslensks innisólgleraugnarokks og ákveðinn fasti í tónlistarsenunni. Sama hvort að krútt eða rapp eru helsta trendið þá stundina standa Singapore Sling alltaf til hliðar og halda sínu striki í níhílísku töffararokkinu. Psych Fuck er þó jafnvel harðari og myrkari heldur en þeirra fyrri verk og er þá mikið sagt. Stundum er söngurinn hlaðinn svo mikilli bjögun að það hljómar eins og Henrik leigi stúdíótíma af satan.

6) Markús & The Diversion Sessions – The Truth the Love the Life

Biðin eftir þessari breiðskífu hefur verið löng og ströng en útkoman svíkur ekki neinn. Sterkir og skemmtilegir textar, létt kærulaus Pavement flutningur með smá Megas inn á milli.

5) Mr Silla – Mr Silla

Fyrsta plata tónlistarkonunar Sigurlaugar Gísladóttur eða Mr.Silla kom út í október 2015. Þrátt fyrir það hefur Sigurlaug verið áberandi í íslenskri tónlist í rúman áratug m.a. sem meðlimur hljómsveitarinnar múm. Platan sem heitir einfaldlega Mr.Silla er í senn einstök og angurvær sem oft fer ekki saman.

4)  Gísli Pálmi – Gísli Pálmi

Gísli Pálmi sprakk í loft upp í vor þegar hans fyrsta breiðskífa sem er samnefnd honum kom loksins út. Allir hip hop unnendur landsins og unglingar í efra Breiðholti misstu líkamsvessa af gleði og heyrst hefur að vinna hafi lagst af í Plain Vanilla í þrjá daga eftir útkomu gripsins. Og skyldi engan undra því hér er um að ræða einu bestu hip hop plötu sem komið hefur út á Íslandi. Bara bítin eru hátækni framtíðarmúsík í efsta klassa og Gísli Pálmi er frábær rappari sem hefur byggt upp karakter og söguheim sem eru algjörlega hans eigin. Hækkum bassann og gefum í botn.

3) Vaginaboys – Icelandick

Vaginaboys eru óvæntasta uppgötvun ársins í íslensku tónlistarlífi. 80’s elektró R’n’B með átótúnuðum söng og íslenskum textum sem þræða einstigi milli væmni og klámfengni. Þeirra bestu hliðar skína í gegn á stuttskífunni Icelandick sem kom út í lok árs. Við kaupum þetta í heildsölu og fáum ekki nóg!

2) Pink Street Boys – Hits#1

Annað árið í röð eiga Pink Street Boys næst bestu plötu ársins hjá Straumi. Allir þeir sem hafa séð bandið á tónleikum vita hversu krafturinn er mikill hjá þessu einstaka bandi. Á plötunni ná þeir að fanga þennan kraft og gott betur.

1) Tonik Ensemble – Snapshots

Snapshots er geysilega metnaðarfullt verk þar sem nostrað er við hvert einasta smáatriði. Hér er allt útpælt: frá uppbyggingu laga og plötunnar sem heild niður í smáhljóð sem heyrist í byrjun eins lags og svo aldrei aftur. Það er þykkt og sterkt heildarsánd yfir plötunni sem er bæði angurvært og melankólískt á sama tíma. Tonik Ensemble er kominn í fremstu röð íslenskra raftónlistarsveita og Snapshots er fagleg og fullorðins en samt með risastóra sál sem skín í gegnum alla plötuna.

Tonik Ensemble – Until We Meet Again (ft. Shipsea) from Sigrún Hreins on Vimeo.

KEXPort 2015

Tónleikahátíðin KEXPort verður haldin í fjórða skiptið í portinu fyrir aftan KEX Hostel laugardaginn 18. júlí næstkomandi frá tólf á hádegi til miðnættis. Tónleikarnir eru haldnir til heiðurs KEXP í Seattle og munu koma fram tólf tónlistaratriði á jafn mörgum klukkustundum. KEXP er útvarpsstöð sem sótt hefur Ísland árlega allt frá árinu 2009 og hefur unnið óeigingjarnt starf til kynningar íslenskrar tónlistar í Bandaríkjunum og víðar í heiminum.

Hátíðin er haldin í portinu fyrir aftan Kex Hostel og eru þeir opnir almenningi á meðan rúm leyfir. Mikill stemmning er fyrir KEXPort í ár og er óhætt að segja að segja að fjölbreytni tónlistaratriða sé með besta móti.
Myndbandstöku af tónleikunum í ár verður streymt beint í gegnum KEXP.ORG, Kexland.is og MusicReach.tv og er það í fyrsta skiptið sem það verður gert.

Dagskrá tónlistaratriða er efirfarandi:

12:00 Sóley

13:00 Teitur Magnússon

14:00 Kælan Mikla

15:00 Futuregrapher

16:00 Markús and the Diversion Sessions

17:00 Valdimar

18:00 Rökkurró

19:00 Muck

20:00 Gísli Pálmi

21:00 DJ Yamaho

22:00 Agent Fresco

23:00 Emmsje Gauti

Meðal þeirra sem hafa komið fram á KEXPort eru Samúel Jón Samúelsson Big Band, Kiriyama Family, Ghostigital, Low Roar, Sóley, Tilbury, Snorri Helgason, Úlfur Úlfur, Mr. Silla, Sykur, Dimma, Reykjavíkurdætur, Sometime, Kött Grá Pje, MUCK, Kippi Kanínus og Moses Hightower.

Bestu íslensku lög ársins 2013

 

30) Before – Vök

29) Maelstrom – Útidúr

 

 

28) Á Hvítum Hesti – Skúli mennski

      1. 07 Á hvítum hesti

 

 

 

 

27) MacGyver og ég – Sveinn Guðmundsson

 

 

26) Hve Ótt ég ber á – VAR

 

 

25) Autumn Skies #2 – Snorri Helgason   
      2. 01 Autumn Skies #2

 

 

 

24) Blóðberg – Mammút

 

 

 

23) All Is Love – M-band

 

 

 

22) Restless (ft. Unnsteinn) – Sisy Ey

 

 

 

21) Again – Good Moon Deer

 

 

 

20) Cheater – Love & Fog

 

 

19) Release Me (ft. DJ YAMAHO) – Intro Beats

 

 

 

18) Harlem Reykjavík – Hermigervill

 

 

 

17) 1922 – Kristján Hrannar

 

 

 

16) Aheybaró – Kött Grá Pjé & Nolem

 

Lög í 15. – 1. sæti

 

 

 

Tónleikahelgin 28/11 – 1/12

Fimmtudagur 28. nóvember

Pink Street Boys, Kælan Mikla og Þórir Georg koma fram á ókeypis tónleikum á Dillon klukkan 22:00. 

Hljómsveitin Tilbury fagnar útgáfu plötunnar Northern Comfort með tónleikum í Kaldalóni í Hörpu. Snorri Helgason og hljómsveit hans sjá um upphitun og hefjast tónleikarnir klukkan 20:00 en miðaverð er 2500 kr.

Tónlistarmaðurinn Loji með tónleika á Kex Hostel sem hefjast klukkan 20:30. 

Hljómsveitirnar Grísalappalísa og Logn koma fram á Harlem. Miðaverð er 1000 kr og hefjast tónleikarnir klukkan 22:00.

 

Föstudagur 29. nóvember 

Marcos Cabral, annar helmingur dúósins Runaway mun þeyta skífum á Harlem Bar um upphitun sjá Fknhndsm og Steindor Jonsson

 

Laugardagur 30. nóvember 

Hljómsveitin Sudden Weather Change mun spila í hinsta sinn og fagna lífi sínu, starfi og tímum á Gamla Gauk. Markús & The Diversion Sessions sér um upphitun og það kostar 1000 kr inn. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00. 

Bandaríski söngvarinn Mark Lanegan kemur fram á tónleikum í Fríkirkjunni klukkan 19:45. 

 

Sunnudagur 1. desember

Stórsveit Reykjavíkur heldur árlega jólatónleika sína í Silfurbergi, Hörpu kl. 17. Einsöngvari verður hinn dularfulli og ástæli Bogomil Font en stjórnandi verður Samúel J. Samúelsson. Flutt verður öll tónlistin af hinum vinsæla geisladiski Majonesjól sem kom út 2006 auk nokkurra annarra skemmtilegra jólalaga.

 

Aukatónleikar með Mark Lanegan í Fríkirkjunni sem hefjast klukkan 19:45.  

Tónleikar helgarinnar

 

 

Miðvikudagur 14. ágúst

 

Ólöf Arnalds og Skúli Sverrisson munu leika á tónleikum í Fríkirkjunni í Reykjavík. Kirkjan opnar fyrir gesti kl. 20 og tónleikar hefjast svo á slaginu 20:30. Hljómsveitin Vök mun einnig koma fram, en hún gaf nýverið út sína fyrstu plötu, EP plötuna Tension.

 

 

Fimmtudagur 15. ágúst

 

Markús & The Diversion Sessions halda tónleika í Lucky Records klukkan 17:00

 

Jazz dúettinn Singimar spilar á ókeypis Pikknikk tónleikum 15. ágúst kl. 17:00 í gróðurhúsi Norræna hússins. Singimar er samstarfsverkefni Inga Bjarna Skúlasonar á píanó og Sigmars Þórs Matthíassonar á kontrabassa.

 

Hljómsveitin Markús & The Diversion Sessions efnir til stórtónleika í Gym & Tonic sal Kex Hostel, Tónleikarnir verða kveðjutónleikar fyrir bassaleikara hljómsveitarinnar Georg Kára Hilmarsson en hann heldur út í masters nám í tónsmíðum í lok ágúst. Hljómsveitin The Diversion Sessions tók upp stutt skífu árið 2012 og mun hún vera gefin út í takmörkuðu upplagi á tónleikunum. Um upphitun sjá hljómsveitirnar Hymnalaya og Nini Wilson. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 og kostar 1000kr inn.

 

Tónleikar á Café Flóru með Skúli mennska og fleiri listamönnum.

Tónleikarnir byrja kl 20 og það er ókeypis inn.

 

Two Step Horror og Rafsteinn spila á tónleikaröð Hressingarskálans. Enginn aðgangseyrir og tónleikarnir hefjast klukkan 22:00.

 

Hljómsveitirnar Godchilla og Klikk troða upp á Dillon fimmtudaginn. Það er frítt inn og tónleikarnir hefjast klukkan 22:00.

 

 

Föstudagur 16. ágúst

 

 

BJÚDDARINN 2013, árlegt skemmtikvöld knattspyrnufélagsins Mjöðm Gallerý Knattspyrna (ef.), fer fram á skemmtistaðnum Harlem

 

Prógram:

Kippi Kaninus

Markús & the diversion sessions

DJ Margeir & Högni Egilsson

Mið-Íslands grínistarnir Bergur Ebbi & Jóhann Alfreð

Málverkauppboð

 

Hús opnar 22:00

Miðaverð: 1.000 kr.

 

 

 

 

Laugardagur 17. ágúst

 

Kveðjutónleikar Boogie Trouble á Gamla Gauknum.  Ásamt Boogie verða þarna Bárujárn, Bjór og Babies.

Hús opnar 21:00 – Tónleikar hefjast 22:00 og Aðgangseyrir er 1500 krónur en ágóði rennur óskiptur í að fjármagna væntanlega plötu hljómsveitarinnar sem mun líta dagsins ljós í vetur.

 

 

KVIKSYNÐI #6 í hliðarsal Harlem 

  • – Bjarki – Live set
  • – Hlýnun Jarðar
  • – ULTRAORTHODOX – Live set
  • – Bypass
  • – Captain Fufanu
  • Húsið opnar klukkan 23.00 og það er frítt inn!

 

 

 

 

Sunnudagur 18. ágúst

 

Tónleikar með sjálfum David Byrne og St. Vincent í Háskólabíó klukkan 20:00. Miðar eru til sölu á midi.is og það kostar 8990 í svæði B og 10999 í svæði A. Það þarf vart að kynna David Byrne eða St. Vincent (aka Annie Clark) fyrir tónlistaráhugafólki. Ferill þeirra er mislangur en afar farsæll. Þau leiddu saman hesta sína fyrir nokkrum misserum og tóku upp plötu. Afraksturinn leit dagsins ljós á síðasta ári og platan Love this Giant var af mörgum talin plata ársins 2012.

 

 

Straumur 12. ágúst 2013

Í Straumi í kvöld kíkjum við á nýtt efni með Washed Out, Drake, Jon Hopkins, Ty Segall, Islands, Porcelain Raft og mörgum fleirum. Auk þess verður frumflutningur á nýju lagi frá reykvísku hljómsveitinni Markús & The Diversion Sessions. Straumur með Óla Dóra á slaginu 23:00 á X-inu 977!

Straumur 12. ágúst 2013 by Straumur on Mixcloud

1) It All Feels Right – Washed Out
2) Hold On, We’re Going Home (ft. Majid Jordan) – Drake
3) Turn It Up – Factory Floor
4) Is This How You Feel – The Preatures
5) Decent Times – Markús & The Diversion Sessions
6) All I Know – Washed Out
7) Falling Back – Washed Out
8) Your Life Is a lie – MGMT
9) Breathe This Air (ft. Purity Ring) – Jon Hopkins
10) Becoming The Gunship – Islands
11) Hushed Tones – Islands
12) Avalanche (slow) – Zola Jesus
13) Cluster – Porcelain Raft
14) Minor Pleasure – Porcelain Raft
15) The Keepers – Ty Segall
16) Sweet C.C. – Ty Segall