Straumur 30. apríl 2018

Í Straumi í kvöld verður farið yfir nýjar plötur frá Jon Hopkins, Prins Póló og Janelle Monáe, auk þess sem kíkt verður á ný lög frá Kedr Livanskiy, Machinedrum, GKR, The Endorphins og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra á slaginu 23:00 á X-inu 977.

1) Hype Up – Machinedrum
2) Bilo Vremya (there was a time) – Kedr Livanskiy
3) Rigna (ft. Nguvo) – GKR
4) Ye Vs The People – Kanye West
5) All Night (ft. Joe Lefty) – The Endorphins
6) Everything Connected – Jon Hopkins
7) Luminous Beings – Jon Hopkins
8) Prins Drjóló – Prins Póló
9) Raddir efans – Prins Póló
10) Final Fight – Thundercat
11) Take a Byte – Janelle Monáe
12) I Like That – Janelle Monáe
13) Cool (ft. Satchy) – hana vu
14) Frá Mána Til Mána – Julian Civilian
15) Driving – Grouper

Straumur 12. mars 2018

Í Straumi kvöldsins verður farið yfir það helsta á Sónar Reykjavík, auk þess sem spiluð verða ný lög frá Jon Hopkins, Anderson .Paak, Bicep, Beach House, PNTHN, Forth Wanderers og mörgum öðrum listamönnum. Straumur með Óla Dóra á slaginu 23:00 í kvöld á X-inu 977.

1) Tensions – Lindstrøm
2) Skwod – Nadia Rose
3) When It Rain – Danny Brown
4) Win In The Flat World – Lorenzo Senni
5) Emerald Rush – Jon Hopkins
6) Til It’s Over – Anderson .Paak
7) Opal (Four Tet remix) Bicep
8) My My My! (Hot Chip remix) – Troye Sivan
9) Los Ageless (DJDS remix) – St. Vincent
10) Dive – Beach House
11) chumbucket – PNTHN
12) Bosque De Bambú – Maria Usbeck
13) Nevermine – Forth Wanderers
14) Degrees – Stef Chura

Annar í Sónar

Mynd: A. Albert

Föstudagskvöldið mitt hófst í Norðurljósasalnum þar sem Starwalker, hljómsveit Barða Bang Gang og J.B. Dunckel úr Air, lék á sínum fyrstu tónleikum. Þau voru þó greinilega þaulæfð því engan byrjendabrag var að heyra á flutningnum. Þetta er feikilega vandað og stílhreint rafpopp og Duncel fór á kostum í villtu synþasólói í lokalaginu.

GP með make-up

Næst á dagskrá var furðufyrirbærið Gísli Pálmi sem lék á alls oddi í Sónarflóanum. Hann var með svaðalega augnmálningu og að sjálfsögðu ber að ofan og hoppaði og skoppaði um allt sviðið auk þess að klifra upp á hátalara og rappa úr sér lungun. Taktarnir voru framreiddir af tveimur mönnum með klúta sem huldu andlit sín, en þeir eru mjög flottir, einhvers konar mínímalískur fútúrismi.

Eftir að hafa fengið ráðlagðan kvöldskammt af GP hélt ég í Silfurberg þar sem Bonobo hafði komið sér fyrir á sviðinu ásamt hljómsveit. Þau léku áheyrilegt trip hop með exótískum áhrifum frá hinum ýmsu heimsálfum auk þess að njóta aðstoðar söngkonu í nokkrum lögum. Ég hoppaði svo aðeins niður til að sjá hina eitilhörðu rapppíu Cell7 og sá ekki eftir því. Fyrsta sólóplatan hennar var með betri íslensku plötum síðasta árs og lögin af henni skiluðu sér vel á sviðið en hún naut aðstoðar meðlima Moses Hightower við flutninginn.

Dökkt og bjart tekknó

Þá var röðin komin að Jon Hopkins en hann nýtti hljóðkerfi Silfurbergs til hins ýtrasta, keyrði allt í botn svo þú fannst fyrir drungalegu tekknóinu með öllum líkamanum en ekki bara eyrunum. Klúbbastemmningin var allsráðandi og Hopkins stjórnaði dansandi skaranum eins og her af strengjabrúðum. Ég hljóp síðan yfir í Norðurljósasalinn til að sjá restina af Kölch sem bauð líka upp tekknó, en þó nokkuð bjartara og poppaðra en Hopkins. En ekki síður skemmtilegt og ég hélt dansandi út í nóttina með bassatrommu í hverju hjartslagi.

Kvöldið var vel heppnað og hátíðin almennt farið mjög vel fram hingað til. Í kvöld eru það svo Major Lazer, James Holden og Trentemoller sem ég hlakka hvað mest til að sjá. Lesið um það á morgun en hér er hægt að lesa umfjöllun um fyrsta kvöld hátíðarinnar.

 

Davíð Roach Gunnarsson

Sónar hefst í dag – 10 spennandi listamenn

Tónlistarhátíðin Sónar hefst í dag og við hvetjum alla tónlistaráhugamenn sem vettlingi geta valdið til að mæta á þá þriggja daga veislu sem fram undan er. Hátíðin sem hefur verið haldin árlega í Barcelona síðan 1994 fór fram í fyrsta skipti hér á landi í Hörpu á síðasta ári og var feikilega vel heppnuð eins og lesa má um hér. Það eru meira en 60 tónlistarmenn og plötusnúðar sem spila á hátíðinni en hér verða kynntir 10 sem við mælum sérstaklega með. Fylgist vel með á straum.is næstu daga því við verðum með daglega tónleikarýni af hátíðinni.

Major Lazer

Major Lazer er tónlistarhópur sem er leiddur af ofurpródúsernum Diplo sem hefur undir því nafni framleitt tvær plötur þar sem Dancehall, dubstep, reggí og gamaldags dub er málað með breiðum penslum og skærum litum á striga nútímalegrar danstónlistar.

 

Trentemoller

Danski tekknóboltinn Trentemoller hefur þeytt skífum á Íslandi oftar en hönd á festir og er með þeim bestu í því stuðfagi. Eftir hann liggja margar meistaralegar endurhljóðblandanir og þrjár sólóskífur en sú síðasta, Lost, var með betri raftónlistarplötum síðasta árs og nokkuð poppaðari en fyrri verk hans þar sem margir gestasöngvarar komu við sögu. Hann mun koma fram með live hljómsveit á Sónar.

 

Gus Gus

Gus Gus eru aðals- og kóngafólk íslensku danstónlistarsenunnar og þurfa engrar frekari kynningar við. Fyrir utan það að sveitin er tilbúin með nýja plötu og ekki er ólíklegt að eitthvað af henni heyrist á tónleikunum.

 

Jon Hopkins

Hopkins er rúmlega þrítugur Breti sem hefur undanfarið starfað með Brian Eno auk þess að gefa út eigið efni. Með sinni þriðju breiðskífu, Immunity, sem kom út á síðasta ári skaust hann hins vegar upp á stjörnuhimininn en hún lenti ofarlega á árslistum margra tímarita og spekúlanta. Tónlistin þræðir einstigið milli sveimtónlistar og tekknós af miklu listfengi en hann sótti Ísland heim á síðustu Airwaves hátíð en þeir tónleikar voru einn af hápunktum hátíðarinnar.

 

Bonobo

Bonobo er einyrki en í tónlist sinni vefur hann persneskt teppi úr þráðum ólíkra hljóðbúta úr öllum áttum og heimsálfum. Hann er á mála hjá hinni virtu Warp útgáfu, sem m.a. gefur út Aphex Twin og Boards of Canada, en platan hans Dial M for Monkey er algjört meistarastykki og ævintýri fyrir eyrun.

 

James Holden

James Holden er breskur plötusnúður og tónlistarmaður sem lét fyrst að sér kveða með kosmískri endurhljóðblöndun á lagi Nathan Fake, The Sky Is Pink. Hans nýjasta skífa, The Inheritors, sem kom út á síðasta ári er tilraunakennd diskósúpa undir sterkum áhrifum frá súrkáls- og síðrokki.

 

Sykur

Ein af hressari elektrósveitum landsins skartar grípandi lagasmíðum og groddalegum synþahljóm, en þau er vön því að tjalda öllu til á tónleikum.

 

Paul Kalkbrenner
Kalkbrenner er þýsk tekknógoðsögn sem varð gerð ódauðleg í myndinni Berlin Calling sem kortlagði hina víðfrægu berlínsku klúbbasenu.

 

Hermigervill

Sveinbjörn Thoroddsen, betur þekktur sem Hermigervill, hefur um árabil verið í fremstu víglínu íslenskrar raftónlistar. Í byrjun ferilsins með hugmyndaríkum Trip Hop plötum en í seinni tíð með hljóðgervladrifnum útgáfum af íslenskum dægurlögum og samstarfi við Retro Stefson. Hann er nú að vinna að sinni næstu breiðskífu og mun flytja nýtt efni á tónleikum sínum á Sónar.

 

Tonik

Einn af innlendu hápunktum síðustu Airwaves hátíðar var raftónlistarmaðurinn Tonik en melankólískt og sálarþrungið tekknóið bræddi bæði hjörtu og fætur í salnum. Hann kemur iðulega fram með selló- og/eða saxafónleikara sem gaman er að fylgjast með á sviði.

Lög ársins 2013

50) Love Is Lost (Hello Steve Reich Mix by James Murphy for the DFA) – David Bowie

 

 

49) Bipp – Sophie

 

 

 

48) Blurred Lines (ft. T.I. & Pharrell) – Robin Thicke

 

 

 

 

47) She Will – Savages

 

 

 

 

46) Hive (ft. Vince Staples and Casey Veggies) – Earl Sweatshirt

 

 

 

 

45) Introspection – MGMT

 

 

 

44) RIse – Du Tonc

 

 

 

 

43) Royals – Lorde

 

 

 

 

42) Sacrilege – Yeah Yeah Yeahs

 

 

 

41) Lariat – Stephen Malkmus & The Jicks

 

 Lög í 40.-31. sæti

 

Árslisti Straums 2013

Hér má hlusta á fyrri árslistaþátt Straums yfir 30 bestu plötur ársins. Talið niður frá 30. sæti í það 16.

 

Hér má svo hlusta á seinni  árslistaþátt Straums yfir 30 bestu plötur ársins. Talið niður frá 15. sæti í það 1.

 

 

30) Roosevelt – Elliot EP

Hinn þýski Roosevelt býður hér upp á fjögur stórskemmtileg danslög með hinum samnefnda Elliot fremstum í flokki.

 

 

29) Mazzy Star – Season Of Your Day

Það tók Mazzy Star 15 ár að klára sína fjórðu plötu Season Of Your Day sem er vel biðarinnar virði.

 

 

28) Factory Floor – Factory Floor

Breska raftríóið Factory Floor sem er eitt af aðalsmerkjum DFA útgáfunnar um þessar mundir sýnir fram á taktfastan trylling á sinni fyrstu plötu.

 

 

 

27) Autre Ne Veut – Anxiety

Draumkennd og silkimjúk plata úr smiðjum bandaríska tónlistarmannsins Arthur Ashin.

 

 

26) Swearin’ – Surfing Strange

Philadelphia hljómsveitin Swearin’ sem inniheldur m.a. tvíburasystur tónlistarkonunnar Waxahatchee sannar að lo-fi rokk lifir enn góðu lífi á Austurströnd Bandaríkjanna.

 

 

25) Janelle Monáe – The Electric Lady

Janelle Monáe fylgdi á eftir sinni fyrstu plötu The ArchAndroid frá árinu 2010 með öðru stórvirki þar sem má finna áhrif allt frá sálartónlist, gospeli, Jazz, hip-hopi og rokki.

 

 

24) Darkside – Psychic

Nicolas Jaar tók höndum saman við gítarleikarann Dave Harrington á þessari heilsteyptu og fögru plötu.

 

 

23) Torres – Torres

Hin 22 ára Mackenzie Scott frá Nashville í Tennessee gengur undir listamannsnafninu Torres. Torres sendi frá sér samnefnda plötu í janúar sem er uppfull af trega, sorg og sannfæringu. Ein af heiðarlegri plötum þessa árs.

 

 

22) Earl Sweatshirt – Doris

Thebe Neruda Kgositsile, betur þekktur undir listamannsnafninu Earl Sweatshirt, gaf út sitt fyrsta mixtape árið 2010 þá aðeins 16 ára gamall. Eftir að hafa verið sendur í heimavistarskóla fljótlega eftir útgáfu þess hafa margir tónlistarspekingar beðið eftir hans  fyrstu stóru plötu sem kom út í ár og olli engum vonbrigðum.

 

 

21) Blondes – Swisher

Rafdúóið Blondes frá New York gáfu út sína aðra plötu á árinu sem á ekki eingöngu heima á dansgólfinu.

 

Plötur í 20. – 11. sæti

 

 

 

Laugardagskvöldið á Airwaves

Hypemaður Mykki Blanco í miklu stuði. Mynd: Óli Dóri.

Eftir þriggja daga tónleikastand er maður orðinn pínu lúinn en ég náði þó að koma mér út úr húsi til að sjá kanadíska gítarpopparann Mac DeMarco í Stúdentakjallaranum klukkan 18:30. Tónleikarnir voru hreinlega frábær skemmtun og skrifast það ekki síst á einstaka útgeislun og persónutöfra listamannsins. Tónlistin er undir talsverðum áhrifum frá svokölluðu pabbarokki úr ýmsum áttum, smá Springsteen og Fleetwood Mac, með háum og tærum gítarhljóm sem minnir talsvert á Dire Straits. Það eru samt fullt af vinstri beygjum í tónlistinni og Mac tók sig alls ekki alvarlega, tók oft örstuttar kover útgáfur af lögum eins og Cocain með Clapton og Du Hast með Rammstein. Frábær byrjun á kvöldinu.

 

Pabbarokk og Lion King

 

Ég sá Nolo í annað skiptið á hátíðinni í Listasafninu og þeir eru líklega með skemmtilegri live böndum á Íslandi í dag. Eins og ég sagði í fyrri umfjöllun þá kemur nýja tónleikauppsetningin þeirra með trommara og fleiri hljóðfærum mjög vel út og ljær eldri lögum þeirra ferskan blæ. Mér fannst Mac DeMarco svo góður í stúdentakjallaranum að ég sá hann svo aftur í Hörpunni þar sem hann fór á kostum í galsafengnum flutningi. Í síðasta laginu sem er rólega ástarballaða, þar sem viðlagið er stolið úr Lion King laginu, tók hann skyndilega óvænt tilhlaup og stökk út í salinn til að sörfa áhorfendur.

 

Kynhlutverkum rústað með rappi

 

Þvínæst var haldið yfir í Hafnarhúsið til að sjá transrappgelluna Mykki Blanco sem var pönkaðasta og skrýtnasta atriðið sem ég sá á þessari hátíð. Á undan henni kom hypemaður á sviðið sem tók hlutverk sitt mjög alvarlega. Hann rappaði yfir rokkuð bít í nokkur lög og hljóp og hoppaði villt og galið út í sal og kom öllum í mikið stuð. Síðan steig Mykki á svið og framkoman braut öll viðmið um kynhlutverk, rappmenningu og transfólk. Hún var ber að ofan í rifnum gallabuxum með skraut á geirvörtunum og hárkollu. Þá hafði hún með sér ladyboy plötusnúð í magabol sem dansaði skemmtilega. Hún er frábær rappari og lögin voru mjög fjölbreytt, allt frá hörðum töktum og macho rappi yfir í persónuleg slam ljóð án undirspils. Hún fór fram yfir tímann sinn og undir lokin var köttað á hljóðið en hún lét það ekki stoppa sig ég hélt áfram að rappa a capella og hoppaði síðan út í sal við dúndrandi lófaklappa áhorfenda. Þetta var upplifun ólík nokkru öðru á hátíðinni og flutningur á heimsmælikvarða.

 

Dúndrandi klúbbastemmning í Silfurbergi

 

Eftir transrappið var förinni heitið í Hörpu þar sem breski raftónlistarmaðurinn Jon Hopkins var að koma sér fyrir í Silfurbergi. Það var mesta klúbbastemmning hátíðarinnar og dúndrandi tekknóið hafði líkamleg áhrif á áhorfendur. Bassinn var svo djúpur að þú fannst fyrir honum innvortis og settið var fullt af útpældum uppbyggingum og vel tímasettum taktsprengingum. Silfurberg umbreyttist í risastóran næturklúbb og þó að flutningurinn væri kannski ekki mikið fyrir augað – Hopkins var bara einn á bakvið tölvu og tæki – þá heyrðirðu að það var greinilega mannshönd sem stýrði þessu og fokkaði í hljóðunum live.

 

Töffaralegt tæknirokk

 

Næst náði ég nokkrum lögum með Hermigervli á troðpökkuðum Harlem og salurinn ætlaði að tryllast í grýluslagaranum Sísí og Yamaha Yoga. Síðasta atriði sem ég sá var svo Captain Fufanu í Þjóðleikhúskjallaranum. Síðast þegar ég sá þá voru þeir bara tveir að fikta í hljómborðum og græjum en nú hafa þeir bætt við sig trommara, Gísla Galdri sem sá um raftól, og svo spila þeir sjálfir á gítar, trompet og syngja. Þetta kom mér skemmtilega á óvart og fyrrum tekknónördarnir umbreyttust í hálfgerðar rokkstjörnur með frábærum gítarstælum og töffaralegri sviðsframkomu.

 

Laugardagskvöldið toppaði fyrri daga hátíðarinnar og að sjá Mac DeMarco, Mykki Blanco og Jon Hopkins í röð var hápunktur hátíðarinnar fyrir mig. Að vera svo á leiðinni á Kraftwerk í kvöld er bara rjómi.

Davíð Roach Gunnarsson

Straumur 12. ágúst 2013

Í Straumi í kvöld kíkjum við á nýtt efni með Washed Out, Drake, Jon Hopkins, Ty Segall, Islands, Porcelain Raft og mörgum fleirum. Auk þess verður frumflutningur á nýju lagi frá reykvísku hljómsveitinni Markús & The Diversion Sessions. Straumur með Óla Dóra á slaginu 23:00 á X-inu 977!

Straumur 12. ágúst 2013 by Straumur on Mixcloud

1) It All Feels Right – Washed Out
2) Hold On, We’re Going Home (ft. Majid Jordan) – Drake
3) Turn It Up – Factory Floor
4) Is This How You Feel – The Preatures
5) Decent Times – Markús & The Diversion Sessions
6) All I Know – Washed Out
7) Falling Back – Washed Out
8) Your Life Is a lie – MGMT
9) Breathe This Air (ft. Purity Ring) – Jon Hopkins
10) Becoming The Gunship – Islands
11) Hushed Tones – Islands
12) Avalanche (slow) – Zola Jesus
13) Cluster – Porcelain Raft
14) Minor Pleasure – Porcelain Raft
15) The Keepers – Ty Segall
16) Sweet C.C. – Ty Segall

50 atriði tilkynnt á Iceland Airwaves

Iceland Airwaves tónlistarhátíðin tilkynnti fyrr í dag um 50 listamenn og hljómsveitir sem munu koma fram á hátíðinni dagana 30. október til 3. nóvember á þessu ári.

Þau eru: sóley, Savages (UK), Jon Hopkins (UK), John Grant (US), Mykki Blanco (US), Mac DeMarco (CA), Lay Low, Villagers (IE), PAPA (US), Empress Of (US), Lescop (FR), Agent Fresco, Young Fathers (SCO), For a Minor Reflection, Slow Magic (US), kimono, We Are Wolves (CA), Ghostigital, Dikta, San Fermin (US), Berndsen, Baby in Vain (DK), Sean Nicholas Savage (CA), Cousins (CA), Úlfur Úlfur, Aaron and the Sea (US), Biggi Hilmars, Kithkin (US), Eldar, Epic Rain, The Balconies (CA), Futuregrapher, Nordic Affect, Ylja, Wistaria, Tonik, Sindri Eldon and the Ways, Good Moon Deer, Rökkurró, Kött Grá Pjé, Jóhann Kristinsson, Kajak, Sometime, Saktmóðigur, Hudson Wayne, Boogie Trouble, Tanya & Marlon, M-Band, Original Melody og Nolem!