Bestu íslensku lög ársins 2022

50. Finna til – Hin 

49. Hvað er ég að gera á þessum fundi – Sveinn Guðmundsson

48. Dopamine – Pale Moon

47. Bye Bye Honey – Superserious

46. Supine – Línus Orri 

45. Whoop! – Plúseinn

44. Hvítir Mávar – Andy Svarthol 

43. Tvímælalaust – Ólafur Bjarki, Kött Grá Pjé

42. Change – Brynja 

41. Mosavegur – Milkhouse 

40. Jelly Belly – BSÍ

39. Draumaprinsessan – S.H. Draumur, Prins Póló 

38. For the Birds – Markús

37. Prikó – ADHD

36. Hvert fer ég þá? – RYBA

35. ástarbréf – lúpína

34. Dínamít – Úlfur Úlfur, Birnir

33. Dansidans (Yves Tomas remix) – Lord Pusswhip 

32. Fyrrverandi – Una Torfa

31. Góður á því – Dr. Gunni, Hipsumhaps 

30. Freak Out – Suð 

29. Maðkur í mysunni – Moses Hightower, Prins Póló 

28. The Orchid – JFDR

27. Hæ Stína – Snorri Helgason 

26. You Got Me – Jökull Logi 

25. Ancestress – Björk, Sindri Eldon 

24. Rome – Jelena Ciric 

23. Playing With Fire – Volruptus

22. Kalk í vatni – Celebs

21. Something – RAKEL 

20. Átta í morgun – Kraftgalli 

19. Parade – Seabear

18. taka samtalið – Supersport!

17. Skepna – Ari Árelíus

16. Sandstorm – Hermigervill 

15. Á óvart – Benni Hemm Hemm, Urður, Kött Grá Pjé

14. I Wish I Was A Model – Bjarki 

13. Aumingja Þuríður – Ólafur Kram 

12. Púki – Unnsteinn

11. Er Þetta allt og sumt? – K.óla

10. Leech – Dream Wife

9. Rhodos – Ultraflex 

8. Ungfrú Ísland – Kvikindi 

7. The Other Side – Salóme Katrín 

6. Leave You In My Dust – $leazy 

5. Lúpínur – KUSK 

4. Kenndu Mér – Inspector Spacetime 

3. No Cry –  CYBER 

2. Annar séns – gugusar

1. Allt – russian.girls, Bngrboy 

Hér er 50 laga listi á Spotify með bestu íslensku lögum ársins:

Fyrstu listamennirnir tilkynntir á Airwaves 2018

Iceland Airwaves tónlistarhátíðin tilkynnti fyrr í dag um 27 listamenn sem munu koma fram á hátíðinni dagana 7. til 10. nóvember á þessu ári. Þeir erlendu listamenn sem tilkynntir voru eru; Fontaines D.C, Girl Ray, Girlhood, Jade Bird, Jockstrap, Mavi Phoenix, Naaz, Sassy 009, Scarlet Pleasure, Soccer Mommy, Superorganism, The Orielles og Tommy Cash.


Hátíðin tilkynnti einnig um 14 íslenska listamenn; Agent Fresco, Auður, Between Mountains, Bríet, Cyber, Hugar, Júníus Meyvant, Kiryama Family, Rytmatik, Snorri Helgason, Sykur, Úlfur Úlfur, Una Stef og Valdimar,

 

Fleiri bætast við á Aldrei fór ég suður

Skipuleggjendur tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður tilkynntu í dag um fleiri listamenn sem koma fram á hátíðinni í ár en hún fer fram á Ísafirði um páskana eins og venja er og stendur því yfir 24. – 27. mars.

Þeir sem bætast við listann í dag eru: Emiliana TorriniGlowieSykur,  GKR og Tonik Ensemble. Áður hefur verið sagt frá því að hljómsveitin Risaeðlan komi fram á hátíðinni, sem hljóta að teljast stórtíðindi að auki sem Úlfur Úlfur, Agent FrescoMamma Hestur og Strigaskór nr. 42 skemmta getum AFÉS í ár.

Hudson Mohawke og Squarepusher á Sónar

Nú rétt í þessu var tilkynnt um fyrstu listamennina sem hafa verið bókaðir á næstu Sónar hátíð. Hudson Mohawke og Squarepusher báðir koma til með að spila. Næsta hátíð verður haldin Í Hörpu 18.-20. febrúar og sjá má listann hér að neðan:

Hudson Mohawke

Squarepusher

Holly Herndon

Oneothrix Point Never

Rodhad

Recondite

Úlfur Úlfur

Sturla Atlas

AV AV AV

The Black Madonna

Apparat Organ Quartet

Gangly

Skeng

Vaginaboys

Check out the first 14 artists announced for Sónar Reykjavik 2016. 3 days5 stages70 artists and bands+ the northern lights

Posted by Sonar Reykjavík on Thursday, October 15, 2015

Ljúft á LungA

Mynd: Gunnar Ragnarsson úr Grísalappalísu skvettir úr klaufunum á sviði hjá FM Belfast á lokatónleikum LungA í ár. Mynd í eigu: Tóta Van Helzing

LungA (Listhátíð unga fólksins Austurlandi) hefur verið haldin seinustu tólf ár í hinum ægifagra Seyðisfirði. Þar safnast saman myndlistamenn, tónlistarmenn, listnemar, listunnendur og tónlistarelskendur frá öllum landhlutum og utan að. Dagana 14. – 21. júlí var hátíðin haldin í tólfta sinn. Mikið líf, fjör, ást og samvinna einkenndi þessa viku. Eins og árin áður voru í kringum hundrað þátttakendur á LungA sem tóku þátt í svo kölluðum listasmiðjum. Þar gafst þeim tækifæri að læra nýja hluti og spreyta sig undir handleiðslu reyndra listamanna. Til að mynda var hægt að skrá sig í spuna-, vídjóverka-, dans-, og hljóðfæragerðarsmiðju.

Hugarró í bláu kirkjunni

Úlfur Hanson, einnig þekktur sem Klive, opnaði hátíðina með tónleikum í Seyðisfjarðarkirkju sem oft er kölluð Bláa kirkjan sökum útlits síns og samnefndrar sumartónleikaseríu sem var stofnsett þar árið 1998. Um var að ræða tilraunakennt hljóðverk með elektrónískum áhrifum sem hann flutti ásamt hjálp fleiri tónlistarmanna. Meðal annars voru það Tumi Árnason á píanó og saxafón, Ingólfur Arnar Ingólfsson á gítar, Jófríður Ákadóttir með söng og Arnljótur Sigurðsson á tréblásturshljóðfæri sem öll eru þekkt í íslensku tónlistarlífi. Úlfur drottnaði sjálfur á svölum kirkjunnar með orgelleik sínum. Tónleikagestir lokuðu margir augunum í algerri hugarró á meðan aðrir fylgdust agndofa með einbeittum tónlistarmönnunum spila. Bláa kirkjan, friðsæl og krúttleg, jók mjög við skemmtilegt andrúmsloft tónleikanna. Hálftíma langt hljóðverkið var draumkennt með ákveðinni áherslu sem hélt áhuga mínum og athygli allan tíman.

Lokatónleikarnir í ár voru haldnir laugardaginn 20. júlí úti við hjá gömlu síldarverksmiðjunni Norðursíld á Seyðisfirði. Það hafði verið mjög sólríkt þennan dag en um kvöldið læddist austfjarðaþokan yfir fjörðinn sem skapaði dulúðugt andrúmsloft. Gul strætóbifreið, sem sá til þess að tónleikagestir kæmust klakklaust á staðinn, fór ótal margar ferðir troðfull af brosandi andlitum. Ég mætti á svæðið þegar dúóið Vök, sem fór með sigur af hólmi í Músíktilraunum í ár, hafði hitað ærlega upp í hjörtum áheyrenda með hljómfögrum og rafmögnuðum tónum sínum.

Hressir, öruggir og ljóðrænir

Á minna sviðið (tvö svið voru notuð til þess að draga úr biðtíma milli hljómsveita) steig næst hin marg umtalaða hljómsveit Grísalappalísa. Hún samanstendur af sjö Reykvískum tónlistarmönnum sem allir hafa sína forsögu. Meðlimir hennar hafa verið duglegir að fylgja eftir nýútgefnum frumburði sínum, ALI, með tónleikum, hlustunarteiti og tónlistarmyndbandi. Lísa var þess vegna mjög samstillt og framkoma þeirra hress og sjálfsörugg. Á þriðja lagi hafði dansglaður hópur safnast saman fremst við sviðið og voru áheyrendur dáleiddir af ljóðrænum og frumsömdum textum Gunnar Ragnarssonar og Baldurs Baldurssonar. Viðfangsefni þeirra voru ástin, næturlífið og daglegt líf ungs fólks. Mannlegur raunveruleiki á léttum en svölum nótum.

Þéttur bassi ómaði og rímur fóru á flug. Á sviðið höfðu stigið kapparnir í Úlfur Úlfur sem hrærðu ærlega upp í stemmningunni. Ég fékk það strax á tilfinninguna að margir yngri tónleikagestir kynnu að meta þá betur en þeir eldri. Textum sveitarinnar, sem fjalla oftar en ekki um það að vera ungur og frjáls, voru gefin ágæt skil af skoppandi og hressum meðlimum Úlfs Úlfs. Þótt bassinn yfirgnæfði heldur mikið á köflum var boðskapur sveitarinnar nokkuð skýr. Við vorum öll saman komin til þess að djamma.

Næsta band á svið var hin sífallega og ávallt þétta hljómsveit Mammút. Hún spilaði af krafti og kom einkar vel fram. Tilfinningin sem þessir 5 einstaklingar skapa er nefnilega einstök. Aðspurður var ungi maðurinn, sem dansaði við hlið mér, mjög ánægður með framkomu Mammút þar sem ,,bæði tónlistin og fólkið í henni er alltaf sexý”. Eftir þetta hljóp hann fremst er sviðið fylltist af appelsínugulum reyk. Þegar leið á enda settsins fékk nýlegt lag sveitarinnar, Salt, að óma. Rúm 5 ár eru liðin frá útgáfu annarar breiskífu sveitarinnar og er sú þriðja á leiðinni.

Taktfastur og tilfinningaþrunginn heimur

Þegar Mammút hafði lokið sér af tók Ghostigital tvíeykið við. Er ég gekk nær sviðinu varð mér ljóst að þeir væru, að vana, með gesti í heimsókn. Með þeim á sviði voru engir aðrir en Úlfur Hanson á gítar og Tumi Árnason, úr Grísalappalísu og The Heavy Experience, á saxófón. Það tók tónleikagesti smá stund að átta sig á aðstæðum. Eftir andartak var fólk farið að dansa af krafti við takfastann og tilfinningaþrunginn heim Ghostigital. Að sjá borgarfulltrúann og listamanninn sem er nefndur eftir plastframleiðslufyrirtæki spila er einstök upplifun. Curver, sem stjórnar alfarið taktinum, lék sér með rödd Einars í bland við hljóðfæraleik Tuma og Úlfs. Útkoman var algerlega einstök og eftirminnileg.

Næst á dagskrá var hinn danski Esben Nørskov Andersen sem gengur undir tónlistarnafninu Rangleklods. Söngur Esben, sem minnir örlítið á stíl Ian Curtis úr Joy Division, fjallaði um ungdóm og mannleg samskipti. Honum til halds og trausts var stúlka sem söng bakrödd og spilaði á hljóðgervil. Tónleikar Rangleklods vöktu mikla lukku á Iceland Airwaves hátíðinni í fyrra. Þá spilaði hann á Faktorý og í Norðurljósasal Hörpu. Tölvu trommurnar og hljóðgervlarnir minntu einna helst á nýbylgjutónlist 9. áratugarins sem skeytt var við nýrri blæ raftónlistar. Á hápunkti tónleikanna náði Esben hylli tónleikagesta með því að stjórna hluta tónlistarinnar með leysirgeisla. Það var svipað bragð og hann nýtti á Airwaves í fyrra.

Dansandi buxnalaus

FM Belfast mættu til leiks þegar Rangleklods steig af sviði. Hópurinn er þekktur fyrir hressleika, lífsgleði og fagmannlegan tónlistarflutning. Þetta kvöldið var engin undantekning. Slagverkseikararnir tveir stóðu sig sérstaklega vel og voru samstíga allan tímann í því að fylgja eftir tölvutaktinum sem hefur einkennt FM Belfast frá upphafi. Það vantaði ekki að dansandi áhorfendurnir fækkuðu margir flíkum þegar lagið ‘Underwear’ hljómaði. Það er ekki að undra þar sem það er eitt af vinsælustu lögum hópsins. FM Belfast hafa spilað mikið á erlendri grundu seinustu ár og vakið mikla athygli víðsvegar. Það sást þó ekki á þeim að þau hefðu gleymt því hvernig ætti að skemmta Íslendingum. Dansinn er jú tungumál sem allir skilja. Eftirminnilegt var þegar Gunnar í Grísalappalísu steig upp á svið með hestagrímu og plakat framan á sér merkt sveit sinni. FM Belfast tóku honum fagnandi þegar hann byrjaði að dansa á meðan loka lagið hljómaði.

FM Belfast luku tónleikunum með miklu látum og þéttum danstónum sem allir þekktu. Þetta voru fjölbreyttir tónleikar sem stigmögnuðust vel. Tónleikagestirnir voru vingjarnlegir og samstíga í gleðinni frá byrjun til enda. Það var frábært að fá að heyra samspil yngri og eldri tónlistarmanna. Sumt hefði líklega hljómað betur í tónleikasal en útitónleikar eru sjaldgjæf upplifun á Íslandi svo að hún gengur fyrir. Listahátíð unga fólksins Austurlandi býr yfir einstökum eiginleikum. Þar er frelsandi, friðsælt og skemmtilegt að vera. Fólkið á bak við þessa hátíð á hrós skilið fyrir að halda vel heppnaða hátíð sem endaði á vel heppnuðum tónleikum.

Alexander Jean Edvard Le Sage de Fontenay

 

 

50 atriði tilkynnt á Iceland Airwaves

Iceland Airwaves tónlistarhátíðin tilkynnti fyrr í dag um 50 listamenn og hljómsveitir sem munu koma fram á hátíðinni dagana 30. október til 3. nóvember á þessu ári.

Þau eru: sóley, Savages (UK), Jon Hopkins (UK), John Grant (US), Mykki Blanco (US), Mac DeMarco (CA), Lay Low, Villagers (IE), PAPA (US), Empress Of (US), Lescop (FR), Agent Fresco, Young Fathers (SCO), For a Minor Reflection, Slow Magic (US), kimono, We Are Wolves (CA), Ghostigital, Dikta, San Fermin (US), Berndsen, Baby in Vain (DK), Sean Nicholas Savage (CA), Cousins (CA), Úlfur Úlfur, Aaron and the Sea (US), Biggi Hilmars, Kithkin (US), Eldar, Epic Rain, The Balconies (CA), Futuregrapher, Nordic Affect, Ylja, Wistaria, Tonik, Sindri Eldon and the Ways, Good Moon Deer, Rökkurró, Kött Grá Pjé, Jóhann Kristinsson, Kajak, Sometime, Saktmóðigur, Hudson Wayne, Boogie Trouble, Tanya & Marlon, M-Band, Original Melody og Nolem!