Í Straumi í kvöld kemur tónlistarkonan Jóhanna Rakel úr CYBER í viðtal og segir frá nýjustu plötu sveitarinnar sem kom út síðasta föstudag. Einnig verða flutt lög frá Kelly Lee Owens, SG Lewis, AceMo og mörgum fleirum. Straumur með Óla Dóra á X-inu 977 á slaginu 23:00
1) Sequence of life – AceMo
2) Megapunk – Ela Minus
3) The Light (Kero Kero Bonito Remix) – Metronomy
4) Pink House – CYBER
5) Breakfast Buffet (ft. GDRN) – CYBER
6) Calm down (ft. JFDR) – CYBER
7) Paralyzed – Washed Out
8) Corner Of My Sky (ft. John Cale) – Kelly Lee Owens
Iceland Airwaves tónlistarhátíðin tilkynnti fyrr í dag um 27 listamenn sem munu koma fram á hátíðinni dagana 7. til 10. nóvember á þessu ári. Þeir erlendu listamenn sem tilkynntir voru eru; Fontaines D.C, Girl Ray, Girlhood, Jade Bird, Jockstrap, Mavi Phoenix, Naaz, Sassy 009, Scarlet Pleasure, Soccer Mommy, Superorganism, The Orielles og Tommy Cash.
Hátíðin tilkynnti einnig um 14 íslenska listamenn; Agent Fresco, Auður, Between Mountains, Bríet, Cyber, Hugar, Júníus Meyvant, Kiryama Family, Rytmatik, Snorri Helgason, Sykur, Úlfur Úlfur, Una Stef og Valdimar,
Á sinni þriðju og bestu plötu tekst Samaris að skila af sér beinskeyttu og hnitmiðuðu verki sem heldur manni frá fyrstu nótu.
4. Aron Can – Þekkir Stráginn
Hinn 16 ára gamli Aron Can kom eins og stormsveipur inn í íslenskt tónlistarlíf með sinni fyrstu ep plötu í vor. Hægt er að þekkja stráginn á taktföstum bassa og söng-rappi sem er í senn áreynslulaust og sjarmerandi.
3. Kælan Mikla – Kælan Mikla
Ískalt ljóðapönk Kælunar rammað inn í átta laga heildsteypta plötu sem rennur í gegn eins og þytur í laufi.
2. Andi – Andi
Tónlistarmaðurinn Andri Eyjólfsson sem gengur undir listamannsnafninu Andi gaf út samnefnda plötu hjá Lady boy records í sumar. Léttleikandi og stórskemmtilegt rafpopp með sterkum italo-disco áhrifum. Andi tekur arfleið Giorgio Moroder og fær sér sundsprett í henni.
1. GKR – GKR EP
Á sinni fyrstu Ep plötu hefur Gauki Grétusyni eða GKR tekist að fara úr því að verða einn efnilegasti rappari Reykjavíkur í að verða einn sá besti. Á plötunni er vandað til verks og hefur Gaukur fengið aðstoð frá hæfileikaríkum taktsmiðum bæði hér heima og erlendis.