Ólafur Arnalds og Janus Rasmussen úr hljómsveitinni Bloodgroup skipa rafdúóið Kiasmos sem sendi frá sér lagið Looped fyrr í dag. Lagið verður að finna á væntanlegri plötu þeirra sem kemur út á næsta ári.
Tilkynnt var um 25 nýja listamenn sem munu koma fram á Iceland Airwaves hátíðinni í dag og þar ber hæst hina mikilsvirtu bandarísku indísveit Yo La Tengo. Aðrir í erlendu deildinni eru Tape og El Rojo frá Svíþjóð, Carmen Villain frá Noregi, Moon King frá Kanada og Jakob Juhkam frá Eistlandi. Af íslenskum listamönnum sem bætt hefur verið við má nefna Ólaf Arnalds, Sólstafi, Prins Póló, Samaris, Low Roar, Nolo, UMTBS og Lord Pusswhip. Hægt er að skoða öll böndin sem bættust við á heimasíðu airwaves.