Pixies til Íslands í sumar

Bandaríska rokksveitin Pixies er væntanleg til Íslands í sumar og mun halda tónleika í Laugardalshöllinni þann 11. júní. Sveitin sem var upp á sitt besta í lok 9. áratugarins og upphafi þess 10. með plötum eins og Surfer Rosa og Dolittle, hefur áður komið til Íslands en hún lék á tveimur tónleikum fyrir troðfullum Kaplakrika árið 2004. Nýlega hafa Pixies gefið frá sér tvær stuttskífur og von er á breiðskífu frá þeim á árinu.

Straumur 1. júlí 2013

Í Straumi í kvöld heyrum við nýtt efni með Pretty Lights, Blondes, Twin Peaks, Pixies, Lane 8, Run the Jewels og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld á slaginu 23:00 á X-inu 977.

Straumur 1. júlí 2013 by Olidori on Mixcloud

1) We Disappear – Jon Hopkins
2) Elise – Blondes
3) Be Mine – Lane 8
4) Let’s Get Busy – Pretty Lights
5) Press Pause – Pretty Lights
6) Perfect Form (ft. Shy Girls) – Cyril Hahn
7) Human Nature – Gauntlet Hair
8) Bad Apple – Gauntlet Hair
9) Bagboy – Pixies
10) Irene – Twin Peaks
11) Right Action – Franz Ferdinand
12) 1922 – Kristján Hrannar
13) Run The Jewels – Run The Jewels
14) DDFH – Run The Jewels
15) KΞR✡U’S LAMENT (犠牲) – Ellery James Roberts
16) Goodbye Horses – Hayden Thorpe & Jon Hopkins

Nýtt lag frá Pixies

Hin goðsagnakennda og áhrifamikla hljómsveit Pixies gáfu í dag út lagið Bagboy en það er fyrsta nýja efnið með hljómsveitinni frá því að lagið Bam Thwok kom út árið 2004. Hægt er að nálgast lagið frítt á heimasíðu hljómsveitarinnar. Bassaleikari sveitarinnar Kim Deal sagði á dögunum skilið við bandið en hún var höfundur Bam Thwok. Hlustið á Bag Boy hér fyrir neðan.