Straumur 29. apríl 2013

Í Straumi í kvöld skoðum við nýtt efni frá Jessie Ware, Vampire Weekend, She & Him, Savages og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld á X-inu 977 frá klukkan 23:00.

Straumur 29. apríl 2013 by Olidori on Mixcloud

1) Music For Film 1 – Ty Segall
2) Love Thy Will Be Done – Jessie Ware
3) Miasma Sky – Baths
4) Oossuary – Baths
5) Obvious Bicycle (live at Roseland Ballroom) – Vampire Weekend
6) Everlasting Arms (live at Roseland Ballroom) – Vampire Weekend
7) You & I – Crystal Fighters
8) Do You… (Cashmere Cat remix) – Miguel
9) The Socialites (Joe Goddard remix) – Dirty Projectors
10) Entertainment (Dirty Projectors remix) – Phoenix
11) No Regrets (ft. TI & Amber Coffman) – Snoop Lion
12) I’ve Got Your Number, Son – She & Him
13) Baby – She & Him
14) Husbands – Savages
15) Ísjaki – Sigur Rós

 

Snoop Lion berst gegn byssum

Listamaðurinn sem áður kallaði sig Snoop Dogg gaf út nýtt lag af væntanlegri reggíplötu sinni í dag sem er í nokkurri andstöðu við boðskap bófarappsins sem hann er þekktastur fyrir. Lagið ber heitið No Guns Allowed og er pródúserað af Diplo, skartar gestaversi frá Drake og byggir á hljóðbút úr laginu Nantes með indísveitinni Beirut. Platan Reincarnated kemur út þann 23. apríl og hefur Snoop Dogg (áður þekktur sem Snoop Doggy Dogg) breytt listamannsnafni sínu í Snoop Lion í tilefni útgáfunnar. Þá var gerð heimildarmynd samnefnd plötunni um tilurð hennar sem nú er sýnd í kvikmyndahúsum vestanhafs og vonandi skilar sér á Íslandsstrendur með tíð og tíma. Hægt er að hlusta á lagið No Guns Allowed hér fyrir neðan.