Dagskráin á Sónar Reykjavík klár

Dagskráin fyrir tónlistarhátíðina Sónar Reykjavík er nú tilbúin. Hægt er að skoða hana í heild sinni hér. Alls munu 64 atriði vera á dagskrá á hátíðinni sem fram fer 12. – 14. febrúar í Hörpu. Meðal þeirra eru: Skrillex, Paul Kalkbrenner, SBTRKT, Jamie xx, Todd Terje, TV On the Radio, Kindness, Nina Kraviz, Jimmy Edgar, Elliphant, Ryan Hemsworth, Sophie, Samaris, Mugison, Prins Póló og Sin Fang.

Meðal þeirra sem bætt var við dagskrána í dag eru: Tonik Ensemble, M-Band, Thor, Valgeir Sigurðsson, DJ Flugvél og Geimskip, Lily the Kid, Lord Pusswhip og Hekla Magnúsdóttir.

Hægt er að kaupa miða á hátíðina http://sonarreykjavik.com/en/pg/tickets.

Straumur 12. janúar 2015

Í Straumi í kvöld heyrum við nýtt efni frá Waxahatchee, Django Django, MSTRO, The Go! Team, Moon Duo, Mark Ronson og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra á slaginu 23:00 á X-inu 977.

Straumur 12. janúar 2015 by Straumur on Mixcloud

1) First Light – Django Django
2) So In Love With U – MSTRO
3) Leaving Los Feliz (ft. Kevin Parker) – Mark Ronson
4) Air – Waxahatchee
5) The Scene Between – The Go! Team
6) Play For Today – Belle and Sebastian
7) Free The Skull – Moon Duo
8) Zero – Moon Duo
9) Shoot ‘Em Up, Baby – Andy Kim
10) Mr. Face – Ty Segall
11) The Picture – Ty Segall
12) Oh It’s Such a Shame – Jay Reatard

Django Django snúa aftur

Skoska rafpoppbandið Django Django sendu frá sér nýtt lag í dag sem ber nafnið First Light, en það verður á breiðskífu sem er væntanleg í vor. Lagið er hið fyrsta til að heyrast frá sveitinni frá samnefndri breiðskífu þeirra sem kom út árið 2012 og var með betri plötum þess árs. Hlustið á First Light hér fyrir neðan:

Tónleikar helgarinnar 9. – 11. janúar

Föstudagur 9. janúar

Norska hljómsveitin Splashgirl kemur fram í Mengi. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það kostar 2000 kr. inn.

Hardcore böndin Icarus, Mercy Buckets og Conflictions halda tónleika á Dillon. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00 og það er frítt inn.

Laugardagur 10. janúar

Hljómsveitin Kiss the Coyote spilar á Loft Hostel. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það er frítt inn.

Hljómsveitirnar VAR og For a Minor Reflection halda tónleika á Frederiksen Ale House. Tónleikarnir byrja klukkan 23:00 og það er frítt inn.

Gummi Hebb & Electric Elephant standa fyrir tónleikum á Bar 11. Það er frítt inn og tónleikarnir hefjast klukkan 23:00

Sunnudagur 11. janúar

Kira Kira og Japan kemur fram í Mengi. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það kostar 2000 kr. inn.

MSTRO – So In Love With U

Reykvíski tónlistarmaðurinn Stefán Páll Ívarsson sem gengur undir listamannsnafninu MSTRO gaf á dögunum út lagið So In Love With U sem verður á hans fyrstu stóru plötu sem kemur út í febrúar. Myndband við lagið kom út á sama tíma og var því leikstýrt af Stefáni og Magnúsi Thoroddsen Ívarssyni. Lag og myndband bera með sér einstaklega ferskan keim og verður fróðlegt að fylgjast með MSTRO á þessu ári.

 

Straumur 5. janúar 2014

 

í fyrsta Straumi ársins heyrum við nýtt efni frá Miguel, Lone, Modest Mouse, Favela, Jens Lekman, Shamir og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra á slaginu 23:00 í kvöld á X-inu 977.

Straumur 5. janúar 2015 by Straumur on Mixcloud

1) Postcard 1# – Jens Lekman
2) Lampshades On Fire – Modest Mouse
3) Gong – Favela
4) Life Time Loop – Lone
5) Nwa (ft. Kurupt) – Miguel
6) Holywooddreams – Miguel
7) Coffee – Miguel
8) Ham Sandwich – Shabazz Palaces
9) Break The Rules (ODESZA remix) – Charli XCX
10) Reykjavik, January 2015 – Teen Daze
11) Another Night – Teen Daze
12) The House That Built Me – Shamir
13) New Years Eve – MØ
14) America – First Aid Kit