Dagskráin á Sónar Reykjavík klár

Dagskráin fyrir tónlistarhátíðina Sónar Reykjavík er nú tilbúin. Hægt er að skoða hana í heild sinni hér. Alls munu 64 atriði vera á dagskrá á hátíðinni sem fram fer 12. – 14. febrúar í Hörpu. Meðal þeirra eru: Skrillex, Paul Kalkbrenner, SBTRKT, Jamie xx, Todd Terje, TV On the Radio, Kindness, Nina Kraviz, Jimmy Edgar, Elliphant, Ryan Hemsworth, Sophie, Samaris, Mugison, Prins Póló og Sin Fang.

Meðal þeirra sem bætt var við dagskrána í dag eru: Tonik Ensemble, M-Band, Thor, Valgeir Sigurðsson, DJ Flugvél og Geimskip, Lily the Kid, Lord Pusswhip og Hekla Magnúsdóttir.

Hægt er að kaupa miða á hátíðina http://sonarreykjavik.com/en/pg/tickets.

CocoRosie gefa út nýja plötu með hjálp Valgeirs Sigurðssonar

Bianca Casady og Sierra Casady eru betur þekktar undir nöfnunum „Coco“ og „Rosie“ og saman mynda þær franska/bandaríska dúettinn CocoRosie. Þær eru systur og sendu frá sér sína fimmtu plötuna Tales Of A Grass Widow þann 27. maí en þær sendu fyrst frá sér plötuna La maison de mon reve árið 2004. Erfitt er að skilgreina hvers konar tónlist þær stöllur fást við en „freak folk“ kemst allavega nálægt því. Þær koma báðar að söngnum en „Rosie“ sér að mestu leyti um hljóðfæraleikinn en „Coco“ notaðist fyrst um sinn helst við barnahljóðfæri við gerð tónlistarinnar og framkallaði hin furðulegustu hljóð.
Valgeir Sigurðsson sá um upptökur á Tales Of A Grass Widow en hann er enginn nýgræðingur og hefur m.a. unnið með Björk, Thom Yorke, Bonnie Prince Billy og Feist. Á nýju plötunni virðist meira vera notast við synthesizera og trommuheila en áður ásamt taktkjafti sem lætur á sér bera í nokkrum laganna 11. Hin kynvillti Antony Hegarty úr Antony and the Johnsons syngur með stelpunum í laginu „Tears For Animals“ af mikilli einlægni eins og ella. Platan er þung og sumir hafa haft orð á því að hún sé of niðurdrepandi á köflum en síðasta lagið er rúmar 18 mínútur og er helmingur lagsins þögn. Tales Of A Grass Widow fær hins vegar fína dóma hjá flestum gagnrýnendum og greinilegt að Valgeir hefur unnið gott verk.

Lög af plötunni Tales Of A Grass Widow

-Daníel Pálsson

Nick Cave and the Bad Seeds aðalnúmerið á All tomorrow’s parties

Nick Cave mun verða aðalnúmerið á tónlistarhátíðinni All Tomorrows Parties sem verður haldin á varnarliðssvæðinu í Reykjanesbæ þann 28. og 29. júní næstkomandi. Nick Cave spilaði síðast á Íslandi árið 2006 en hljómsveitin hans, The Bad Seeds, kom síðast fram á Íslandi árið 1986 þegar Nick Cave heimsótti Ísland í fyrsta sinn.

Tónlistardagskrá hátíðarinnar verður ekki af verri endanum en auk Nick Cave & The Bad Seeds munu eftirtaldar hljómsveitir koma fram:

CHELSEA LIGHT MOVING (með forsprakka Sonic Youth, Thurston Moore í fararbroddi)
THE FALL
THE NOTWIST
THEE OH SEES
DEERHOOF
MÚM
HAM
DEAD SKELETONS
MUGISON
SQÜRL (með leikstjórann Jim Jarmusch fremstan í flokki)
AMIINA
VALGEIR SIGURÐSSON
GHOSTIGITAL
PUZZLE MUTESON
ÆLA
KIMONO
APPARAT ORGAN QUARTET
HJALTALÍN
SNORRI HELGASON

Auk tónlistardagskrár verður í boði kvikmyndadagskrá í Andrews Theather sem Jim Jarmusch mun meðal annarra sjá um og Popppunktur í boði Dr. Gunna.

Hátíðin var fyrst haldin árið 2000 í Bretlandi en hefur síðan fært út í kvíarnar undanfarin ár og meðal annars átt útibú á Spáni, Ástralíu, Japan og Bandaríkjunum og ávallt lagt áherslu á óháða og framsækna tónlistarmenn. Íslenska hátíðin mun fara fram í fyrrum herstöð Bandaríkjamanna, Ásbrú, en þar verða tvö svið þar sem hljómsveitir koma fram og eitt kvikmyndahús sem mun sýna tónlistartengdar myndir meðan á hátíðinni stendur. Nánari upplýsingar og miðasölu má finna á heimasíðu hátíðarinnar.