CocoRosie gefa út nýja plötu með hjálp Valgeirs Sigurðssonar

Bianca Casady og Sierra Casady eru betur þekktar undir nöfnunum „Coco“ og „Rosie“ og saman mynda þær franska/bandaríska dúettinn CocoRosie. Þær eru systur og sendu frá sér sína fimmtu plötuna Tales Of A Grass Widow þann 27. maí en þær sendu fyrst frá sér plötuna La maison de mon reve árið 2004. Erfitt er að skilgreina hvers konar tónlist þær stöllur fást við en „freak folk“ kemst allavega nálægt því. Þær koma báðar að söngnum en „Rosie“ sér að mestu leyti um hljóðfæraleikinn en „Coco“ notaðist fyrst um sinn helst við barnahljóðfæri við gerð tónlistarinnar og framkallaði hin furðulegustu hljóð.
Valgeir Sigurðsson sá um upptökur á Tales Of A Grass Widow en hann er enginn nýgræðingur og hefur m.a. unnið með Björk, Thom Yorke, Bonnie Prince Billy og Feist. Á nýju plötunni virðist meira vera notast við synthesizera og trommuheila en áður ásamt taktkjafti sem lætur á sér bera í nokkrum laganna 11. Hin kynvillti Antony Hegarty úr Antony and the Johnsons syngur með stelpunum í laginu „Tears For Animals“ af mikilli einlægni eins og ella. Platan er þung og sumir hafa haft orð á því að hún sé of niðurdrepandi á köflum en síðasta lagið er rúmar 18 mínútur og er helmingur lagsins þögn. Tales Of A Grass Widow fær hins vegar fína dóma hjá flestum gagnrýnendum og greinilegt að Valgeir hefur unnið gott verk.

Lög af plötunni Tales Of A Grass Widow

-Daníel Pálsson

Straumur 25. mars 2013

Í Straumi í kvöld heyrum við nýtt efni frá Wavves, Kurt Vile, Savages, CocoRosie, No Joy og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld frá 23:00 á X-inu 977!

Straumur 25. mars 2013 by Olidori on Mixcloud

1) Demon To Lean On – Wavves
2) Never Run Away – Kurt Vile
3) Afraid Of Heights – Wavves
4) Cop – Wavves
5) Gimme a Knife – Wavves
6) Made To Stray – Mount Kimbie
7) Ain’t Got Nobody (Tonik remix) – Sisy Ey
8) Dark to light – Telekinesis
9) Ever True – Telekinesis
10) She Will – Savages
11) Julian – Say Lou Lou
12) Lunar Phobia – No Joy
13) Roots Of My Hair – CocoRosie
14) Your Life, Your Call – Junip
15) Prima Materia – The Virgins
16) Brennisteinn – Sigur Rós