Tónleikar helgarinnar 22. – 25. janúar 2015

Fimmtudagur 22. janúar

Úlfur Eldjárn kemur fram í Mengi og mun notast við takmarkað úrval hljóðfæra og tölvu til að semja eða spinna tónlist á staðnum.

Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það kostar 2000 kr inn.

Gummi Hebb, Markús & Helgi Valur halda tónleika á  Gamla Gauknum. Húsið opnar kl. 21:00 og hefjast tónleikarnir kl. 22:00. Það kostar 1000kr. inn.

Vrong, Mao Lafsson, Lord Pusswhip og Marteinn koma fram á fyrsta kvöldinu undir nafninu Blæti sem mun verða haldið á tveggja mánaðar fresti. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það er frítt inn.

Föstudagur 23. janúar

Skuggamyndir frá Býsans eða Byzantine Silhouette leikur tónlist í Mengi sem á rætur að rekja til Búlgaríu, Grikklands, Makedóníu og Tyrklands. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það kostar 2000 kr inn.

Laugardagur 24. janúar

Hekla Magnúsdóttir kemur fram í Mengi í fyrsta skipti en tónlist hennar er blanda af theremíni og söng.Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það kostar 2000 kr inn.

Gus Gus ætla að fagna nýju ári með tónleikum í Gamla bíó. Dj Yamaho mun hita mannskapinn upp og spila fyrir gesti eftir að tónleikunum líkur. Húsið opnar kl 22.00 Gus Gus stíga á svið kl 23.00. Það kostar 5900 kr inn.

Boogie Trouble halda nýársball á skemmtistaðnum Húrra. Fjörið hefst klukkan 23:00 og það er frítt inn.

Sunnudagur 25. janúar

Kría Brekkan kemur fram á Lowercase night #16 á Húrra. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það er frítt inn.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *