Skipuleggjendur Iceland Airwaves tilkynntu í dag fleiri listamenn sem koma fram á hátíðinni í ár en alls verða þeir um 200. Hátíðin verður haldin í sextánda sinn í ár, dagana 5. til 9. nóvember, og er undirbúningur í fullum gangi. Miðasalan er hafin á heimasíðu Iceland Airwaves og nú hefur einnig verið opnað fyrir umsóknir og geta íslenskar hljómsveitir nú sótt um á heimasíðu háíðarinnar.
Þeir listamenn sem nú bætast við dagskrána eru:
FM Belfast
Son Lux (US)
Kwabs (UK)
Árstíðir
Lay Low
Agent Fresco
kimono
Rachel Sermanni (SCO)
Ezra Furman (US)
Jessy Lanza (CA)
Phox (US)
Benny Crespo’s Gang
Kiriyama Family
Íkorni
Strigaskór nr 42
Odonis Odonis (CA)
Tremoro Tarantura (NO)
In the Company of Men
Júníus Meyvant
Elín Helena
HaZar
Krakkkbot
Reptilicus
Stereo Hypnosis
Ambátt
CeaseTone
Reykjavíkurdætur
DADA
Döpur
Inferno 5
Þeir bætast í hóp fjölda listamanna sem áður hafa verið tilkynntir eins og Flaming Lips, The War on Drugs, Caribou, Samaris, Unknown Mortal Orchestra, Future Islands, Jungle, Klangkarussell, La Femme, Mammút, East India Youth, Jaakko Eino Kalevi, Ballet School, Tomas Barfod, The Vintage Caravan og Vök.