Plötufyrirtækið Lady Boy Records stendur fyrir útgáfutónleikum plötunnar Amateur Of The Year. Crammed With Cock með raftónlistarmanninum KRAKKBOT. Platan er fimmta útgáfa Lady Boy Records sem fagna henni með útgáfutónleikum á Húrra á föstudaginn. Tónleikarnir hefjast stundvíslega klukkan 22:00 en ásamt KRAKKBOT munu dj. flugvél og geimskip og Pyrodulia koma fram. Aðgangseyrir er 500 krónur.
Platan Amateur Of The Year. Crammed With Cock kom út þann 30. apríl í 50 eintökum á fallega skreyttum kassettum auk þess sem hægt er að nálgast hana stafrænt á Bandcamp síðu Lady Boy Records.