Síðustu Tónleikar SUDDEN WEATHER CHANGE

Laugardaginn 30. Nóvember mun hljómsveitin Sudden Weather Change halda sína síðustu tónleika. Hljómsveitin hefur verið starfandi frá 2006 og á sjö ára ferli hafa þeir gefið út 6 plötur.

Árið 2010 voru Sudden Weather Change valdir bjartasta vonin á íslensku tónlistarverðlaununum, þekktir fyrir líflega og kröftuga sviðsframkomu
Aðdáendur Sudden Weather Change mega því búast við miklu því sveitin lofar að taka öll sín  þekktustu lög.

Tónleikarnir verða á Gamla Gauk og opnar húsið kl 22.00
Markús & The Diversion Sessions sér um upphitun. Þúsund krónur aðgangseyrir og diskar á tilboði.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *