ATP haldin aftur á Íslandi

Nú fyrir stundu var tilkynnt frá aðstandendum All Tomorrow’s Parties hátíðarinnar að hún muni verða haldin aftur á Íslandi á næsta ári. Hátíðin verður eins og í fyrra á Ásbrú, gömlu herstöðinni í Keflavík, og mun standa yfir frá fimmtudegi til laugardags 10.-12. júlí. Nick Cave var aðalnúmer hátíðarinnar í fyrra sem var frábærlega vel heppnuð og umhverfið á herstöðinni einstök umgjörð um tónleikahaldið. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar og kaupa miða hér og hér má lesa umfjöllun straum.is um hátíðina í fyrra.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *