Straumur 24. apríl 2023

199 laga plata með Mac DeMarco, Dream Wife, Sunna Margrét, MSEA, Blawan, SBTRKT, bar Italia, og fleira kemur við sögu í Straumi klukkan 22:00 á X-inu 977!

 1. 20190724 – Mac DeMarco
 2. 20190724 2 – Mac DeMarco
 3. 20200817 Proud True Toyota – Mac DeMarco
 4. Out of Breath – Sunna Margrét
 5. Orbit – Dream Wife
 6. Punkt – Bar Italia
 7. She Wonders – Alaska Reid
 8. Mouth Of The Face of the Sea – MSEA
 9. Pulsations – Delusional Paragon
 10. A – Do You Believe Her – The Brian Jonestown Massacre
 11. Yaeii – Fever
 12. DAYS GO BY – SBTRKT & Toro Y Moi
 13. Toast – Blawan
 14. Salty Road Dogs Victory Anthem – Alabaster DePlume
 15. Pearl The Oysters Read the Room feat Letitia Sadier

Straumur 4. mars 2019

Í Straumi í kvöld kíkjum við á nýja tónlist frá Cherushii & Maria Minerva, Four Tet, Sunnu, Chromatics, Solange, Good Moon Deer og mörgum öðrum listamönnum. Straumur með Óla Dóra á X-inu 977 á slaginu 23:00

1) Nobody’s Fool – Cherushii & Maria Minerva

2) Only Human – Four Tet

3) Art Of History – Sunna

4) Time Rider – Chromatics

5) Stay Flo – Solange

6) TGM – Ebhoni

7) Gina Said – She-Devils

8) Kiska (Celoe remix) – Kedr Livanskiy

9) Aloner – Good Moon deer

10) Trains & Airports – Sofia Kourtesis

11) Feel The Love – Prins Thomas

12) Show Love – Stealing Sheep

13) Without A Blush – Hatchie

14) Oculi Cordis – Andy Svarthol

Bestu íslensku lög ársins 2018

30) Bíóbabb – Russian Girls & Kraftgalli

29) Í átt að tunglinu – JóiPé og Króli

28) Tvöfalt glas – Yung Nigo Drippin

27) Liar – Brynja

26) Forever Love – Kristín Anna

25) Ég er kominn og farinn – Jón Þór

24) Stimpla mig út – Valdimar

23) Skiptir ekki máli – Daði Freyr

22) Önnur tilfinning – Rari Boys

21) Líf ertu ekki að grínast – Prins Póló

20) Labels – Fufanu

19) Amma – Sunna

18) ( . )_( . ) – Bjarki

17) Ellismellur – Moses Hightower

16) Skuggadans – Kælan Mikla

15) Sometimes – TSS

14) Heimskur og breyskur (ft. Birnir) – Auður

13) Undir Trjánum – K.óla

12) Fánablár himinn – Andi

11) My Lips – Rokky

10) Vegkantur 2 (ft. Salka Valsdóttir) – Johnny Blaze & Hakki Brakes

9) Bína Bína – Soffín

8) New Moon – aYia

7) Sublime – Munstur

6) Disco Borealis – Hermigervill

5) Lífspeki (ft. dj flugvél og geimskip) – Teitur Magnússon

4) Loving None – Sykur

3) Seinasta tegundin – Markús og Alkemistarnir

2) Malar í kassanum – Bagdad Brothers

1) Dúfan Mín (ft. Birnir) – Logi Pedro

Straumur 5. mars 2018

Í þætti kvöldsins verður tekið fyrir nýtt efni með listamönnum á borð við Peggy Gou, Lindström, Sunnu, A.A.L, Yuno, Hinds og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra á slaginu 23:00 á Xinu 977!

1) Han Jan – Peggy Gou
2) I Never Dream – A.A.L
3) Didn’t Know Better (remix) – Lindstrom
4) S.H.A.K.E – Mind Enterprises
5) At Least The Sky Is Blue (ft. Ariel Pink) – SSION
6) Amma – Sunna
7) Líf ertu að grínast – Prins Póló
8) Sex On The Beach – DJ Assault
9) Still Sleeping – Chrome Sparks
10) Illumination (ft. Róisín Murphy) – DJ Koze
11) The One True Path – Kero Kero Bonito
12) No Going Back – Yuno
13) Off and On – Sales
14) The Club – Hinds

 

Sunna: viðtal

Ljósmynd: Senta Simond

 

Sunna Margrét Þórisdóttir sem áður var í hljómsveitinni Bloodgroup sendir frá sér sitt fyrsta lag undir eigin nafni: „Hero Slave“, í dag. Lagið kemur út á Spotify og öðrum helstu tónlistarveitum.

Það er kannski ekki skrítið því Sunna hefur fengist við tónlist meira og minna alla ævi. Hún er alin upp á miklu tónlistarheimili, en pabbi hennar er tónlistarmaðurinn Þórir Baldursson. „Kannski er það þess vegna sem mér finnst gaman að „svindla“ í tónlist,“ segir hún, „að fara óhefðbundnar leiðir og gera það sem ekki má.“ Hún fékk nasaþefinn af erfiðu en skemmtilegu lífi atvinnutónlistarmannsins þegar hún hélt út í heim sem söngkona danssveitarinnar austfirsku Bloodgroup, þá innan við tvítugt.
Í dag býr Sunna í Lausanne í Sviss þar sem hún er í myndlistarnámi. Við spurðum hana út í nýja sólóferilinn, hennar helstu áhrifavalda og aðrar tónlistartengdar spurningar

Segðu okkur aðeins frá nýja laginu og sólóferlinum

“Hero Slave varð til í listasögutímum sem allir fara fram á frönsku. Ég talaði ekki orð í frönsku þannig ég ákvað að setja upp heyrnatólin og semja tónlist í tölvunni. Textinn kom svo seinna en hann er sambland af draumi, veruleika og æskuminningum. Ég var stödd í veislu þar sem aðalumræðuefnið var flaska með dularfullu innihaldi. Svo fór að hún var á endanum opnuð. Um nóttina bjargaði hundur mér frá innihaldi flöskunnar og þaðan kemur nafnið: Hero Slave. Varðandi sólóferilinn að þá er þetta fyrsta lagið mitt og mér þykir vænt um það.”

Hver voru áhrifin á þig sem tónlistarmann að vera dóttir mest goðsagnakennda upptökustjóra Íslandssögunnar Þóris Baldurssonar

“Ég er auðvitað mjög stolt af pabba mínum og öllu því sem hann hefur gert og er ennþá að gera. Við spilum oft saman, hann á píanó og ég syng og það eru okkar bestu stundir. Hann hefur gefið mér mörg og góð ráð í gegnum árin. Þau hafa sum tengst tónlistarheiminum en þau bestu sem hann hefur gefið mér snúast um lífið og kærleikann.”

Hefurðu spurt hann mikið út í diskótímabilið og samstarf hans og Giorgio Moroder? 

“Við höfum aldrei talað um diskótímabilið né Giorgio Moroder enda hef ég aldrei spurt:) “

 

Hvað er það besta við að vera tónlistarmaður?

“Það besta er örugglega tjáningarfrelsið og þörfin fyrir að tjá sig. Adrenalínkikkið á sviðinu er líka einhver tenging inní annan heim.”

En versta?

“Flugvellir”

Hvaða tónlistarmann/hljómsveit myndiru mest vilja hita upp fyrir? “Allavega Portishead. Svo er listinn langur…”

Hvað er besta tónlist sem þú hefur uppgötvað á árinu? “Eden Ahbez”

Hvað er uppáhalds kvikmyndatónskáldið þitt/uppáhalds tónlist í bíómynd? “Häxan (Barði Jóhannsson)”

Hvað er besta tónlistarkvikmynd sem þú hefur séð? “Stop Making Sense”

Hvað er 5 mest spiluðu lögin og í iTunes-inu þinu/ Spotify?

Bonnie and Clyde – Serge Gainsbourg & Brigitte Bardot

This Woman’s Work – Kate Bush

Sunny Road – Emiliana Torrini

Fascination Street – The Cure

Lullaby – The Cure (Ég sofna oft með iTunes á repeat, þetta er vögguvísulistinn)

En plötur?

The Cure – ‘Galore: The Singles 87-97’

Portishead – ‘Dummy’ Allah-Las – ‘Allah-Las’

Gabor Szabo – ‘Dreams’

Red Hot Chili Peppers – ‘Californication’

Leonard Cohen – ‘The best of Leonard Cohen’

Hvað eru bestu tónleikar sem þú hefur séð nýlega (undanfarið ca. ár)? “Allt LungA, LungA alltaf best, ég má alveg segja það”

Uppáhalds plötuumslag? “I Am Not Afraid – Hugh Masekela”

Hvaða tónlistarmönnum lífs eða liðnum værirðu helst til í að taka jam-session með? “Serge Gainsbourg og Ella Fitzgerald”

Hvaða plata fer á á rúntinum? Life – The Cardigans

Hvað var síðasta tónlist sem þú keyptir? “Fyrsta plata Megasar á vínyl”

Hvað er neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í á tónleikum? “Ég benti áhorfendum á að klappa en enginn tók undir og strákur sem sat fremst sagði: “Þetta var vandræðalegt”

Hvað lætur þú á fóninn í fyrirpartínu á laugardagskvöldi? Got To Give It Up – Marvin Gaye

Enn í eftirpartínu? Alelda – Ný Dönsk

Uppáhalds tónlistarhátíð? Pohoda Festival og Iceland Airwaves

Eitthvað að lokum? Verum góð við hvort annað