Tónleikar helgarinnar 10. – 11. febrúar 2017

Föstudagur 10. febrúar
Rapparinn GKR fagnar útgáfu GKR EP sem kom út í nóvember  með útgáfutónleikum í Gamla bíó. Platan verður leikin í heild sinni á tónleikunum
Dj kvöldsins: B-RUFF Upphitunaratriði: GERVISYKUR HRNNR & SMJÖRVI og ALEXANDER JARL. Miðasala hafin á GKR.is og Enter.is. Húsið opnar klukkan 20:00 og hefjast tónleikarnir klukkan 21:00. 18 ára aldurstakmark og kostar 2900 kr inn.

 

Hljómsveitin Fufanu heldur útgáfuhóf í kjallaranum á Palóma vegna útgáfu breiðskífunar Sports. Hljómsveitin tekur vel valda slagara og mun svo dj-a eftir á. Raftónlistarmaðurinn Andi sér um upphitun. Fjörið hefst klukkan 22:00 og það kostar 1000 kr inn.

 

Skemmtistaðurinn Barananas heldur upp á tveggja ára afmæli með tónleikum:
20:30 WESEN
21:30 Krakk & Spaghettí
22:15 Hermigervill DJ set

 

Laugardagurinn 11.febrúar
Þungarokks hljómsveitin Röskun frá Akureyri heldur útgáfutónleika á Hard Rock Café klukkan 22:00. Miðaverð 2500 kr.

 

Tónleikar með Berglindi Maríu Tómasdóttur í Mengi. Tónleikarnir hefjast klukkan 21. Húsið verður opnað klukkan 20:30. Miðaverð: 2000 krónur. Á tónleikunum hljómar tónlist fyrir flautu; stundum eina, stundum fleiri, oftast í rauntíma en einnig heyrist í uppteknum flautum fyrri tíma. Á köflum hljómar líka sónn, suð og hávaði.

 

Skemmtistaðurinn Barananas heldur upp á tveggja ára afmæli með tónleikum:
20:30 Birth Ctrl
21:30 Landaboi$
22:15 Vaginaboys LIVE DJ set

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *