Tónleikahelgin 2.-4. febrúar

 

Fimmtudagur 2. Febrúar

 

Axel Flóvent og RuGL spila á Húrra. Miðaverð er 1500 og tónleikarnir byrja 20:00.

 

Þórir Georg spilar á Hlemmi Square, byrjar 21:00 og aðgangur ókeypis.

 

Suður-Kóreska söngkonan Song-Hee Kwon spilar í Mengi. Tónleikarnir byrja 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

 

Föstudagur 3. febrúar

 

Rapptónleikar sem eru hluti af Safnanótt verða um borð í varðskipinu Óðni við Sjóminjasafnið í Reykjavík. Það er ókeypis inn og dagskráin er eftirfarandi:

 

19:00 DJ Pixxa

19:30 Cyber

20:00 Alvia Islandia

20:30 Cryptochrome

21:00 DJ Pixxa

 

Bandaríski hljóðlistamaðurinn Stephen Dorocke spilar í Mengi og sérstakur gestur á tónleikunum verður Berglind María Tómasdóttir, flautuleikari og tónskáld. Tónleikarnir byrja 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

 

Hljómsveitin Kvika spilar á Dillon, ókeypis inn og byrjar 22:00.

 

Laugardagur 4. febrúar

 

Dúettinn Silent People og raftónlistarmaðurinn Ástvaldur koma fram í Mengi. Byrjar 21:00 og kostar 2000 inn.

 

Hljómsveitirnar Rhytmatik og Snowed In spila á Dillon. Þær lofa miklu stuði og hefja leik 22:00 og það kostar ekkert inn.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *