Straumur 17. júlí 2017

Í Straumi í kvöld verður tekið fyrir nýtt efni frá listamönnum á borð við Kaitlyn Aurelia Smith, The Radio Dept, Toro Y Moi, Club Night, Mura Masa og MØNIC. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.

1) An Intention – Kaitlyn Aurelia Smith
2) Electric Blue – Arcade Fire
3) Just So – The Radio Dept
4) Mirage – Toro Y Moi
5) Mona Lisa – Toro Y Moi
6) Forgiven – Jim-E Stack
7) Rally – Club Night
8 ) Therapy – Yaeji
9) Sole M8s – Mura Masa
10) Big B’s – Chance The Rapper
11) Deep Summer (Buriel remix) – MØNIC

 

MURA MASA á Iceland Airwaves 2017

Hinn magnaði plötusnúður og pródúser MURA MASA mun koma fram á Iceland Airwaves í nóvember. Hann hefur á sínum stutta ferli unnið með nokkrum af stærstu listamönnum nútímans en þar má nefna A$AP Rocky, Charlie XCX, Desiigner og fleirum. Mura Masa kom nýverið fram á Coachella tónlistarhátíðinni þar sem hann sló í gegn og var að margra mati með eitt flottasta atriði hátíðarinnar.

Ný plata er væntanleg á næstunni þar sem hann fær m.a. til liðs við sig Damon Albarn, Christine & The Queens, Nao, A$AP Rocky ofl. Mura Masa kemur fram bæði í Reykjavík og Akureyri.

hér má sjá smell hans með A$AP Rocky – Lovesick

Iceland Airwaves tónlistarhátíðin verður haldin í 19. skipti dagana 1. – 5. nóvember nk. Miðasala er hafin á tix.is.