Myndbands frumsýning: Spítali – Schaffhausen

Íslenska raftónlistar dúóið Spítali sem samanstendur af tónlistar- og myndlistarmönnunum Halldóri Ragnarssyni og Sindra Má Sigfússyni, sem áður voru saman í hljómsveitinni Seabear, sendi í dag frá sér glænýtt lag sem nefnist Schaffhausen. Félagarnir byrjuðu að eigin sögn að krukka í hústónlist saman seinasta vetur og var lagið You sem kom út í mars á þessu ári fyrsti afraksturinn af því samstarfi. Dúóið stefnir á að gefa út fjögra laga plötu í framtíðinni á vínyl og verða bæði lögin á henni. Eins og You var Schaffhausen hljóðblandað af Friðfinni Oculus ásamt hljómsveitarmeðlimum og masterað af Friðfinni. Straumur frumsýnir hér myndbandið við lagið sem gert var af Mána M. Sigfússyni.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *