Dagskrá Iceland Airwaves 2016 kynnt

og hana má nálgast sem PDF hér! Hátíðin er nú haldin í 18. sinn, dagana 2. til 6. nóvember. Þeir sem eiga miða skulu því setjast niður með kaffibolla eða mjólkurglas og rýna gaumgæfilega yfir uppsetninguna.

Miðasalan er á heimasíðu Iceland Airwaves og hvetja skipuleggjendur áhugasama um tryggja sér miða í tíma þar sem stutt er í að seljist upp.

Líkt og síðustu ár mun Straumur vera með kvöld á hátíðinni, en það verður haldið í Gamla Bíó föstudaginn 4. nóvember. Þar koma m.a. fram Frankie Cosmos, Hermigervill, Berndsen, Prins Póló og Lake Street Dive.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *