Hljómsveitin Gangly sem skipuð er þeim Sindra Má Sigfússyni úr Sin Fang, Jófríði Ákadóttur úr Samaris og Úlfi Alexander Einarssyni úr Oyama var að senda frá nýtt lag og myndband. Lagið heitir Holy Grounds og gerði Máni Sigfússon myndbandið við það. Þetta er fyrsta lagið sem kemur út með hljómsveitinni frá því að þau sendu frá sér sitt fyrsta lag Fuck With Someone Else fyrir um tveim árum. Einstaklega gott framhald hjá þessari mögnuðu sveit.