Íslenska hljómsveitin Just Another Snake Cult var að senda frá sér myndband við lagið You Live You Die. Þórir Bogason söngvari og lagahöfundur hljómsveitarinnar gerði myndbandið sem tekið var upp í æfingarhúsnæðinu Reglu hins öfuga pýramída í febrúar. Helga Jóns, Jón Bragi Pálsson, Bjarki Sól, Stína Jóhannesdóttir, Sveinbjörn Thorarensen, Pontus Djarv, Lucy Hill, Pálmi Freyr Hauksson, Hjalti Freyr Ragnarsson, Indriði Arnar Ingólfsson og Andrea Kristinsdóttir koma fram í myndbandinu.
Tag: Just Another Snake Cult
Straumur 3. febrúar 2014
Í Straumi í kvöld fáum við hljómsveitina Just Another Snake Cult í heimsókn, kíkjum á væntanlegar plötur frá Beck og Broken Bells og heyrum nýtt efni frá A-Track, Work Drugs og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld á slaginu 23:00 á X-inu 977.
Straumur 3. febrúar 2014 by Straumur on Mixcloud
1) Aerosol Can (ft. Pharell) – Major Lazer
2) Perfect World – Broken Bells
3) Medicine – Broken Bells
4) Humphrey – A-Trak & Cam’ron
5) There Is No Other Time – Klaxons
6) Morning – Beck
7) Unforgiven – Beck
8) Blackbird Chain – Beck
9) Cupid Makes a Fool of Me – Just Another Snake Cult
10) Way Over Yonder in The Minor Key – Just Another Snake Cult
11) Beneath the Black and Purple – Morgan Delt
12) Whorehouse – ceo
13) The Good In Goodbye – Work Drugs
14) Domino – Gardens & Villa
15) Pray For Newtown – Sun Kil Moon
16) Carissa – Sun Kil Moon
Flaming Lips á Iceland Airwaves
Tilkynnt var um fyrstu listamennina sem hafa verið bókaðir á næstu Iceland Airwaves hátíð í dag og þar ber hæst bandarísku indísveitina Flaming Lips, en hún mun loka hátíðinni á sunnudagskvöldinu. Af öðrum erlendum sveitum má nefna frönsku rafpönksveitina La Femme og Suður-Afríska tónlistarmanninn John Wizards. Aðrir erlendir listamenn eru East India Youth, Jungle og Blaenavon frá Bretlandi, hinn finnski Jaakko Eino Kalevi og Tiny Ruins frá Nýja Sjálandi.
Þá hafa íslensku sveitirnar Just Another Snake Cult, Highlands, Samaris, Mammút, Grísalappalísa, Vök, Muck, Snorri Helgason og Tonik verið bókaðar á hátíðina. Þrátt fyrir að fókus Iceland Airwaves sé á nýjar og upprennandi hljómsveitir hefur sú hefð komist á undanfarin ár að fá þekkta tónlistarmenn til að loka hátíðinni. Flaming Lips sem eru sannkallaðir risar í indíheiminum munu sjá um það hlutverk að þessu sinni ásamt annarri sveit, sem tilkynnt verður um síðar, að fram kemur í tilkynningu frá Iceland Airwaves. Flaming Lips hafa áður spilað á Iceland Airwaves árið 2000, en hátíðin fer fram í 15. sinn þann 5. til 9. nóvember næstkomandi.
Bestu íslensku lög ársins 2013
30) Before – Vök
29) Maelstrom – Útidúr
28) Á Hvítum Hesti – Skúli mennski
27) MacGyver og ég – Sveinn Guðmundsson
26) Hve Ótt ég ber á – VAR
25) Autumn Skies #2 – Snorri Helgason 2. 01 Autumn Skies #2
24) Blóðberg – Mammút
23) All Is Love – M-band
22) Restless (ft. Unnsteinn) – Sisy Ey
21) Again – Good Moon Deer
20) Cheater – Love & Fog
19) Release Me (ft. DJ YAMAHO) – Intro Beats
18) Harlem Reykjavík – Hermigervill
17) 1922 – Kristján Hrannar
16) Aheybaró – Kött Grá Pjé & Nolem
Lög í 15. – 1. sæti
Bestu íslensku plötur ársins 2013
20) Þórir Georg – Ælulykt
19) Tilbury – Northern Comfort
18) Útidúr – Detour
17) Oyama – I Wanna
16) Ojba Rasta – Friður
15) Nolo – Human
14) Sigur Rós – Kveikur
13) Emiliana Torrini – Tookah
12) Ólöf Arnalds – Sudden Elevation
11) Per: Segulsvið – Tónlist fyrir Hana
Gasvinur:
10) Tonmo – 1
Hinn 19 ára gamli reykvíkingur Tómas Davíð sem gengur undir listamannsnafninu Tonmo gaf út sína fyrstu ep plötu á árinu. Platan sem nefnist 1 er 8 laga raftónlistarplata undir áhrifum hip-hop og chillwave sem rennur ljúft í gegn. Tómas samdi og tók upp plötuna þegar hann bjó í Huntington Beach í Kaliforníu fyrr á árinu.
9) Cell7 – Cellf
Tónlistarkonan Ragna Kjartansdóttir úr hinni sálugu hip-hop hljómsveit Subterranean snéri til baka á árinu með sína fyrstu sólóplötu, Cellf. Á plötunni nýtur Ragna aðstoðar þeirra Introbeats og Earmax við taktsmíðar á frábærri hip hop plötu sem inniheldur jafnt grípandi partýslagara og pólitískar bollaleggingar. Ragna hefur engu gleymt í rappinu þrátt fyrir langa pásu og flæðir eins og jökulá í leysingum.
8) Snorri Helgason – Autumn Skies
Þriðja plata Snorra Helgasonar, Autumn Skies, gefur fyrri verkum Snorra ekkert eftir og minnir á köflum talsvert á Dylan á Nashville Skyline. Kántrískotið þjóðlagapoppið umvefur mann eins mjúkt teppi og er tilvalið til að orna sér við á köldum vetrarnóttum. Án efa notalegasta plata ársins.
7) Jóhann Kristinsson – Headphones
Þriðja plata Jóhanns Kristinssonar, Headphones, er heilsteypt og persónulegt verk þar sem tónlistarmaðurinn sýnir mikil þroskamerki í lagasmíðum. Upptökur og hljómur eru fádæma fullorðins og þó lítið hafi farið fyrir plötunni er hún ákaflega stór í sniðum. Jóhann klífur í hæstu hæðir mikilfengleika og dramatíkur í mörgum epískum lögum og framkallar gæsahúðir á gæsahúðir ofan.
6) Mammút – Komdu til mín svarta systir
Þriðja plata Mammút var lengi í smíðum en fimm ár eru liðin frá því að sveitin sendi frá sér plötuna Karkari. Útkoman er þyngri hljómur og þéttari lagasmíðar án þess að tapa neinu af ungæðislegum kraftinum sem einkenndi fyrri verk sveitarinnar.
5) Ruxpin – This Time We Go Together
Það fer ekki mikið fyrir Ruxpin í íslenskri tónlistarsenu en hann lætur verkin tala. Platan This Time We Go Together er feikilega áferðarfalleg og hugvitssamleg raftónlistarplata, sem minnir um margt á Boards of Canada og aðgengilegri hliðar Aphex Twin og Autechre.
4) Just Another Snake Cult – Cupid Makes A Fool of Me
Lo-Fi skrýtipoppsveitin Just Another Snake Cult er einstaklingsverkefni Þóris Heydal en hann gaf út hina frábæru og fjölbreyttu plötu Dionysian Season árið 2010. Í haust gaf Þórir út plötuna Cupid Makes A Fool of Me sem hefur að geyma draumkennt hljóðgerflapopp að bestu gerð. Það eru fleiri hugmyndir í einu lagi á Cupid en finnast á breiðskífum flestra tónlistarmanna og mikið um vinstri beygjur og óvæntar stefnubreytingar. Það mætti segja að platan sé losaraleg í besta skilningi þess orðs, alls konar mismunandi hugmyndir sem hanga rétt svo saman, en samt á akkúrat réttan hátt. Plata sem hljómar ekki eins og neitt annað í íslenskri tónlistarsenu.
3) Múm – Smilewound
Hljómsveitin múm gaf út sína sjöttu breiðskífu fyrr á þessu ári. Plötunnar sem ber nafnið Smilewound hafði verið beðið með mikilli eftirvæntingu en hún markaði endurkomu Gyðu Valtýsdóttur, söngkonu og sellóleikara, sem hætti í sveitinni fyrir meira en áratug síðan. Útkoman er aðgengilegasta plata hljómsveitarinnar til þessa.
2) Grísalappalísa – Ali
Hljómsveitin Grísalappalísa var stofnuð árið 2012 af Gunnari Ragnarssyni og Sigurði Möller Sívertsen úr hinni sálugu Jakobínurínu, Bergi Thomas Anderson úr Oyama, Alberti Finnbogasyni og Tuma Árnasyni úr The Heavy Experience ásamt Baldri Baldurssyni. Platan Ali er einn sterkasti frumburður íslenskrar rokksveitar sem litið hefur ljós í langan tíma. Á henni blandast groddaleg nýbylgja við súrkálsrokk og sækadelíu með íslenskum textum sem eiga meira skylt við framsækna ljóðlist en hefðbundna rokktexta.
1) Sin Fang – Flowers
Sindri Már Sigfússon er einn afkastamesti tónlistarmaður landsins um þessar mundir en gæðastandarinn á efninu er þó alltaf jafn hár. Hann er stöðugt að þróast sem lagasmiður og Young Boys og What’s wrong with your eyes eru með allra bestu lögum ársins. Platan er tekin upp af Alex Somers sem galdrar fram ævintýralega hljóm þar sem fyllt er upp í hverja einustu glufu með áhugaverðum hljóðum án þess þó að verða nokkurn tímann ofhlaðinn.
Straumur 11. nóvember 2013
Í Straumi í kvöld heyrum við nýtt efni frá Destroyer, M-band, Just Another Snake Cult, Wooden Shjips, M.I.A, Cut Copy mörgum fleirum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977!
Straumur 11. nóvember 2013 by Straumur on Mixcloud
1) Here Comes the Night Time – Arcade Fire
2) I’m Aquarius – Metronomy
3) I Know She Does – Just Another Snake Cult
4) Never Ending Ever – M-band
5) When Girls Collide (Jónsi Ibiza Anthem remix) – mum
6) Free Your Mind – Cut Copy
7) Meet Me In A House Of Love – Cut Copy
8) Karmageddon – M.I.A.
9) Y.A.L.A. – M.I.A.
10) Ghouls – Wooden Shjips
11) These Shadows – Shjips
12) Bye Bye – Destroyer
13) Alive – Autre Ne Veut x Fennesz
14) Let It Spill – Los Campesinos!
15) I’ll Keep Coming – Low Roar
16) Hið Síðsta Lag – Gímaldin
17) Jamaica Plain – Kurt Vile & Sore Eros
1 árs afmæli straum.is
Mynd: Alexander Matukhno
Síðasta sumar höfðu undirritaðir fengið sig fullsadda af skorti á tónlistarumfjöllun á hinum íslenska hluta alnetsins og tóku höndum saman um stofnun nýrrar síðu, þeirrar sem þú ert að lesa núna. Undanfarið ár höfum við haldið úti reglulegri umfjöllun um nýja og ferska tónlist, íslenska sem erlenda, og höfum í því skyni birt yfir 400 fréttir á vefnum. Á liðnu ári höfum við einnig bætt við okkur pennum og hafið samstarf við tímaritið Grapevine þar sem við erum með dálk og förum yfir helstu fréttir úr íslenskri tónlist. Þann 21. júlí síðast liðinn var eins árs afmæli síðunnar og það kom svo flatt upp á okkur að við höfðum ekki tíma til að skipuleggja hátíðarhöld, fyrr en nú. Í dag á vefritið eins árs, eins mánaðar og eins dags afmæli og í tilefni af því sláum við upp veislu á skemmtistaðnum Harlem. Kammerpoppsveitin Útidúr og Lo-fi tilraunabandið Just Another Snake Cult munu stíga á stokk og leika listir sínar en báðar komu við sögu á árslista vefritsins fyrir síðasta ár. Ritstjórnarfulltrúar straum.is munu þeyta skífum fyrir dansi í hliðarsal og eftir tónleikana og eitthvað af ókeypis bjór verður í boði fyrir stundvísa gesti, en hátíðarhöldin hefjast klukkan 21:00. Við bjóðum alla lesendur og ömmur þeirra hjartanlega velkomna til að fagna með okkur og lofum að láta ekki deigan síga heldur bæta bara í á næsta starfsári síðunnar.
Óli Dóri og Davíð Roach
Listahátíð á Stöðvarfirði
Pólar festival er tveggja daga lista- og frumkvöðlahátíð sem verður haldin á Stöðvarfirði næstu helgi. Hátíðin er haldin í samvinnu við Maður er manns gaman, sjálfbæra þorpshátíð sem hefur verið starfrækt á Stöðvarfirði undanfarin ár.
Pólar byggir á hugmyndafræði sem mætti þýða á íslensku sem hæfileikasamfélag (e. skillsharing). Ætlunin er að ná saman fólki úr ólíkum áttum og margvíslegum skapandi greinum til þess að deila reynslu sinni og þekkingu og rannsaka nýja möguleika í samvinnu, sköpun og framleiðslu. Dagskráin felst í stuttum og fjölbreyttum námskeiðum, fyrirlestrum og ýmsum listviðburðum.
Á laugardeginum verður svo slegið upp heljarinnar tónleikum þar sem diskóboltarnir í Boogie Trouble og lo-fi grallararnir í Just Another Snake Cult stíga á stokk ásamt trip hop sveitinni Urban Lumber.
Tónleikar helgarinnar 24. – 26. maí
Föstudagur 24. maí
Tónlistarhátíðin Reykjavík Music Mess hefst. Hátíðin er haldin á KEX Hostel og Volta og koma 17 hljómsveitir fram á hátíðinni. Þrjár hljómsveitir koma frá Ástralíu og Skotlandi og svo 14 frá Íslandi.
Kex Hostel:
20:00: Þórir Georg
20:45: Withered Hand
Volta:
21:15: Tonik
22:00: Good Moon Deer
22:50: Bloodgroup
23:40: PVT
00:40: Sykur
Laugardagur 25. maí
MC Bjór og Bland spilar sína fyrstu tónleika í verslun Lucky Records, Rauðarárstíg 6 klukkan 17:00.
Reykjavík Music Mess heldur áfram:
Kex Hostel:
20:00: Good Moon Deer
20:45: Stafrænn Hákon
Volta:
21:15: Just Another Snake Cult
22:00: OYAMA
22:50: Muck
23:40: DZ Deathrays
00:40: Mammút
Ofvitarnir, Sayatan og Skerðing koma fram á Dillon. Ókeypis inn og tónleikarnir hefjast á slaginu 22:00.
Sunnudagur 27. maí
Síðasti dagur Reykjavík Music Mess:
Kex Hostel:
20:00: Just Another Snake Cult
20:45: MMC
Volta:
21:15: Loji
22:00: Stafrænn Hákon
22:50: Withered Hand
23:40: Monotown
Tónleikar um Hvítasunnuhelgina
Að fimmtudeginum meðtöldum er þessi helgi fjórir dagar og fyrir utan Eruovision er af nægu að taka í tónleikum og tryllingi þessa helgi.
Fimmtudagur 16. maí
Það verður slegið upp hip hop veislu í óhefðbundnari kantinum á Prikinu en þar munu taktsmiðirnir Marteinn, Lord Pusswhip og Tonmo úr Hip Hop krúinu Mudd Mobb leika listir sínar og tónsmíðar. Gjörningurinn hefst klukkan 21:00 og aðgangseyrir er ekki til staðar.
Hljómsveitirnar Murrk og Óregla troða upp á Volta og í tilkynningu frá þeim er lofað brjáluðu proggi og helluðu fusion. Fyrir áhugamenn um slíkt þá opna dyrnar á Volta klukkan 21:00 og inngöngueyrir er 1000 krónur.
Föstudagur 17. maí
Hin kynþokkafulla ábreiðusveit Babies kemur fram ásamt Boogie Trouble og DMG á Faktorý. Gestum er ráðlagt að taka með sér dansskó, bjórpening og getnaðarvarnir. Gleðidyrnar opnast 22:00 og 1000 krónur kostar að ganga í gegnum þær.
Á Faktorý verða einnig aðrir tónleikar með tilraunakennda þjóðlagasöngvaranum Daniel Higgs frá Baltimore. Honum til halds og trausts verður Just Another Snake Cult en tónleikarnir hefjast 20:00 og aðgangur er ókeypis.
Söngvaskáldið Jón Þór sem gaf út hina prýðilegu plötu Sérðu mig í lit á síðasta ári stígur á stokk á Bar 11 ásamt Knife Fight sem að eigin sögn spila hávært indírokk. Tónleikarnir hefjast 22:00 og eru fríkeypis.
Ný klúbbakvöld, RVK DNB, hefja göngu sína á Volta. Eins og nafnið gefur til kynna verða kvöldin helguð Drum & Bass tónlist og þeir sem snúa skífunum á þessu fyrsta kvöldi verða Agzilla, Plasmic, DJ Andre og Elvar.
Blúsaða djasssveitin Beebee and the bluebirds kemur fram á ókeypis tónleikum á Dillon sem hefjast 22:00.
Laugardagur 18. maí
Eftir Eurovisionpartýið verður boðið upp á rapp og dans á Gauk á Stöng þar sem Úlfur Úlfur, Emmsé Gauti og UMTBS stíga á stokk. Húsið opnar 22:00 og kostar 1000 kall inn.
Sísí Ey, Oculus, Kid Mistik og Sean Danke efna til dansveislu á efri hæð Faktorý sem hefst klukkan 10 og kostar 1000 krónur inn.
Öfgarokksveitin Azoik leikur á hljómleikum á Dillon klukkan 22:00 og ókeypis er inn. Sveitin lofar sprengdum hljóðhimnum og kílóum af flösu fyrir þá sem mæta.
Sunnudagur 19. maí
Elektrórokksveitin RetRoBot sem unnu músíktilraunir á síðasta ári og fönkbandið The Big Band Theory slá upp dansleik á Volta. Ballið hefst klukkan 21:00 og það kostar 500 krónur inn.