Íslenska hljómsveitin Just Another Snake Cult var að senda frá sér myndband við lagið You Live You Die. Þórir Bogason söngvari og lagahöfundur hljómsveitarinnar gerði myndbandið sem tekið var upp í æfingarhúsnæðinu Reglu hins öfuga pýramída í febrúar. Helga Jóns, Jón Bragi Pálsson, Bjarki Sól, Stína Jóhannesdóttir, Sveinbjörn Thorarensen, Pontus Djarv, Lucy Hill, Pálmi Freyr Hauksson, Hjalti Freyr Ragnarsson, Indriði Arnar Ingólfsson og Andrea Kristinsdóttir koma fram í myndbandinu.
![](https://straum.is/wp-content/uploads/2015/08/10960023_10101659847693778_8177779406062102324_o-540x1606.jpg)