Listahátíð á Stöðvarfirði

Pólar festival er tveggja daga lista- og frumkvöðlahátíð sem verður haldin á Stöðvarfirði næstu helgi. Hátíðin er haldin í samvinnu við Maður er manns gaman, sjálfbæra þorpshátíð sem hefur verið starfrækt á Stöðvarfirði undanfarin ár.

Pólar byggir á hugmyndafræði sem mætti þýða á íslensku sem hæfileikasamfélag (e. skillsharing).  Ætlunin er að  ná saman fólki úr ólíkum áttum og margvíslegum skapandi greinum til þess að deila reynslu sinni og þekkingu og rannsaka nýja möguleika í samvinnu, sköpun og framleiðslu. Dagskráin felst í stuttum og fjölbreyttum námskeiðum, fyrirlestrum og ýmsum listviðburðum.

Á laugardeginum verður svo slegið upp heljarinnar tónleikum þar sem diskóboltarnir í Boogie Trouble og lo-fi grallararnir í Just Another Snake Cult stíga á stokk ásamt trip hop sveitinni Urban Lumber.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *