Straumur 25. nóvember 2019

Nýtt efni frá Markúsi, Nude, JFDR, Laurel Halo, Beck, Galcher Lustwerk og fleiri listamönnum verður til umfjöllunar í útvarpsþættinum Straumi í umsjón Óla Dóra á X-inu 977 klukkan 23:00 í kvöld.

1) Crush – Larel Halo
2) My Work – JFDR
3) Hold You Demons – Markús
4) 5000 Stars – Markús
5) Hey Hey Hey – Markús
6) Star – Beck
7) Die Waiting (ft. Sky Ferreira) – Beck
8) Our Dream – Nude
9) I See A Dime – Galcher Lustwerk
10) Bit – Galcher Lustwerk
11) She Funked Me – Cassowary
12) The There Were Two (ft. Anderson. Paak) – Mark Ronson
13) Forgotten Astronaut – The Rentals
14) Is That the One – JW Francis

Straumur 15. ágúst 2016

Í Straumi í kvöld verður fjallað um nýtt efni frá Jeff The Brotherhood, St. Vincent, Human Machine og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.

1) Habit – Jeff The Brotherhood
2) Idiot – Jeff The Brotherhood
3) Ox – Jeff The Brotherhood
4) Something On You Mind – St. Vincent
5) Residual Tingles – The Gaslamp Killer
6) Wow (GUAU! Mexican Institute of Sound Remix) – Beck
7) Diskó Snjór (Just Another Snake Cult remix) – Boogie Trouble
8) She’ll Kill You – Kyle Dixon & Michael Stein
9) Mule – Human Machine
10) Find the words – Jamie Isaac
11) I Knew You – Seeing Hands
12) A Gun Appears – Morgan Delt
13) Seven Words – Weyes Blood
14) City Lights – White Stripes

Straumur 15. júní 2015

Í Straumi í kvöld verður flutt nýtt efni frá Beck, Goldlink, Weaves, Daphni, Ezra Furman, The Weeknd og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld milli ellefu á tólf á X-inu 977.

Straumur 15. júní 2015 by Straumur on Mixcloud

1) Tick – Weaves
2) Dreams – Beck
3) Can’t Feel My Face – The Weeknd
4) Dance On Me – Goldlink
5) Beautiful Life (ft. Action Bronson & Joey Bada$ – Statik Selektah
6) Lukey World – SKEPTA
7) Usha – Daphni
8) Hark! to the Moon – Ezra Furman
9) Wobbly – Ezra Furman
10) Ordinary Life – Ezra Furman
11) Truce – jj
12) Kalt – Kælan Mikla
13) La Disco – Giorgio Moroder
14) The Lost Drum Beat – Mikael Seifu

Straumur 3. febrúar 2014

Í Straumi í kvöld fáum við hljómsveitina Just Another Snake Cult í heimsókn, kíkjum á væntanlegar plötur frá Beck og Broken Bells og heyrum nýtt efni frá A-Track, Work Drugs og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld á slaginu 23:00 á X-inu 977.

Straumur 3. febrúar 2014 by Straumur on Mixcloud

1) Aerosol Can (ft. Pharell) – Major Lazer
2) Perfect World – Broken Bells
3) Medicine – Broken Bells
4) Humphrey – A-Trak & Cam’ron
5) There Is No Other Time – Klaxons
6) Morning – Beck
7) Unforgiven – Beck
8) Blackbird Chain – Beck
9) Cupid Makes a Fool of Me – Just Another Snake Cult
10) Way Over Yonder in The Minor Key – Just Another Snake Cult
11) Beneath the Black and Purple – Morgan Delt
12) Whorehouse – ceo
13) The Good In Goodbye – Work Drugs
14) Domino – Gardens & Villa
15) Pray For Newtown – Sun Kil Moon
16) Carissa – Sun Kil Moon

Nýtt lag með Beck

Hinn fjölhæfi tónlistarmaður Beck Hansen gaf út lagið Blue Moon í dag, en það er hið fyrsta til að heyrast af væntanlegri breiðskífu, Morning Phase, sem kemur út síðar á árinu. Lagið er ljúfsár ballaða sem minnir nokkuð á plötu Beck frá 2002, Sea Change. Heil sex ár eru liðin frá síðustu hljóðversplötu Beck, Modern Guilt, sem hann vann í samstarfi við upptökustjórann Dangermouse árið 2008. Hlustið á lagið hér fyrir neðan.

Charlotte Gainsbourg syngur Hey Joe

Franska söng- og leikkonan Charlotte Gainsbourg hefur nú gert ábreiðu af laginu Hey Joe, sem er frægast í flutningi Jimi Hendrix. Það er sjálfur Beck sem sá um upptökur á laginu en hann vann með Charlotte að breiðskífunum IRM og Stage Whisper. Hljómur lagsins svipar óneitanlega til History De Melody Nelson, einnar bestu plötu föður Charlotte, Serge Gainsbourg.

 

Lagið var tekið upp fyrir hljóðrás kvikmyndarinnar Nymphomaniac sem er væntanleg frá danska meistaranum Lars Von Trier. Charlotte Gainsbourg leikur aðalhlutverkið í myndinni, persónu sem heitir einmitt Joe, en myndin ku vera ansi djörf svo ekki sé meira sagt. Hlustið á ábreiðuna hér fyrir neðan og horfið á stiklu úr myndinni. Í kaupbæti fylgir svo upphafslag History de Melody Nelson með Serge Gainsbourg.


Brjálað að gera hjá Beck

 

Beck Hansen situr ekki auðum höndum þessa dagana. Hann vinnur nú að tveimur breiðskífum auk þess hefur hann gefið út þrjár smáskífur sem ekki munu koma við sögu á væntanlegum plötum. Sú þriðja var að bætast í safnið og kallast „Gimme“. Lagið er nokkuð furðulegt, marg raddað og tilraunakennt með flóknum takti en sílófónninn stelur alveg senunni.

Beck gefur út lag og hellingur af efni á leiðinni

Hinn óútreiknanlegi tónlistarmaður Beck Hansen hefur sent frá sér lagið „I Won‘t Be Long“ mánuði eftir að hann gaf út raf-ballöðuna „Defriended“. Þessi tvö lög eiga ekki margt sameiginlegt fyrir utan að hvorugt lagið mun fá pláss á plötu frá Beck þó hann sé að vinna að tveimur breiðskífum þessa dagana. Önnur platan verður órafmögnuð og er fyrr væntanleg en hin á að fylgja eftir Modern Guilt sem kom út árið 2008 og var unnin í samstarfi við Danger Mouse.
„I Wont Be Long“ er draumkennt indí popp lag með þéttri bassalínu og skemmtilegu rafknúðu mynstri sem vinnur á þegar líður á lagið sem myndi sóma sig vel á rúntinum. Smáskífan kemur formlega út 8. júlí og mun 14 mínútna rímix af laginu fylgja með.

Beck endurtúlkar Sound And Vision

Í tilefni af því að 26 ár eru síðan smellurinn Sound and Vision með David Bowie kom út hefur hinn vísindakirkjurækni Beck í samstarfi við hljómsveit á stærð við her smáríkis tekið upp sína eigin túlkun af laginu. Hún er níu mínútna löng og á köflum hádramatísk og gæsahúðarvaldandi. Herlegheitin voru svo tekin upp með nýrri 360º myndbandstækni og hægt á að vera að upplifa flutninginn úr hvaða sæti sem er í salnum með því að velja mismunandi sjónarhorn á síðunni helloagain á næstu dögum. Þangað til það verður geta lesendur horft á hefðbundna upptöku hér fyrir neðan sem er þó ein og sér alveg stórbrotin upplifun.

Nótnabók Beck spiluð

Tónlistarmaðurinn Beck gaf nýlega út plötuna Song Reader: Twenty New Songs By Beck sem aðeins er hægt að nálgast  sem nótnabók. Tónlistartímaritið Uncut fékk tónlistarmanninn John Lewis til þess að spila alla plötuna á píanó. Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á Lewis leika lögin Saint Dude og Sorry. Hér er hægt að hlusta á Lewis leika öll lögin af plötunni.