Beck gefur út lag og hellingur af efni á leiðinni

Hinn óútreiknanlegi tónlistarmaður Beck Hansen hefur sent frá sér lagið „I Won‘t Be Long“ mánuði eftir að hann gaf út raf-ballöðuna „Defriended“. Þessi tvö lög eiga ekki margt sameiginlegt fyrir utan að hvorugt lagið mun fá pláss á plötu frá Beck þó hann sé að vinna að tveimur breiðskífum þessa dagana. Önnur platan verður órafmögnuð og er fyrr væntanleg en hin á að fylgja eftir Modern Guilt sem kom út árið 2008 og var unnin í samstarfi við Danger Mouse.
„I Wont Be Long“ er draumkennt indí popp lag með þéttri bassalínu og skemmtilegu rafknúðu mynstri sem vinnur á þegar líður á lagið sem myndi sóma sig vel á rúntinum. Smáskífan kemur formlega út 8. júlí og mun 14 mínútna rímix af laginu fylgja með.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *