Brjálað að gera hjá Beck

 

Beck Hansen situr ekki auðum höndum þessa dagana. Hann vinnur nú að tveimur breiðskífum auk þess hefur hann gefið út þrjár smáskífur sem ekki munu koma við sögu á væntanlegum plötum. Sú þriðja var að bætast í safnið og kallast „Gimme“. Lagið er nokkuð furðulegt, marg raddað og tilraunakennt með flóknum takti en sílófónninn stelur alveg senunni.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *